Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 2
2 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL Hátt í tuttugu þús-
und Íslendingar fá aðstoð við að
halda jól þetta árið, er mat tals-
manna hjálparsamtaka. Sjö þús-
und manns hið minnsta leituðu til
samtakanna á síðustu dögum. Stór
hópur þarf aðstoð en þiggur hana
ekki, af ýmsum ástæðum.
Tvenn hjálparsamtök standa að
matar- og gjafaúthlutun fyrir jólin.
Annars vegar Hjálparstarf kirkj-
unnar, Mæðrastyrksnefnd Reykja-
víkur, Rauði krossinn í Reykjavík
og Hjálpræðisherinn sem standa
að sameiginlegri úthlutun undir
merkjum Jólaaðstoðar 2010. Hins
vegar er það Fjölskylduhjálp
Íslands.
Reynir Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Jólaaðstoðar 2010,
telur að 4.500 manns hafi leit-
að sér aðstoðar eins og áætlanir
gerðu ráð fyrir og að hópurinn sé
eins samsettur og í fyrra. Þá voru
43 prósent umsækjenda öryrkjar,
tuttugu prósent voru á atvinnu-
leysisskrá en fimmtán prósent
á vinnumarkaði. Sextíu prósent
umsækjenda eru konur.
„Margar úthlutanir hjá okkur
eru til einstæðinga en einnig eru
margir sem hafa fjölskyldur að
baki sér, þrjá eða fleiri,“ segir
Reynir. Fjölskyldusamsetningu
metur Jólahjálpin út frá stærð
matarpakkana sem er úthlutað.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, for-
maður Fjölskylduhjálpar Íslands,
telur það ekki á rökum reist að ein-
staklingar stundi það í stórum stíl
að leita aðstoðar á tveimur stöð-
um. Dæmi séu um slíkt en það sé í
undantekningartilfellum. Nákvæm
skráning útiloki jafnframt að fleiri
en tveir frá sama heimili fái mat-
arpakka. Þá sé erfitt eða útilok-
að fyrir einstakling sem ekki er í
sárri þörf að fá úthlutun.
Til Fjölskylduhjálparinnar leit-
uðu rúmlega 2.500 manns; um 1.900
á höfuðborgarsvæðinu og 300 á
Akureyri og í Keflavík.
„Aukningin á þeim átta árum
sem Fjölskylduhjálpin hefur starf-
að er mikil. Ég gæti trúað að það
séu helmingi fleiri sem koma núna
en fyrir hrun. Ég held, miðað við
nýskráningar núna fyrir jólin, að
árið 2011 verði það versta sem við
höfum séð.“
Bæði Ásgerður og Reynir taka
undir að töluverður fjöldi fólks þiggi
ekki aðstoð þrátt fyrir að þörfin sé
fyrir hendi. Fyrir því séu ýmsar
persónulegar ástæður. „En þetta
eru þung spor sem margir treysta
sér ekki til að stíga,“ segir Reynir.
Meðalfjölskyldan á Íslandi er 2,7
einstaklingar að mati Hagstofunn-
ar. Það viðmið bendir til að matar-
gjafir nái til hátt í tuttugu þúsund
manns. Það eru 7,5 prósent mann-
fjöldans á Íslandi.
svavar@frettabladid.is
Hátt í 20 þúsund fá
aðstoð við jólahaldið
Sjö þúsund einstaklingar leituðu til hjálparsamtaka síðustu daga. Þörfin fer
stigvaxandi á milli ára. Talið er að 7,5 prósent mannfjöldans hafi gengið þau
svipugöng að þiggja mat til jólahaldsins en margir þurfandi sitja þó heima.
SVIPUGÖNG Svörtustu spár hjálparsamtaka fyrir þessi jól virðast hafa ræst og aldrei
hafa fleiri leitað aðstoðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SPURNING DAGSINS
SUÐUR-KÓREA, AP Suður-Kóreuher
hótaði Norður-Kóreu hörðum
refsingum geri her norðanmanna
árás í framhaldi af heræfingum
sunnanmanna í gær.
Mikil spenna hefur tengst her-
æfingum Suður-Kóreu síðustu
vikurnar, sérstaklega eftir að
Norður-Kóreuher gerði harða
árás á eyjuna Yeonpyeong í beinu
framhaldi af heræfingum þar
fyrir mánuði.
Árásirnar kostuðu fjögur
mannslíf og ollu bæði skelf-
ingu íbúanna og miklum eigna-
skemmdum á eyjunni.
„Við munum algjörlega refsa
óvininum ef hann ögrar okkur
aftur eins og með sprengjuárás-
unum á Yeongpyeong-eyju,“ sagði
Ju Eun-sik, yfirmaður í suður-
kóreska hernum.
Suður-Kóreuher hefur haldið
47 heræfingar á þessu ári, en
æfingin í gær átti að vera sú
stærsta sem nokkru sinni hefur
verið haldin.
Löndin tvö eiga tæknilega enn
í stríði, þótt Kóreustríðinu hafi
lokið með vopnahléi fyrir meira
en hálfri öld.
- gb
Mikil spenna vegna heræfinga Suður-Kóreu við landamæri Norður-Kóreu:
Suður-Kórea hótar öllu illu
TÍNIR OSTRUR Á YEONGPYOENG-EYJU
Daglegt líf gekk sinn vanagang meðan
undirbúningur að heræfingum stóð yfir
á herskipunum fyrir utan.
NORDICPHOTOS/AFP
„Lilja, er fornleifafræði á leið
á safnið?“
„Nei, við söfnum liði og látum ekki
leggja hana á hilluna.“
Lilja Björk Pálsdóttir er formaður félags
íslenskra fornleifafræðinga. Fjárveitingar
til fornleifarannsókna hafa skroppið
mikið saman á undanförnum misserum
og fornleifafræðingar hafa áhyggjur af
framtíð greinarinnar.
HJÁLPRÆÐISHERINN Gistiheimili Hjálp-
ræðishersins við Kirkjustræti.
HJÁLPARSTARF Tvær hjálparstofnan-
ir, Samhjálp og Hjálpræðisherinn,
bjóða þeim sem lítið hafa umleikis
að snæða hjá sér um hátíðarnar.
Kaffistofa Samhjálpar í Borgar-
túni verður opin frá tíu til tvö frá
deginum í dag og fram á jóladag.
Á hádegi alla dagana verður boðið
upp á heitan mat. Sama fyrir-
komulag verður á gamlársdag og
nýársdag. Þess á milli verður opið
frá tíu til fjögur og heitur matur
framreiddur klukkan þrjú.
Hjálpræðisherinn verður venju
samkvæmt með veglegan kvöld-
verð á aðfangadagskvöld klukkan
sex. Þá verður einnig boðið upp á
mat klukkan tvö á jóladag. Hægt
er að skrá sig í matinn í afgreiðslu
gistihúss Hjálpræðishersins. - sh
Samhjálp og Herinn:
Matur í boði
fyrir þurfandi
SAMFÉLAGSMÁL Afsláttur sundlauga Reykjavíkur
fyrir eldri borgara verður frá áramótum miðaður
við 70 ár í stað 67 ára áður.
Til þessa hóps teljast nú nær fjögur þúsund
manns á höfuðborgarsvæðinu, sem munu því þurfa
að greiða fullan aðgangseyri, eða 450 krónur, eftir
að þessi aldurshópur hafi um árabil verið undan-
þeginn gjaldi.
Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun borgarinnar er
aðeins gert ráð fyrir að velferðarsvið niðurgreiði
strætisvagnafargjöld og gjald á sundstaði fyrir 70
ára og eldri.
Í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn Frétta-
blaðsins segir að gert sé ráð fyrir að þessi niður-
skurður spari borginni um 20 milljónir króna á ári.
Ekki verður hreyft við aldursmörkum í annarri
þjónustu borgarinnar við aldraða.
Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags
eldri borgara í Reykjavík, segist óánægður með
þessa breytingu og að borgaryfirvöld séu þar á
villigötum.
„Það er erfitt fyrir fólk að setja beint út á hækk-
anir þegar maður veit að staðan er erfið, en það
er ekki sama hvernig það er gert. Þegar það er
gert með því að ákveða að eldri borgarar séu ekki
komnir í þennan hóp, finnst mér það alveg fárán-
legt.“ - þj
Hluti ellilífeyrisþega mun þurfa að greiða fullt gjald á sundstöðum borgarinnar:
Þúsundir missa afslátt í sund
FRÁ VESTURBÆJARLAUG Sundlaugar Reykjavíkur hafa hækkað
viðmiðunaraldur vegna afsláttar eldri borgara upp í 70 ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MENNTUN Magnús Árni Magnús-
son, rektor Háskólans á Bifröst,
hefur óskað eftir að láta af störf-
um um áramótin.
Bryndís Hlöðversdóttir, dósent
og deildarforseti lagadeildar við
skólann, hefur verið ráðin rektor
í hans stað. Rektorsskipti verða
formlega 5. janúar.
Magnús Árni mun snúa sér að
kennslu og rannsóknum við skól-
ann og mun gegna stöðu dósents.
Jafnframt á að efla skólann sem
sjálfstæðan háskóla og horfið frá
hugmyndum um sameiningu. - þeb
Rektorsskipti á Bifröst:
Magnús hættir
sem rektor
SAMGÖNGUR Borgaryfirvöld árétta
að með samþykkt borgarráðs í
síðustu viku um að utanríkisráðu-
neytið og flugmálayfirvöld hlutist
til um að takmarka umferð her-
flugvéla til Reykjavíkurflugvallar
er ekki lagst gegn því að erlendir
þjóðhöfðingjar komi í heimsókn
til landsins.
„Kjósi þeir hins vegar að koma
í herflugvél er það ósk borgar-
yfirvalda að flugmálayfirvöld
beini þeim til lendingar á Kefla-
víkurflugvelli sem er alþjóða-
flugvöllur,“ segir í tilkynningu. Á
Keflavíkurflugvelli sé öll aðstaða
til lendingar fyrir herflugvélar og
gætt fyllsta öryggis sem felst í því
að þeim er lagt í sérstakt stæði
langt frá öllu farþegaflugi. - shá
Þjóðhöfðingjar í herflugi:
Vilja fyrirmenni
til Keflavíkur Útlendingar veiða minna
Afli erlendra ríkja við Ísland var tæp
ellefu þúsund tonn árið 2009 miðað
við tæp 59 þúsund tonn 2008. Færey-
ingar stunduðu aðallega veiðar hér við
land á síðasta ári.
SJÁVARÚTVEGUR
Mótmæla hækkun á raforku
„Verði af fyrirhuguðum 8,3 prósent
hækkunum á gjaldskrá Rarik munu
þær koma harðast niður á íbúum
sem hafa ekki aðra hitunarmöguleika
en raforku,“ segir sveitarstjórn Skaga-
strandar sem mótmælir hækkuninni
harðlega. „Sveitarstjórn telur slíkar
hækkanir algerlega óásættanlegar og
því verri þar sem í fjárlögum er gert
ráð fyrir lækkun á niðurgreiðslu til
húshitunar.“
SKAGASTRÖND
SJÁVARÚTVEGUR Það eru afar
jákvæðar fréttir að heildar-
vísitala þorsks mældist 20 pró-
sent hærri nú en í fyrra,“ að
mati Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmda-
stjóri LÍÚ,
um niðurstöð-
ur haustralls
Hafrannsókna-
stofnunarinn-
ar sem kynntar
voru á þriðju-
dag.
Hann segir
mikilvægt að
vísitölur fyrir
árgangana frá 2008 og 2009
mældust þær hæstu frá því að
stofnmælingar að hausti hófust
árið 1996. Þessir árgangar koma
inn í viðmiðunarstofninn 2012
og 2013.
Friðrik segir vísbendingarnar
um árgangana frá 2008 og 2009
afar mikilvægar eftir sjö lélega
árganga þar á undan. - shá
Góðar fréttir af þorski:
Mikilvægt eftir
sjö mögur ár
FRIÐRIK J.
ARNGRÍMSSON