Fréttablaðið - 23.12.2010, Side 33

Fréttablaðið - 23.12.2010, Side 33
þorláksmessa ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 5 Íslenskir friðarsinnar efna til blys- farar niður Laugaveg á Þorláks- messu, eins og undanfarna þrjá áratugi. Í hugum margra er frið- argangan ómissandi þáttur í und- irbúningi jólanna og æ fleiri taka sér hlé frá jólatiltekt og innkaup- um til að styðja kröfuna um frið í heiminum. Safnast verður saman á Hlemmi, þaðan sem lagt verður af stað stund- víslega klukkan 18. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og kyndlar seld- ir á Hlemmi áður en gangan legg- ur af stað. Í lok göngunnar verð- ur stuttur fundur á Ingólfstorgi, þar sem farið verður með ávörp og söngfólk Hamrahlíðarkórsins og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur, eins og í göngunni sjálfri. Friðargöngur eru einnig gengnar á Akureyri og Ísafirði. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti og út á Ráðhústorg klukkan 20 og á Ísafirði lagt af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og gengið niður á Silfurtorg þar sem hefðbundin dagskrá verður með tónlist, ljóðum og mæltu máli. Alls staðar minna friðarsinnar á að stöðugt berast fregnir af ofbeld- isverkum þjóða á milli og innan samfélaga, og að óheyrilegum fjár- hæðum er enn sóað í vígvæðingu. - þlg ● ÞORLÁKSTÓNLEIKAR ÁRSTÍÐA fara fram í Fríkirkj- unni í kvöld klukkan 22. Með- limir hljómsveitarinnar spila jólalög sem þeim eru kær, auk valinna laga af frumburði sveit- arinnar sem kom út á síðasta ári. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Meðlimir Árstíða hafa ekki setið auðum höndum á árinu. Þeir fóru í tónleikaferð til Svíþjóðar og bættu svo í og fóru til Rússlands. Önnur plata sveitarinner er einnig langt komin og hugsanlega frumflyt- ur hún einhver lög af henni í kvöld. Hverju sem því líður lofa Árstíðir ósvikinni jólastemningu í Fríkirkjunni í kvöld. Það færir notalega ró í hjörtu fólks að taka þátt í friðargöngum Þorláksmessu og eru þær ómissandi þáttur í jólahaldi margra. Gengið inn í ljós og frið Rokkkóngurinn Bubbi Morthens bregður ekki út af jólavenjum sínum þessa Þorláksmessu frekar en undanfarin tuttugu ár, þegar hann spilar af fingrum fram og lætur móðan mása fyrir áheyrend- ur árlegra Þorláksmessutónleika sinna. Tónleikarnir voru lengst af á Hótel Borg og þar á eftir á Nasa, en verða nú haldnir í annað sinn í Háskólabíói við Hagatorg. Árið 2010 skipar veglegan sess á ferli Bubba því á árinu sem senn líður í aldanna skaut fagnaði Bubbi þrjátíu ára starfsafmæli sínu. Tónleikarnir verða í beinni út- sendingu á Bylgjunni og hefjast stundvíslega klukkan 22 á Þorláks- messukvöld. - þlg Í hátíðarskap með Bubba Bubbi er ómissandi hluti af jólaskapinu hjá þúsundum aðdáenda hans og ávallt gaman að hlusta á hann í útvarpinu á Þorláksmessukvöld. Lækjargata 2a 101 R.sími 5115001 opiða alla daga 9 til 22 kr. 4.590 kr. 2.490 kr. 4.695 kr. 6.995 kr. 4.290 kr. 3.990 kr. 3.990 kr. 2.590 kr. 1.999 kr. 3.690 þessi kynningarverð gilda til 24. des. Allar JÓLABÆKUR á kynningarverði í IÐU Hinn árlegi jólamarkaður Sólheima er hjá okkur í IÐU húsinu Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgrímsson kynna nýja diskinn sinn "Let me be there" í dag kl. 14.00 og aftur kl. 17.00 Opið frá 9 til 16 á aðfangadag, 23 á Þorláksmessu kr. 2.495 nýjasta bókin frá Stephenie Meyer

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.