Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 32
 23. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● þorláksmessa Kampavín er konungleg gjöf og tilvalið að grípa með sér eina flösku handa þeim sem á allt. Blóm eru alltaf viðeigandi gjöf. Maður getur alltaf á sig blómum bætt, sagði skáldið og það eru orð að sönnu. Heimagert konfekt er góð gjöf og auð- velt að raða nokkrum af molunum sem þú gerðir um síðustu helgi í flotta öskju. Heimabakaðar kökur eru lúxusgjöf og búbót fyrir þá sem ekki hafa tíma eða getu til að baka sjálfir. NORDICPHOTOS/GETTY Minnisbækur eru tilvaldar gjafir. Það er ekki bara jólasveinninn sem þarf á því að halda að skrá niður hlutina. Það er óþarfi að fara á taugum og hlaupa milli búða í stresskasti á Þorláksmessukvöld þótt það uppgötvist að gleymst hafi að kaupa gjöf handa einhverjum ættingjanum. Það er hugurinn á bak við gjöfina sem skiptir máli. Hér eru hugmyndir að nokkr- um gjöfum sem örugglega gleðja, þótt ekki hafi tekið margra klukkutíma búðarráp að velja þær. - fsb Undir lok nítjándu aldar komst það til siðs að halda veislur og samsæti á Þorláksmessu, og gengu þessir mannfögnuðir ýmist undir nöfnunum jólagleði, samsæti eða Þorláksmessugildi. Var það til siðs að sýna heima- gerða leikþætti og fara með ný kvæði af ýmsum toga, oft glettin enda mikið um veisluhöld. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson er þess getið að Stúd- entafélagið í Reykjavík hafi tekið þennan sið upp árið 1894 og haldið „samsæti á Þorláksvöku“. Á þessum tíma var barátta fyrir áfengisbanni í algleymingi. Stúdentar virðast hafa verið á öndverðum meiði við bindind- ismenn í þessum efnum og sést það glögglega á vísum sem varð- veist hafa frá samsætinu. Í næsta samsæti, 1895, keyrði svo um þverbak er Hallgrímur Sveinsson biskup neitaði að sitja þeim til samlætis í samsæt- inu eftir að hafa fengið handrit kvöldsins undir hendur. Handrit- ið fékk hann frá Birni Jónssyni, eiganda Ísafoldarprentsmiðj- unnar, en þar var á blaði vísa er henti gamni að viðhorfum bæði Hallgríms, sem var annálað- ur bindindismaður, og Þorláks helga til brennivínsins. Biskup heimtaði að vísan yrði fjarlægð úr dagskránni en stúdentar sátu við sinn keip. Svo fór sem fór, vísan var flutt og olli það nokkru hneyksli. Fyrsta vers vísunnar er svo- hljóðandi (eins og hún kemur fyrir í Sögu daganna): Þorlákur biskup var blessaður kall þótt bindindi stofnsetti eigi. Hræddist ei skikkanlegt samdrykkju- svall né svolítið kátínubrall. - tg Móðgaðist þá biskup mjög Dómkirkjan eins og hún leit út um aldamótin 1900. Þar messaði Hallgrímur og barðist fyrir bindindi, mörgum stúdentum til ómældrar óánægju. MYND/SIGFÚS EYMUNDSSON Gjafir til að grípa til Falleg jólaskreyting er alltaf vel þegin og ekki spillir fyrir ef gefand- inn hefur gert hana sjálfur. ●JÓLASVEINAR Í GRINDAVÍK Lionsklúbbur Grindavíkur hefur tekið að sér umboð fyrir jólasveinana í dag og aðstoðar þá við að koma jólapökkum til bæjarbúa í Grindavík. Klúbbfélagar taka við pökkum milli klukkan 17 og 21 í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46, gegn vægu gjaldi. Pakkarnir þurfa að vera vel merktir en jólasveinarn- ir munu svo bera pakkana í hús á morgun milli klukkan 10 og 13. Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 ★Gjafabréf frá IÐU á alltaf erindi★ Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Opið frá 9 til 16 á aðfangadag Kemur út 29. desember Áramót Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Benedikt Freyr • benediktj@365.is • Sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • Sími 512 5439 Sigríður Hallgrímsdóttir • sigridurh@365.is • Sími 512 5432
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.