Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 46
30 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR30
menning@frettabladid.is
Þessa dagana er verið að
leggja lokahönd á upp-
færslu á Ofviðrinu eftir
Shakespeare í leikstjórn
hins litháíska Oskaras Kor-
šunovas. Fréttablaðið leit
við í Borgarleikhúsinu og
tók Kristínu Þóru Haralds-
dóttur tali en hún fer með
hlutverk loftandans Ariel.
„Það er mjög áhugavert að fást við
Shakespeare,“ segir Kristín Þóra
Haraldsdóttir þegar hún fær síð-
búna hádegispásu frá æfingum
á Ofviðrinu eftir Shakespeare.
Þegar litið er inn í sal má sjá leik-
myndina á sviðinu, dansarar stíga
á svið þegar leikarar taka hlé, allir
eru á lokasprettinum enda stutt í
frumsýningu. „Leikstjórinn er
líka mjög fróður um Shakespeare,
verkið og karakterana í því, sem
er mjög gefandi. Ég hafði auðvitað
lært minn Shakespeare í Leiklist-
arskólanum en ekkert lagst í nein-
ar sérstakar rannsóknir þannig að
þetta hefur verið mjög lærdóms-
ríkt æfingatímabil,“ segir Krist-
ín Þóra.
Koršunovas inspírerandi
Leikstjórinn Oskaras Koršun-
ovas hefur verið í hópi fremstu
leikstjóra Evrópu síðustu ár og
er auk þess leikhússtjóri Borgar-
leikhússins í Vilníus. Kristín segir
sérlega áhugavert að vinna með
erlendum leikstjóra: „Það er mjög
inspírerandi og hvetjandi þegar
leikstjórar koma að utan. Koršun-
ovas er mikill snillingur og ég er
bara að reyna að læra eins mikið
og ég get á meðan á þessu stend-
ur,“ segir Kristín Þóra, sem fer
með hlutverk loftandans Ariel í
verkinu, andans sem Prosperó
leysir úr læðingi og lætur fram-
kvæma óskir sínar. Prosperó er
leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni,
en auk hans eru fleiri þrautreynd-
ir leikarar í uppfærslunni, Hilm-
ir Snær Guðnason, Jóhann Sigurð-
arson og Sigrún Edda Björnsdóttir
svo fáeinir séu nefndir.
„Ég álít mig mjög heppna að fá
að vinna með þeim, ég fylgist vel
með þessum reyndu leikurum til
að sjá hvernig þeir gera þetta. Svo
deili ég búningsherbergi með Sig-
rúnu Eddu og er sífellt að spyrja
hana ráða,“ segir Kristín Þóra
kímin.
Sjálf hefur hún orðið æði mikla
leikreynslu þrátt fyrir að vera
aðeins 28 ára gömul. Kristín
Þóra útskrifaðist úr Listaháskóla
Íslands árið 2007 og hefur verið
fastráðin síðan, fyrst hjá Leikfé-
lagi Akureyrar og síðan hjá Borg-
arleikhúsinu.
Einbeitt að loknu fæðingarorlofi
Á þessu leikári hefur hún farið með
stór hlutverk í Gauragangi og Fólk-
inu í kjallaranum. Í Gauragangi,
sem var frumsýndur síðasta vor
en tekinn aftur upp í haust, lék hún
Ástu, þroskahefta systur aðalsögu-
hetjunnar Orms Óðinssonar, og í
Fólkinu í kjallaranum lék hún bæði
Emblu, systur aðalsöguhetjunnar
Klöru, og dóttur hennar Nönnu.
„Það var dásamlegt að leika
Ástu, ég undirbjó mig afar vel fyrir
það hlutverk. Mér var svo mikið í
mun að gera það vel, ég vildi alls
ekki að það kæmi út eins og ég
væri að gera grín að henni, ef hún
væri fyndin þá væri það á henn-
ar forsendum. Sömuleiðis fannst
mér afar gaman að leika í Fólkinu
í kjallaranum og ekki spillti fyrir
að það var alltaf fullt hús. Leik-
hús verður auðvitað fyrst til þegar
áhorfendur koma til sögunnar,“
segir Kristín Þóra, sem þarf ekki
að kvarta yfir áhugaleysi áhorf-
enda því mjög góð aðsókn var á
bæði þessi leikrit og Fólkið í kjall-
aranum hætti reyndar fyrir fullu
húsi fyrir skömmu. Þess má einn-
ig geta að Kristín Þóra var tilnefnd
til Grímuverðlaunanna fyrir túlk-
un sína á Ástu.
„Ég naut þess mjög að leika hana,
ég fór beint í það hlutverk eftir
fæðingarorlof og ég kom mjög ein-
beitt til verks að því loknu,“ segir
Kristín Þóra. „Mér fannst ég bæði
öðlast nýja vídd sem leikari við það
að eignast barn og svo fór ég að
nýta tímann betur,“ segir Kristín
Þóra og bætir því við að það hljóti
að vera þess vegna sem hún er búin
að kaupa allar jólagjafirnar mörg-
um dögum fyrir jól. „Ég hef stefnt
að þessu í ansi mörg ár og aldrei
tekist. Núna er brjálæðislega mikið
að gera og í fyrsta sinn á ævinni er
ég búin að gera allt í tíma,“ segir
Kristín Þóra og er þar með farin
aftur á æfingu á Ofviðrinu.
LÆRIR AF REYNSLUNNI
KRISTÍN ÞÓRA HARALDSDÓTTIR Fer með hlutverk loftandans Ariel í Ofviðrinu eftir Shakespeare sem frumsýnt verður í næstu
viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÁRIÐ HJÁ
KRISTÍNU
Hlutverk Kristínar
Þóru í Ofviðrinu
er það þriðja sem
hún leikur á árinu
en hún lék einnig
í Gauragangi og
Fólkinu í kjallaran-
um. Myndirnar eru
úr verkunum.
SÍÐASTA VERK SHAKESPEARES
Ofviðrið er síðasta leikrit Shakespeares og skrifað um svipað leyti og Vetrarævintýri og
Cymbeline. Það var frumflutt 1. nóvember 1611 í Whitehall-höllinni fyrir James 1. konung
af leikhópi skáldsins, The King’s Men. Hefðin hefur verið sú að líta á verkið sem eins konar
uppgjör höfundarins við fortíðina, tregablandna og rómantíska kveðju til leikhússins og
listalífsins. Eyjuna þar sem leikurinn á sér stað er ekki að finna á neinu landakorti. Hún er
leikhúsið. Allt getur gerst á þessari leikhúseyju. Leikurinn gerist á þeim tíma sem sýningin
á sér stað, þeim tíma sem tekur leikarana að flytja verkið. Það er hlaðið meiri dulúð og
torræðari merkingum en við eigum að venjast í leikritum Shakespeares.
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur loftandann Aríel sem miðpunktur verksins, Prosperó,
vekur til lífsins. Ingvar Sigurðsson leikur Prosperó en önnur aðalhlutverk eru í höndum Láru
Jóhönnu Jónsdóttur sem leikur Míröndu dóttur Prosperós, Hilmis Snæs Guðnasonar sem
leikur Kalíban, þræl Prosperós, og Jóhanns Sigurðarsonar sem leikur Alonsó, kóng í Napólí.
Leikstjóri verksins er Oskaras Koršunovas.
12 Tónar og rekstrarfélagið Ago ehf. undirrituðu rekstrarleyfis-
samning til sjö ára í dag. Samningurinn felur í sér að 12 Tónar
verða með tónlistarverslun í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi.
Lárus Jóhannesson stjórnarformaður undirritaði samninginn
fyrir hönd 12 Tóna og Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri
fyrir hönd Ago ehf.
Verslunin 12 Tónar var stofnuð árið 1998 á Skólavörðustíg. 12
Tónar hafa einnig gefið út tónlist fjölmargra íslenskra tónlistar-
manna undir eigin merkjum.
12 Tónar í Hörpu
GRIPLA KOMIN ÚT Nýtt tölublað Griplu, alþjóðlegs fræðitímarits Árnastofnunar á sviði íslenskra og norrænna fræða, er komið út. Gripla
hefur komið út síðan 1971. Að þessu sinni birtast 11 ritrýndar greinar í Griplu, auk stuttgreinar eftir Ólaf Halldórsson um Landnám Þórólfs
Mostrarskeggs og Auðar djúpúðgu Með greinum á öðrum málum en íslensku fylgir íslensk samantekt. Ritstjóri Griplu er Gísli Sigurðsson.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Ég man þig
Yrsa Sigurðardóttir
Svar við bréfi Helgu
Bergsveinn Birgisson
Gunnar Thoroddsen
Guðni Th. Jóhannesson
Ljósa
Kristín Steinsdóttir
Furðustrandir
Arnaldur Indriðason
Hreinsun
Sofi Oksanen
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
15.12.10 - 21.12.10
Lífsleikni Gillz
Egill Einarsson
Eldað með Jóa Fel
Jóhannes Felixson
Sovét-Ísland, óskalandið
Þór Whitehead
Þóra biskups
Sigrún Pálsdóttir