Fréttablaðið - 23.12.2010, Page 4

Fréttablaðið - 23.12.2010, Page 4
4 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi eftir að hann braust inn í sum- arbústað í maí síðastliðnum. Úr bústaðnum stal maðurinn einkum vínföngum en einnig átján karata gullhring. Maðurinn játaði sök greiðlega. Í dómnum kemur fram að hann sé fjögurra barna faðir, sem sé hættur vímuefnaneyslu og búinn að fara í meðferð. Hann er í fastri vinnu nú. Maðurinn rauf skilorð með inn- brotinu í sumarbústaðinn, sem er í Árnessýslu. Í ljósi þess var honum gert að afplána dóminn sem gera samtals átta mánuði. - jss Fjögurra barna faðir: Átta mánuðir eftir innbrot NEW YORK, AP Ein af byggingum höfuðstöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York var rýmd á miðvikudags vegna óþefs, sem virtist stafa af gasleka. Framkvæmdastjórn Samein- uðu þjóðanna hefur haft aðset- ur í húsinu, en vegna vinnu við endurbætur á húsi öryggisráðs samtakanna og væntanlegri vinnu við endurbætur á húsi allsherjarþingsins var búið að ákveða að bæði öryggisráðið og allsherjarþingið yrðu þarna til húsa tímabundið. Öryggisráðið hefur hist þar á fundum undanfarið, en allsherj- arþingið hefur ekki enn verið flutt. - gb Bygging SÞ í New York: Rýmd vegna óþefs af gasi VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 5° 0° -2° 1° 7° -1° -1° 21° 1° 15° 3° 19° -14° 0° 11° -5°Á MORGUN Stíf A-átt allra syðst annars hægari. LAUGARDAGUR Vaxandi SA-átt. 8-5 -7 -9 -8 -8 0 -10 -3 -3 1 -1 12 8 15 10 13 3 4 3 8 7 -3 -4 -5 0 0 -2 -3 -1 2 1 HVÍT JÓL VÍÐA Það eru nokkuð góðar líkur á hvítum jól- um víða um land en horfur eru á élja- gangi víða á suður- helmingi landsins á morgun og má búast við éljum í höfuðborginni annað kvöld. Vind- ur verður fremur stífur syðra en best verður veðrið fyrir norðan. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Karlmaður um þrí- tugt hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir fjölmörg brot, þar á meðal fyrir að stela sautján lyfseðlum af heimili læknis. Lyfseðlarnir voru ætlaðir til útgáfu lyfseðils- skyldra lyfja. Maðurinn er ákærður fyrir all- mörg innbrot, flest í apótek. Þá framvísaði hann nokkrum fölsuð- um lyfseðlum. - jss Ákærður fyrir mörg brot: Stal lyfseðlum og braust inn NEMANDI Menntamálaráðuneytið vinnur nú að endur- skoðun á samningi við Hraðbraut en segir að framtíð nemenda sé tryggð, hvernig svo sem fer. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, skrifaði í gær undir reglugerð um hámarks- magn trans- fitusýra í mat- vælum. Samkvæmt reglugerðinni er óheimilt að markaðs- setja matvæli sem inni- halda meira en tvö grömm af transfitusýrum í hverjum hundrað grömmum af heildar- fitumagni. Þessar reglur gilda um fitu og önnur matvæli sem innihalda fitu. Þetta á bæði við um inni- haldsefni og afleiðingar fram- leiðsluferlis. Reglugerðin gildir hins vegar ekki um transfitu- sýrur sem eru í dýrafitu. - þeb Landbúnaðarráðherra í gær: Reglugerð um transfitu í gildi JÓN BJARNASON MENNTAMÁL Menntamálaráðuneytið endurskoð- ar nú framtíð samstarfsins við Menntaskólann Hraðbraut, en þjónustusamningur við skólann rennur út sumarið 2011. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar innan ráðuneytisins hvað varðar framtíð Hraðbrautar, en hagsmunir nemenda skólans séu hafðir í fyrirrúmi. „Nemendur skólans munu hafa áframhald- andi tækifæri til þess að ljúka námi sínu,“ segir Elías. „Við erum að skoða samningana við Hrað- braut og endanlegar ákvarðanir munu liggja fyrir fljótlega eftir áramót.“ DV fjallaði um málið í blaði sínu í gær, þar sem fram kom að Hraðbraut myndi loka og ráðuneytið hefði nú þegar ákveðið að endur- nýja ekki þjónustusamninginn. Elías segir DV fara með rangt mál, engar ákvarðanir hafi verið teknar í málinu. Er þetta í ljósi skýrslu Ríkisendurskoðunar og menntamálanefndar Alþingis um fjármál skól- ans, þar sem fram kom að eigendur höfðu greitt sér út arð fyrir rekstur, þrátt fyrir að skólinn hafi aldrei skilað hagnaði. Þá hafi ráðuneytið ofgreitt eigendum skólans og ekki gert úttekt á fjölda nemenda. - sv STJÓRNMÁL Útgjöld ríkisins til til- tekinna velferðarmála verða hærri á næsta ári en var árið 2007. Samanburður sem gerður var í fjármálaráðuneytinu á fjárlaga- frumvörpum áranna 2007 og 2011 leiðir þetta í ljós. Í honum er ekki tekið tillit til breytinga sem urðu á frumvörpunum í meðförum þings- ins. Um er að ræða útgjöld til líf- eyristrygginga, sjúkratrygginga, atvinnuleysistrygginga, framhalds- skóla og háskóla. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2007 námu útgjöld til þessara málaflokka tæplega 90 milljörðum króna. Var það 6,84 prósent af vergri lands- framleiðslu þess árs. Í frumvarpi næsta árs voru rúm- lega 126 milljarðar ætlaðir til áður- greindra málaflokka. Það eru 7,76 prósent af landsframleiðslu. Sé fjárhæðin frá 2007 núvirt nemur hún 120 milljörðum króna. Útgjöld til allra málaflokkanna hafa hækkað nokkuð í krónum talið en standa svo að segja í stað sé miðað við hlutfall af vergri lands- framleiðslu. Mesti munurinn er á útgjöldum til atvinnuleysistrygg- inga en þau hafa hækkað um 20 milljarða milli áranna. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa útgjöld til sjúkratrygginga og háskóla hækkað en lækkað til líf- eyristrygginga og framhaldsskóla. Verg landsframleiðsla árið 2007 var 1.308 milljarðar króna en er áætluð 1.628 milljarðar á næsta ári. Vaxtagjöld ríkisins hafa vaxið gríðarlega á milli áranna 2007 og 2011. Fyrrnefnda árið voru þau tæpir sautján milljarðar króna, 1,28 prósent af vergri landsframleiðslu, en á næsta ári munu þau nema 75 milljörðum króna og vera 4,61 pró- sent af landsframleiðslu. bjorn@frettabladid.is GENGIÐ 22.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,2599 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,57 117,13 180,40 181,28 153,15 154,01 20,55 20,67 19,492 19,606 17,092 17,192 1,3955 1,4037 178,37 179,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Síðasti hluti setningar sem höfð var eftir Svandísi Svavarsdóttur umhverf- isráðherra féll niður í umfjöllun um drög að frumvarpi um breytingar á náttúruverndarlögum í Fréttablaðinu í gær. Setningin er svona: „Við höfum ekki haft þær valdheimildir sem hefur þurft til að grípa inn í slíkar fram- kvæmdir þótt um sé að ræða svæði sem eru vernduð samkvæmt lögum eða eru á náttúruminjaskrá.“ LEIÐRÉTTING Meira í velferðarmál á næsta ári en 2007 Hærra hlutfalli af landsframleiðslu verður varið til velferðarmála á næsta ári heldur en gert var 2007. Útgjöld til málaflokksins eru líka hærri í krónum talið. 2007 Árni Mathiesen lagði fram fjár- lagafrumvarp ársins 2007. Við kynningu þess sagði hann stöðu ríkissjóðs vera að styrkjast. Það gæfi aukna möguleika á að gera ýmsa hluti. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir 15,5 milljarða afgangi. 2011Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra lagði fram frumvarp næsta árs í október síðastliðnum. Kallaði hann frumvarpið hin eiginlegu hrunfjárlög. Í því var gert ráð fyrir 36 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ráðuneytið segir að óvíst sé með áframhaldandi samstarf við Menntaskólann Hraðbraut: Námslok verða tryggð hjá nemendum OPIÐ TIL 22.00 Í KVÖLD AÐFANGADAG 10.00–12.00 – FULLT HÚS JÓLAGJAFA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is Útgjöld til velferðarmála hafa aukist 2011 2007 % ■ Lífeyristryggingar ■ Sjúkratryggingar ■ Atvinnuleysistryggingar ■ Framhaldsskólar ■ Háskólar 0 1 2 3 4 5 6 7 8 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2011 2007 % ■ Samtals ■ Vaxtagjöld Ríkisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Vaxtagjöld og velferðarútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.