Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 12
 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Flottur sími með 2 megapixla myndavél, útvarpi með innbyggðum FM móttakara og netvafra. Býður upp á flýtileiðir á helstu vefsamfélög, m.a. Facebook og Twitter. LG Cookie Fresh 0 kr. útborgun og 1.666 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 19.990 kr. Partý Alias er nú uppselt hjá okkur. Við þökkum frábærar viðtökur og hvetjum þá sem eiga spil hjá okkur að sækja þau sem fyrst í næstu verslun Vodafone. Við bjóðum áfram frábær kjör á flottum símum. Í dag er messudagur Þor- láks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands að kaþólskum sið. Þorlákur lést 23. desember 1193. Þorlákur fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð 1133. Hann lærði fyrst hjá Eyjólfi Sæmundssyni fróða í Odda og varð djákni hjá Magn- úsi biskupi Einarssyni í Skálholti aðeins fimmtán ára. Ungur var hann vígður til prests og þurfti að fá undanþágu til vígslunnar þar sem lágmarksaldur presta var 25 ár. Kom þar bæði til að Þorlák- ur þótti hæfur mjög og ágætlega lærður auk þess sem fátt var um prestsefni á Suðurlandi á þeim tíma. Bónorðið ekki borið upp Þorlákur stundaði prestskap í nokkur misseri en hélt til náms í Englandi og Frakklandi á árabil- inu 1155-1160, að því að talið er. Eftir heimkomuna eggjuðu frændur hans hann að biðja sér virðulegrar ekkju, sem bjó í Háfi í Rangárþingi. Þorlák- ur hélt þangað en áður en bónorðið var upp borið birtist honum í draumi maður sem mælti: „Veit eg, að þú ætlar þér hér konu að biðja, en þú skalt það mál eigi upp láta koma, af því að það mun eigi ráðið verða, og er þér önnur brúður miklu æðri huguð, og skaltu engrar annarrar fá.“ Þorlákur bað ekki ekkjunnar né annarrar konu um ævina. Lækningamáttur Þorlákur var í sex vetur prestur í Kirkjubæ á Síðu en tók árið 1168 þátt í að stofna Þykkvabæjar- klaustur í Álftaveri. Var hann þar príor í fyrstu en síðar ábóti. Hermt er að eftir blessun Þorláks og yfirsöngva hafi fólk orðið heilbrigt og búfé læknaðist af vatns- vígslum hans. Biskup 1174 var Þorlákur kjörinn biskup á Alþingi. Var hann vígður fjórum árum síðar í Niðarósi. Þorlákur var fylginn sér í embætti, hann vildi efla kirkjuvald og deildi um það við veraldlega höfð- ingja. Hann gekk ríkt eftir siðferðismálum og reyndi að bæta siðu bæði presta og almenn- ings. Þá bannaði kirkjan í hans biskupstíð að goð- orðsmenn fengju prest- vígslu. (Goðorð var stjórnsýslueining og goðorðsmenn sátu á Alþingi auk þess að fara með fram- kvæmdar- og dóms- vald). Dýrlingur Í Þorláks sögu hinni elstu er sagt frá daglegum háttum Þorláks. Var hann vanafastur mjög og söng til dæmis sömu sálmana við daglegar athafnir eins og að klæðast og afklæðast. Þorlákur lést 23. desember 1193 eftir þriggja mánaða veikindi. Hann var tekinn í dýrlingatölu á Íslandi og áheit á hann leyfð árið 1198. Messudagar hans eru tveir: dánardagurinn og 20. júlí. Heilagur Þorlákur þótti vera dýrlingur alls almennings og bera hag snauðra fyrir brjósti ekki síður en efnaðra. Hann „lagði mikla stund á að elska fátæka menn. Klæddi hann kalna en fæddi hugraða …,“ var um hann sagt. Jóhannes Páll páfi II. útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands árið 1984 og er hann verndari Kristskirkju í Reykjavík. Í kaþ- ólskum sið voru yfir 50 kirkjur helgaðar honum á Íslandi. Þorlákshöfn er að líkindum við hann kennd. Samantekt af umfjöllun um Þorlák helga á Wikipediu. Helstu heimildir þar eru Þorláks saga hin yngri og Þorláks saga hin elsta. „Lagði mikla stund á að elska fátæka menn“ KRISTSKIRKJA Þorlákur helgi er verndari kirkju kalþólskra í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kristjana Hrund Bárðardóttir og Guðmundur Daðason báðu Vísindavefinn um að svara hvers vegna skata er borðuð á Þorláksmessu. Árni Björnsson svaraði. Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræs- ingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks. Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þorlák sem dýrling. Þó var fólki stundum leyft að bragða aðeins á jólahangikjötinu ef það var soðið á Þorláksmessu. Aðalreglan var samt sú að borða lélegt fiskmeti á þessum degi, en misjafnt var hvað hentaði best á hverj- um stað. Á Suðurlandi var sumstaðar soðinn horaðasti harðfiskurinn og frá Vopnafirði er þessi vísa til marks um mataræðið: Á Þorláksdag í matinn minn morkinn fékk ég hákarlinn harðan fiskinn hálfbarinn og hákarlsgrútarbræðinginn. Um þetta leyti árs veiddist skata einkum á Vestfjarða- miðum. Hún þótti enginn herramannsmatur ótilhöfð og var því algengur Þorláksmessumatur á þeim slóðum. Í aldanna rás tókst Vestfirðingum á hinn bóginn að tilreiða úr skötunni mikið ljúfmeti eins og skötustöppuna, og mörgum þótti það óbrigðult merki þess að jólin væru í nánd þegar lykt tók að berast af skötustöppu. Eftir því sem leið á 20. öld flykktist fólk úr öllum byggðarlögum á suðvesturhorn landsins, Vestfirðingar ekki síður en aðrir. Þeir söknuðu Þorláksmessuskötunnar og margir reyndu að útvega sér hana úr heimahögum. Smám saman smitaði þessi venja þeirra út frá sér og eftir miðja öldina fóru margar fiskbúðir á höfuðborgarsvæð- inu að hafa skötu á boðstólum í desember. Fyrir um aldarfjórðungi fóru svo nokkur veitingahús að bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu og þar með varð þetta tíska. Þorláksmessuskata er með öðrum orðum ævagömul á Vestfjörðum en ekki nema nokkurra áratuga gömul á Reykjavíkursvæðinu. Alþekkt er í heiminum að matréttir sem upphaflega urðu til vegna fátæktar eða skorts á framboði þykja seinna lostæti. Ástæðan er oft það nostur sem hafa þurfti við matreiðsluna til að gera hráefnið gómsætt. Þetta á til dæmis við um ýmsa franska skelfisks- og sniglarétti. Fyrir utan skötuna má á Íslandi nefna laufa- brauðið sem þurfti að vera örþunnt vegna mjölskorts á 17. og 18. öld, og rjúpuna sem upphaflega var jólamatur þeirra sem ekki höfðu efni á að slátra kind. Heimild: Vísindavefurinn Sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum FRÉTTASKÝRING: Hver var þessi Þorlákur og af hverju borðar fólk skötu í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.