Fréttablaðið - 23.12.2010, Side 6

Fréttablaðið - 23.12.2010, Side 6
6 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Ekki hefur verið ein- drægni í þingflokki VG um þrjú veigamikil frumvörp ríkisstjórn- arinnar. Tveir, þrír og fimm þingmenn hafa greitt atkvæði gegn þeim málum og tveir og þrír greiddu atkvæði með tillögu frá stjórn- arandstöðu um að tveimur mál- anna yrði vísað í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í desember í fyrra voru greidd atkvæði um Icesave-lög. Stein- grímur J. Sigfússon, fjármála- ráðherra og formaður VG, flutti frumvarpið. Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson greiddu atkvæði gegn því en málið var samþykkt með 33 atkvæðum. Þráinn Bertelsson, sem þá var þingmaður utan flokka, greiddi atkvæði með frumvarpinu. Pétur Blöndal bar upp tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hún var felld. 30 voru með en 33 á móti. Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir voru samþykk tillögunni. Í júlí í fyrra kom tillaga Össur- ar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið til atkvæða- greiðslu. Hún var samþykkt með 33 atkvæðum. 23 þingmenn stjórn- arandstöðunnar sögðu nei, sem og fimm þingmenn VG. Þrír þing- menn Framsóknar, einn sjálf- stæðismaður og Þráinn greiddu atkvæði með tillögunni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var annar þeirra. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins báru upp til- lögu um að málið færi í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hún var felld með 32 atkvæðum. Auk stjórnarand- stæðinga sögðu Ásmundur Einar, Guðfríður Lilja og Lilja Rafney Magnúsdóttir já. Sem kunnugt er sátu þrír þing- menn VG, Atli Gíslason, Ásmund- ur Einar og Lilja Mósesdóttir, hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög í síðustu viku. Fjárlagafrumvarpið er lagt fram af fjármálaráðherra. 32 þingmenn sögðu já en 31 þing- maður sat hjá. bjorn@frettabladid.is Alltaf einhver í VG á móti í stórum málum Tveir, þrír og fimm þingmenn VG hafa greitt atkvæði gegn þremur veigamikl- um stjórnarmálum. Málin höfðu meirihluta. Tveir og þrír hafa greitt atkvæði með tillögum stjórnarandstöðu um þjóðaratkvæði um veigamikil mál. Icesave Samþykkt með 33 atkvæðum sögðu nei Tillaga stjórnarandstöð- unnar um þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave Felld sögðu já ESB-viðræður Samþykkt með 33 atkvæðum sögðu nei Tillaga stjórnarandstöð- unnar um þjóðaratkvæða- greiðslu um ESB-viðræður Felld sögðu já Fjárlög 2011 Samþykkt með 32 atkvæðum sögðu nei Atkvæði VG-þingmanna gegn stjórninni í veigamiklum málum Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. ENDURVINNSLA Sjálfboðaliðarnir hafa meðal annars kennt fólki að gera veski úr notuðum mjólkurfernum. MYND/SEEDS SAMFÉLAGSMÁL Tæplega 60 erlendir sjálfboðaliðar frá nítj- án þjóðríkjum hafa starfað sem sjálfboðaliðar við ýmis konar mannúðarmál á aðventunni. Þeir sem hafa átt leið um Laugaveginn undanfarið hafa eflaust rekist á sjálfboðaliðana, sem hafa gefið köldum vegfar- endum heitt súkkulaði og safn- að um leið fé fyrir Rauða kross Íslands. Búist er við mikilli ásókn í heitu drykkina á Þorláksmessu. Sjálfboðaliðarnir, sem eru hér á landi á vegum sjálfboðaliða- samtakanna SEEDS, hafa einnig aðstoðað við matarúthlutanir, á jólamarkaði Sólheima og víðar. - bj Sjálfboðaliðar frá 19 löndum: Mannúðarmál á aðventunni Dómur fyrir kannabisræktun Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir kannabisræktun. Hann hafði í fórum sínum 80 kannabisplöntur og um 37 grömm af kannabis. LÖGREGLUMÁL Fundu 90 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðar- húsnæði í Hafnarfirði um helgina. Við húsleit fundust 90 kannabisplöntur og ýmiss konar búnaður sem tengist kannabisræktun. Karl á fertugsaldri var handtekinn og játaði sök. FÉLAGSMÁL Bjarki Steingrímsson, stjórnarmaður í VR, segir Stef- án Einar Stefánsson, siðfræðing og forstöðumann Hins íslenska Biblíufélags, nota skrifaðstöðu í Hallgrímskirkju til sinna eigin afnota. „Óska ég eftir að háttvirtur bisk- up Íslands hr. Karl Sigurbjörns- son hlutist til um að settar verði skýrar reglur um afnot starfsfólks kirkjunnar á eignum okkar sókn- arbarna. Að Hallgrímskirkja skuli vera vettvangur lítils hóps aðila sem undirbúa að fella sitjandi for- mann VR og minnihluta stjórnar félagsins er harmleikur,“ segir Bjarki í bréfi til biskups. Stefán Einar er bæði guðfræð- ingur og siðfræðingur. Hann er félagsmaður í VR og hefur að eigin sögn undanfarið aðstoðað félagið vegna ósættis innan stjórnar þess. Nú er svo komið að hann segist íhuga framboð til formanns stjórn- arinnar á aðalfundi í vetrarlok. Stefán segir grátlegt að Hall- grímskirkja og biskupinn skuli dregin inn í umræðuna um málefni VR. „Ég er búinn að svara þessu gagnvart biskupi og það er alveg samhljómur milli okkar í þessu máli,“ segir Stefán um notkunina á skrifstofunni í Hallgrímskirkju. „Ég kalla hingað oft til fund- ar við mig fólk sem ég sinni ráð- gjafaverkefnum fyrir. Ég kalla líka hingað nemendur mína sem ég kenni við háskólana tvo. Það hentaði mér þennan dag að hitta þar fólk sem hefur miklar áhyggj- ur af þróun mála í VR. Mig reynd- ar grunaði strax að óheilindafólk myndi reyna að draga þetta inn í umræðuna þannig að ég flutti fundinn annað um leið og ég átt- aði mig á þeirri hættu,“ segir Stef- án Einar. - gar Stjórnarmaður í VR sakar hugsanlegan formannsframbjóðanda um siðleysi: Hafnar ásökun um misnotkun kirkju STEFÁN EINAR STEFÁNSSON Forstöðu- maður Hins íslenska Biblíufélags segist sinna ýmsum ótengdum verkefnum á skrifstofu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BRETLAND Svartsýnin ræður enn ríkjum meðal auðugustu þjóða heims, en íbúar upprennandi efnahagsvelda á borð við Kína, Indland, Rússland og Brasilíu eru hins vegar nokkuð bjartsýnir á horfurnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun, sem Gallup gerði meðal 64 þúsund manna í 53 löndum. Breska útvarpið BBC skýrir frá þessu á fréttasíðum sínum. Að meðaltali telja 30 prósent svarenda að næsta ár verði ár velfarnaðar, 28 prósent telja að ástandið versni, en 40 prósent telja ástandið verða svipað. - gb Upprennandi ríki bjartsýn: Svartsýni ríkir meðal auðríkja DANMÖRK Troels Lund Poulsen, skattamálaráðherra Danmerk- ur, krefst nú upplýsinga um það, hvaða embættismenn í ráðuneyti hans vissu um ólöglegar skatt- heimtur danskra sveitarfélaga. Fyrir nokkrum vikum upp- götvaðist að hundruð þúsunda danskra húseigenda höfðu um árabil borgað sveitarfélögunum of háan eignarskatt. Sveitarfélög- in höfðu ekki veitt skattgreiðend- um þá frádrætti, sem þeim bar lögum samkvæmt. Ljóst þykir að endurgreiða þarf um það bil milljarð danskra króna til skattgreiðenda. - gb Danskir skattgreiðendu: Húseigendur fá endurgreiðslu Hreppsnefnd Hrunamannahrepps mótmælir harðlega hvers konar hugmyndum um gjaldtöku í formi vegatolla á Suðurlandsvegi. Vegurinn sé lífæð Suðurlands við höfuðborgar- svæðið og hafi áhrif á allt mannlíf og atvinnulíf á Suðurlandi. HRUNAMANNAHREPPUR Vegatollar sagðir valda tjóni UMHVERFISMÁL Rangárþing eystra hyggst setja upp útsýnispall ofan og austan við Skógafoss. Jafnframt á að koma fyrir göngutröppu við Seljalandsfoss. „Gróðurfar hefur látið stórlega á sjá á undanförnum árum og með útsýnispallinum skal reynt að draga úr þeirri þróun um leið og ferða- mönnum er gefið einstakt tæki- færi til þess að upplifa þennan foss ofan frá. Um leið er dregið úr þeirri hættu sem í dag stafar frá svæðinu og þá fyrst og fremst frá einstig- um sem leiða fram á klettanibbur við fossinn,“ segir í umsókn Rang- árþings eystra til Umhverfisstofn- unar. Útsýnispallurinn á að rúma þrjá- tíu til fjörtíu manns og snúa þannig að hann sé í hvarfi þegar horft er á Skógafoss neðan frá. Umhverf- isstofnun samþykkti pallinn með þessu skilyrði. Að auki á pallurinn að vera þannig að hægt sé að fjarlægja hann án sýnilegra ummerkja. Sveitarfélagið vill einnig setja upp göngutröppu við Seljalandsfoss. Afgreiðsla þess erindis hefur ekki borist sveitarstjórninni. Trappan á að draga úr slysahættu. - gar Umhverfisstofnun samþykkir uppsetningu útsýnispalls ofan við Skógafoss: Leyfa útsýnispall sem má ekki sjást SKÓGAFOSS Hættuleg einstigi sem leiða fram á klettanibbur skapa hættu við Skóga- foss segir sveitarstjórn Rangárþings eystra sem ætlar að byggja þrjátíu til fjörutíu manna útsýnispall ofan við fossinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fylgdist þú með tunglmyrkvanum? JÁ 59% NEI 41% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þekkir þú einhvern sem þurfti að leita til hjálparsamtaka í desember? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.