Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 28
Tíu ferðaþjónustubæir hlutu viðurkenningar eftir hulduheim- sókn. Á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin var nýverið voru veittar viðurkenningar til tíu ferðaþjónustubæja sem tóku þátt í samstarfsverkefni Ferðaþjón- ustu bænda og Better Busi ness síðastliðið sumar. Samstarfið fólst í svokölluðu hulduheimsókn- um eða Mystery Shopper, á vegum ráðgjafarfyrirtækisins Better Business. Hulduheimsóknin fer þannig fram að ákveðinn aðili, sem er eins og hver annar gestur, metur staðinn eftir dvölina og er þá farið yfir hvern þátt dvalarinnar eins og þjónustu, aðbúnað og upplifun. Gefnar eru einkunnir og umsagnir bæði fyrir einstaka þætti og heildareinkunn. Að þessu sinni fengu tíu bæir mjög góða heildareinkunn. ● Ensku húsin í Borgarfirði ● Hótel Núpur í Dýrafirði ● Heydalur í Mjóafirði ● Dæli í Víðidal ● Engimýri í Öxnadal ● Skjaldarvík í Eyjafirði ● Öngulsstaðir í Eyjafjarðarsveit ● Brunnhóll á Mýrum ● Hestheimar í Rangárþingi ● Smáratún í Fljótshlíð Hulduheimsóknir á íslenska bæi Frá Hestheimum. Anna Dröfn frá Ensku húsunum, Lea Helga og Marteinn frá Hestheimum, Stella í Heydal, Guðmundur á Hótel Núpi í Dýrafirði, Sigurlaug á Brunnhóli og Sigrún á Dæli í Víðidal. Aðrir bæir sem fengu viðurkenningu eru Engimýri, Skjaldarvík, Öngulsstaðir og Smáratún. Frakkland er vinsælasta ferðamannalandið annað árið í röð samkvæmt vefsíðunni turisti.is. Hátt í áttatíu milljónir manns komu þangað í ár. Í öðru sæti eru Bandaríkin og Spánn í því þriðja. Hápunktur gleðinnar er heimsókn tenóranna þriggja í Jólabænum á Hljómalindarreit þegar þeir Jóhann Friðgeir, Garðar Thor og Gissur Páll stíga á svið Jólabæjarins klukkan 21 á eftir Retro Stefson sem hefur leik klukkan 20. Þrír kórar Margrétar Pálmadóttur söng stjóra, Cantabile, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox Feminae, munu syngja saman frá klukkan 16 til 18.30 á Ingólfstorgi, Lækjartorgi, í Bankastræti, Jólabænum, Kjörgarði, efst á Laugavegi og nokkrum stöðum við Skólavörðustíg. Þá mun trúbador- inn Svavar Knútur leika á sömu stöðum frá klukkan 16 og Ástvaldur Traustason þenur harmóníkuna milli klukkan 14 og 16 við Geysi á Skólavörðustíg. Grýla og Randur mæta í Jólabæinn klukkan 16.30 og Hurðaskellir og bræður hans verða þar hrókar alls fagn- aðar og taka mót gestum á milli þess sem þeir heilsa vegfarendum. Dagskránni lýkur klukkan 23, en þá loka flestar verslanir miðborgarinnar og Jólabæjarins á Hljómalindarreit. Hátíðarstemning í miðborg Reykjavíkur MIKIÐ VERÐUR UM AÐ VERA Í GAMLA MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Á ÞORLÁKSMESSU ÞEGAR KÓRAR, HLJÓMSVEITIR, JÓLASVEINAR, TÖFRAMENN, HARMÓNÍKULEIKAR- AR OG FLEIRI SETJA SVIP SINN Á ÞENNAN FJÖLSKRÚÐUGA DAG FYRIR JÓL. Þótt ekki sé hún frýnileg ásýndar er Grýla örlát á knús við hugrakkar barnssálir í Jólabænum á Hljómalindarreitnum, þar sem svífa um jólafígúrur sem alla gleðja. Hér er hún í félagi við Rand úr Leitinni að jólunum sem Þjóðleikhúsið sýnir og einn af jólasveinum sínum úr fjöllunum. MYND/TOMASZ VERUSON 20% afsláttur af öllum sóttum pizzum Sími: 577-3333 Dalvegur 2, 201 Kóp. Dalshrauni 13, Hafnarfjörður Óskar öllum landsmönnum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar um leið viðskiptin á árinu sem er að líða. Opnunartími yfir hátíðarnar 24. – 25. des Lokað 26.–30. des Opið 31. des–1. jan Lokað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.