Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Fimmtudagur skoðun 22 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Lokaverkefni útskriftarnema Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar:Vetrarævintýri í förðun Ú tskriftarnemar Förðunar-skóla Snyrtiakademíunnar unnu lokaverkefnin sín undir þemanu „vetrarævintýri“. Alls útskrifuðust 17 nemendur nú fyrir jólin undir handleiðslu Svanhvítar Valgeirsdóttur, en hún tók við skólastjórastöðu Förðu Kate Moss hefur ýjað að því að hún geti í framtíðinni hugsað sér að stofna fyrirsætuskóla. Þetta kom fram í viðtali sem birtist í tímaritinu Company. F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun með Jólagjöfin hennar Minnum á vinsælu gjafakortin okkar. Tilboð til jóla 40% afsl áttur! Tilboðsverð 5.850 kr. þorláksm ssaFIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 20102 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Þorláksmessa veðrið í dag 23. desember 2010 301. tölublað 10. árgangur dagur til jóla Opið til 23 í kvöld 1 Fréttablaðið er nú með 187% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst til október 2009 og 2010. MORGUNBLAÐIÐ 20 09 29 ,3% 74,7% 26% 20 10 20 09 71 ,4% 20 10 Allt sem þú þarft... FRÉTTABLAÐIÐ meiri lestur en Morgunblaðið. Búist við þátttökumeti Þorláksmessusund Garpa haldið í tuttugasta sinn. tímamót 26 MATUR Borgarbúar keyptu á fjórða hundrað kíló af skötu í fiskbúðinni Hafrúnu í Skipholti í gær. Þá eru ótalin tonnin sem seld voru á veit- ingastaði. Þetta segir Einar Ósk- arsson fisksali. Í dag er Þorláks- messa og þá má gera ráð fyrir að skötulykt leggi yfir flest hverfi borgarinnar venju samkvæmt. „Þetta er svipað og hefur verið undanfarin ár,“ segir Einar. Mjög líflegt sé í fiskbúðinni daginn fyrir Þorláksmessu og aldrei meiri upp- grip fyrir fisksala. „Það er lang- mest innkoman af því að það er orðið svo hátt verð á þessu,“ segir hann. Fisksalar keppi um sköt- una, enda hafi veiðin dregist nokk- uð saman á undanförnum árum. „Menn eru strax byrjaðir að safna fyrir næstu jól,“ segir hann. Einar segir að skatan sem Hafrún hefur til sölu sé mest- megnis í sterkari kantinum þótt einnig sé hægt að fá hana minna kæsta. „Þótt þeir hafi ekki endi- lega lyst á að renna henni niður þegar þar að kemur þá biðja allir um þá sterkustu.“ - sh / sjá síðu 12 Fisksalar eru þegar farnir að safna skötunni eftirsóttu fyrir næstu jól: Skötu sporðrennt í tonnavís í dag VEL KÆST Einar segir að sterka skatan sé alltaf vinsælli en sú minna kæsta. Borgarbúar keyptu á fjórða hundrað kíló af þess- um umdeilda hátíðarmat í fiskbúðinni Hafrúnu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þótt þeir hafi ekki endilega lyst á að renna því niður þegar þar að kemur þá biðja allir um það sterkasta. EINAR ÓSKARSSON FISKSALI Í HAFRÚNU FÓLK „Ég hef verið heppinn, verið réttur maður á réttum stað. En svo snýst árangur fyrst og fremst um vinnusemi, og að vera trúr sjálfum sér og viðfangs- efninu,“ segir Kristinn Sig- mundsson söngvari sem er staddur hér á landi. Krist- inn, sem er far- sælasti klass- íski söngvari Íslands, hefur í nógu að snúast á nýju ári. Þrátt fyrir annir reyn- ir hann alltaf að koma heim yfir jólin. „Það hefur eiginlega alltaf tekist,“ segir Kristinn sem hafn- aði eitt sinn hlutverki í Metropo- litan-óperunni í New York til að komast heim um jólin. - sbt / sjá síðu 18 Kristinn Sigmundsson: Tekur íslensk jól fram yfir Metropolitan KRISTINN SIGMUNDSSON HVASST SYÐST Í dag verða austan 8-15 m/s S- og V-til en annars hæg- ari. Éljagangur syðra en annars víða úrkomulaust. Frost víða 0-10 stig. VEÐUR 4 -1 -3 -5 -9 -8 Topp tíu listinn klár Það er ljóst hverjir eru í tíu efstu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2010. sport 42 Fyrirburar fá húfur Priscilla Magnúsdóttir ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins 600 prjónahúfur. fólk 36 DÝRALÍF Það hefur verið staðfest með erfðafræðirannsóknum að í Afríku lifa tvær tegundir fíla. Afríski skógarfíllinn er önnur og afríski gresjufíllinn er hin. Þessar tegundir eru mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Gresjufíllinn er nokkuð stærri en skógarfíllinn. Vísindamenn frá Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og samstarfsmenn þeirra við York- háskólann í Bretlandi hafa sýnt fram á þetta. Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna þeirra eru tegundirnar fjarskyldir ættingjar sem hafa lifað sem aðskildar tegundir í tvær til sjö milljónir ára. Athygli vakti að tegundirnar tvær eru ekki skyldari en Asíu- fíllinn og loðfílar, eða mamm- útar, sem eru taldir hafa dáið út fyrir um tíu þúsund árum. - shá Erfðafræðin staðfestir grun: Tvær tegundir fíla í Afríku MENNING „Við sjáum engin merki þess að bókasala sé að minnka,“ segir Kristj- án B. Jónasson, formað- ur Félags íslenskra bóka- útgefenda, um söluna í ár. Gert er ráð fyrir því að velta bókaársins verði í samræmi við síðustu ár, í kringum 4,7 til 4,8 milljarðar króna. „Í ár koma út miklu fleiri bækur en í fyrra. Ég veit til dæmis að hjá Forlaginu voru gefnar út sextíu nýjar kiljur á árinu. Það er mjög mikil aukning frá árinu 2009, í öllum útgáfum. Það var til dæmis kvartað undan því í fyrra að það væri lítið af barnabókum, bæði innlendum og þýddum. Þetta sner- ist alveg við núna,“ segir Kristj- án. Aldrei hafa verið gefin út jafn mörg íslensk skáldverk og í ár. Tvær og hálf milljón bóka eru keyptar hér á landi ár hvert, sem jafngildir um átta bókum á hvern Íslending. Kristján segir met- sölubækur hafa selst í mjög stórum upplögum fyrir jólin. „Menn þurfa að hafa farið vel yfir fimm þús- und eintök til að komast inn á topp tíu. Þessar efstu bækur hafa allar farið yfir tíu þúsund eintök. Arn- aldur, að mér skilst á Forlaginu, hefur aldrei selst jafn vel og Yrsa ekki heldur.“ Bók Arnaldar Indriðasonar hefur selst í tæplega þrjátíu þúsund eintökum og Yrsu Sigurðardóttur í sextán þúsund eintökum. Bækurnar sem koma á eftir söluhæstu bókunum seljast í sjö til níu þúsund eintökum. „Það eru kannski fimmtán titlar allt í allt sem fara yfir fimm þús- und eintök. Það er í sjálfu sér rosa fínt og gefur ástæðu til ákveðinn- ar bjartsýni,“ segir Kristján. Hann segir alltaf sveiflur í smekk fólks á bókum. „Í fyrra voru mikið áberandi sjálfshjálp- arbækur, þær eru ekki í tísku í ár en í staðinn koma kannski mat- reiðslubækur. Við sjáum þrjá, fjóra titla ganga mjög vel og það ber mikið á þeim. Þessar hnakka- bækur, eins og Gillz og Tobba, eiga líka upp á pallborðið núna,“ segir Kristján. „Bókin sem vara höfðar til mjög breiðs hóps, ekki bara einhverrar elítu sem les bækur, kaupir bækur og gefur bækur. Það var það sem alltaf bjó að baki, að breikka vöru- úrvalið, að fá fleiri lesendur og fá bækur sem höfða til sem flestra. Að það skuli vera að takast er frábært. Ég sé fullt af jákvæðum teiknum í þessari vertíð.“ - þeb Bækur seljast fyrir fimm milljarða í ár Engin merki eru um minnkandi bókasölu á þessu ári og talið er að heildarvelta verði rétt undir fimm milljörðum króna. Metsölubækur seljast í stórum upplög- um. Matreiðslu- og „hnakkabækur“ eru í tísku í ár en ekki sjálfshjálparbækur. 8 bækur að með-altali á hvern Íslend- ing á ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.