Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 44
28 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Charlotte Böving 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Jólin eru að koma og það er meira en nóg annað að gera hjá mér en að skrifa pistil í blað. T.d. að pakka inn gjöfum, sem er það sem við dóttir mín erum einmitt að gera. HÚN vill hafa þetta kósí stund og spjallar um allt milli himins og jarðar, en ég er hálf utan við mig. Það er að svo mörgu að huga; Gjafir, matur, tiltekt og þessi pistill sem þarf að skrifa fyrir morgundaginn. SVO spyr dóttirin allt í einu: Mamma, hvað þykir þér mikilvægast við jólin? LEYFÐU mér að hugsa, svara ég og dettur strax í hug að þetta yrði gott efni í pistil. SAMVERAN og gjafirnar, jólatréð, skrautið, maturinn, smákökurnar og svo þykir mér gott að fara í kirkju. Er eitthvað af þessu mikilvægara en annað? Jú, ég myndi heldur vilja sleppa smákökunum en matnum og frekar skrautinu en trénu. En ég myndi ekki vilja vera án gjafanna og sam- verunnar. Og mig langar ekki að velja, vegna þess að saman gera þessir hlutir einmitt jólin að jólum. Og jólin koma bara einu sinni á ári, sem er það sem gerir þau svo einstök. TÖKUM gjafirnar sem dæmi. Ég veit vel að það er mikil vinna að velja og kaupa gjafir – og að við gætum trúlega verið án stórs hluta þess sem við fáum, eða þurf- um að fara út að skipta eftir jólin. En þetta eina skipti á ári gefum við öll hvert öðru gjafir, við bæði gefum og þiggjum og í því felst fegurð. MATURINN er alveg sérstakur. Heima hjá mér borðum við alltaf kalkún. Öllum þykir hann góður og það er alltaf nógur afgangur til að borða í hádeginu á jóla- dag. Í eftirrétt fáum við rísalamand, með möndlum og rjóma. Við útbúum meira en nóg af því, til að eiga daginn eftir. ÉG elska líka hefðina fyrir jólatré: Græna tréð með lifandi ljósum, sem minnir okkur á vorið og birtuna, sem bráðum kemur aftur. ÉG gæti haldið áfram: Sagan um litla Jesúbarnið… en heyrðu nú mig, hvað varð af dóttur minni? Ég var svo upptekin að velta fyrir mér svarinu (og þar með pistl- inum) að ég tók ekkert eftir því að hún var farin. Ég finn hana liggjandi í rúminu sínu. Elsku ástin mín, hvað þykir þér mikilvæg- ast við jólin? Að vera með mömmu minni og pabba! Þar hef ég það! Hvað er mikilvægast? ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þarna nota ég sjálfan mig aftur! Hoppa inn og út úr minni eigin teiknimyndasögu og droppa vondu stöffi, aðeins vopnaður blýantinum! Hm! Snið- ugt? Geðveikt! Geturðu ekki græjað svona fyrir mig? Veru- leikinn hefði gott af smá útstrikunum! Ég skil þetta sem svo að ég ætti ekki að spyrja hvernig gekk að versla föt á drenginn. Alla vega ekki fyrr en þetta glas er orðið tómt. Maður lifandi! Það sem hann breyttist!! Ókei, ókei! Ég baðst afsökunar! Ef þú vilt fá gott ráð, þegar mamma réttir þér skál af haframjöli skaltu ekki horfa á hana og segja „Ha! Einmitt!“ Ég skal hafa það í huga. Rosalegt strokleður! Roger! Ó Roger! Tími sárs- aukans er runninn upp! GARGLH! LÁRÉTT 2. létu, 6. hola, 8. nafar, 9. kvk. nafn, 11. tveir eins, 12. flatfótur, 14. kvk nafn, 16. skóli, 17. eyja í Írlandshafi, 18. andi, 20. skóli, 21. staðarnafn. LÓÐRÉTT 1. ungur hestur, 3. í röð, 4. forskot, 5. dýrahljóð, 7. land í Evrópu, 10. írafár, 13. angan, 15. ilmur, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. op, 8. bor, 9. lóa, 11. rr, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17. mön, 18. önd, 20. fg, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. foli, 3. áb, 4. forgjöf, 5. urr, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15. angi, 16. möo, 19. dd. Oooh Jekyll læknir, þú ert nú svo sætur! Af hverju ferðu nú ekki og skiptir aðeins yfir í eitthvað þægilegra …
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.