Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 16
16 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR
Ýmsar breytingar verða
gerðar í sorphirðu í höfuð-
borginni á komandi árum.
Tvenns konar tunnur verða
við hvert heimili og þær
verða tæmdar á tíu daga
fresti í stað sjö.
Borgarráð hefur samþykkt breyt-
ingartillögur á sorphirðu í Reykja-
vík í hagræðingarskyni og til sam-
ræmis við stefnu borgarinnar um
að draga úr úrgangi og auka flokk-
un til endurvinnslu úrgangs.
Meðal breytinga er að á næsta
ári verður hafin söfnun á flokkuðu
sorpi við heimili í Reykjavík og
verða tvenns konar tunnur settar
við hvert heimili. Það eru ílát fyrir
sorp til endurvinnslu auk núver-
andi íláts fyrir blandað heimilis-
sorp.
Strangari lengdartakmarkan-
ir frá sorpbíl til öskutunnu verða
settar, þá að hámarki 15 metrar.
Áætlað er að um helmingur vinnu-
tíma starfsmanna við sorphirðu í
Reykjavík fari í það að ganga inn
á lóðir íbúa. Nú eru sorpílát víða
tugi metra inni á lóðum og sums
staðar bak við húsin. Telur borgar-
ráð það valda töluverðum töfum á
sorphirðu og því eru breytingarn-
ar gerðar.
Magn heimilissorps í Reykjavík
hefur minnkað um 20 prósent á síð-
ustu árum og því telur borgarráð
að breytingarnar muni hafa óveru-
leg áhrif á íbúa. Með breytingun-
um er einnig verið að samræma
höfuðborgarsvæðið við sorphirðu-
tíðni í nágrannasveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem tíu
daga millibil er algengasti biðtím-
inn. sunna@frettabladid.is
16
hagur heimilanna
Væntanlegar breytingar á sorphirðu í Reykjavík
Frá og með 1. janúar, 2011
Heimilissorp verður sótt á 10 daga fresti í stað
7 daga fresti.
Frá og með 1. apríl, 2011
Sorpílát verða sótt að hámarki 15 metra frá sorpbíl.
Hægt er að kaupa viðbótarþjónustu fyrir 4.800 krónur á
ári ef sækja þarf ílát lengra en 15 metra. Annar möguleiki
er að færa sorpílátin á losunardögum eða flytja tunnurnar
þar sem það er hægt.
Mitt ár 2011
Söfnun á sorpi til endurvinnslu hefst.
Reykjavikurborg mun bæta við endurvinnslutunnum við
hvert heimili í áföngum og er áætlað að því ljúki árið 2012.
Sorphirðugjöld munu ekki hækka. Síðar meir mun Reykja-
víkurborg kynna hvaða úrgangsflokka skuli setja í hvora
tunnu fyrir sig.
Árið 2013
Áætlanir eru um að hafin verði söfnun og vinnsla á lífræn-
um eldhúsúrgangi árið 2013. Sú söfnun kallar ekki á viðbótar-
tunnu heldur verður sérstakt ílát hengt inn í sorpílátið.
Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda-
gerðarmaður segist ekki í vafa um hver
séu hans bestu kaup. „Það var orgel sem
ég keypti á sínum tíma og skrifaði til
þess undir fyrstu víxlana á lífsleið-
inni. Á því varð til dæmis til alveg
stórbrotið orgelverk sem ég sendi inn í
samkeppni norrænna ungtónskálda.“
Friðrik segir þennan kostagrip enn
vera til og hann taki enn í það þó
að það hafi verið minna um slíkt í
seinni tíð.
„Verstu kaupin eru svo hluta-
bréf í spænsku símafyrirtæki. Það endaði
með því að allir stjórnendur voru hand-
teknir og settir í 40 ára fangelsi fyrir
glæpastarfsemi.“
Friðrik sagði að þegar illa gekk hjá fram-
leiðslufyrirtækinu Hugrenningi hafi þeir
farið út í að tippa á fótbolta, en 20 árum síðar
hafi Íslenska kvikmyndasamsteypan leitað á
hlutabréfamarkaðinn í sama tilgangi. „Mark-
aðurinn var reyndar mjög góður á þeim tíma.
Það var verið að gefa símamarkaðinn frjáls-
an þannig að þarna var hagnaðarvon. Svo
reyndust þetta bara vera glæpamenn.“
Neytandinn: Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri
Orgel bestu kaupin
Tvenns konar tunnur
verða við hvert hús
URÐUNARSTAÐUR Á ÁLFSNESI Heimilissorp íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað um 20 prósent á síðustu árum, sam-
kvæmt umhverfissviði Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Neytendastofu hafa borist ábendingar undanfarið
um bönd sem eru hættuleg börnum. Annars
vegar er um að ræða bönd á blöðrum, en
ábending barst um barn sem var hætt
komið vegna þess blaðra hafði verið bundin
við rúm þess og barnið náði að vefja bandið
utan um hálsinn á sér. Á blöðrum sem seldar
eru á skemmtunum og hátíðum er stundum
áföst snúra sem er sterk og erfitt að slíta. Oft
eru böndin fest við úlnliði barna eða kerrur og
getur það gerst að börnin vefji þeim um hálsinn á
sér. Neytendastofa bendir foreldrum og forráðamönn-
um barna á að blöðrur ætti alls ekki binda við vöggu,
rúm eða handleggi barna eða þar sem börn eru að leik
án eftirlits. Hin tegund varasamra banda eru svokallaðar
snuðkeðjur, en Neytendastofu hefur borist ábending frá
eftirlitsstofnun í Danmörku sem lét prófa 28 snuðkeðjur
þar sem einungis ein tegund uppfyllti öryggiskröfur.
Helsta ástæðan fyrir því að snuðkeðjur uppfylltu ekki
allar kröfur var sú að bandið var of langt og því hætta á
að barnið vefji því um hálsinn á sér og getur það valdið
köfnunarhættu.
■ Öryggismál
Hættuleg bönd fyrir börn
78.029 KRÓNUR er sú upphæð sem meðalheimili eyddi í sykur, súkkulaði og annað sælgæti á síðasta ári samkvæmt vef Hagstofu Íslands.
Flugfélög bæta aðeins fyrir sumar skemmdir sem verða á innrituð-
um ferðatöskum og farangri. Icelandair axlar ekki ábyrgð á minni
háttar skurðum, rispum eða dældum. Né á hlutum sem
standa út úr ferðatöskum eins og útdraganlegum hand-
föngum, hjólum, ólum og töskukerrum. Einungis er tekin
ábyrgð á því ef töskurnar sjálfar skemmast; brotna eða rifna,
og þá við óvarlega meðferð starfsfólks. Flugfélagið tekur
enga ábyrgð á verðmætum hlutum í innrituðum farangri. Ef
farþegi flugfélaga tekur eftir skemmdum á ferðatösku sinni
skal hann þó fara á þjónustuborð og fylla út tjónaskýrslu
eða hringja í þjónustueftirlitið á milli klukkan 14.00 og 16.00
virka daga í síma 505 0676.
■ Ferðalög
Fæstar skemmdir á farangri bættar
Fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 Borgartún, kt. 610510-9810,
hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta í
NASDAQ OMX Iceland hf. Rekstraraðili útgefanda er
Stefnir hf.
Skuldabréfin eru að nafnvirði 2.830.000.000 kr. og voru gefin út
29. júní 2010. Auðkenni flokksins í NASDAQ OMX Iceland hf.
verður LFEST1 10 1. Skuldabréfin verða tekin til viðskipta í
NASDAQ OMX Iceland hf. þann 27. desember 2010.
Skuldabréfin eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs með
grunnvísitölu 363,8 í júní 2010 og bera 4,70% vexti. Höfuðstóll
skuldarinar og vextir greiðast með 136 jöfnum greiðslum
(annuity) í fyrsta sinn 20. september. 2010 og á þriggja mánaða
fresti þar á eftir. Vextir greiðast fjórum sinnum á ári á sömu
dögum og afborganir, 20. mars, 20. júní, 20. september og 20.
desember. Fyrst 20. september 2010 og síðast þann 20. júní
2044. Útgefanda er heimilt að greiða skuldina upp hraðar eða
að fullu frá og með 20. júní 2015 til 20. mars 2020 á
gjalddögum útgáfunnar. Útgefandi skal greiða sérstakt
uppgreiðslugjald sem nemur 1,5% af uppreiknaðri fjárhæð
þeirrar afborgunar, sem greidd er umfram hina samnings-
bundnu afborgun á viðkomandi gjalddaga. Frá og með 20. júní
2020 hefur útgefandi heimild til uppgreiðslu án greiðslu
uppgreiðslugjalds.
Lýsinguna er hægt að nálgast á skrifstofu útgefanda í
Borgartúni 19, 105 Reykjavík í eitt ár frá birtingu hennar.
Umsjónaraðili töku skuldabréfanna til viðskipta er Lögfræðisvið
Arion banka hf.
Reykjavík, 23. desember 2010
Allt að 122 prósenta verðmunur var
á hamborgarahrygg með beini þegar
verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í sjö
lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum
í Reykjavík og Akureyri á mánudaginn síð-
astliðinn. Kannað var verð á 46 algengum
matvörum sem eru til í eldhúsum lands-
manna yfir hátíðarnar.
Bónus var oftast með lægsta verðið í 27
tilvikum af 46 en í 15 tilfellum var um eða
undir 2 krónu verðmunur á Bónus og Krónunni. Nóatún var með hæsta verðið í
19 tilvikum, en Samkaup-Úrval var næst oftast með hæsta verðið í 15 tilvikum.
■ Verðkönnun
Allt að 122 prósenta verðmunur á hrygg