Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 50

Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 50
34 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Helgi Björnsson og Just- in Bieber eiga söluhæstu plötur ársins hér á landi í innlenda og erlenda geiranum. 36 ár skilja að þessa ólíku en áhrifa- miklu söngvara. Þrátt fyrir að 36 ár skilji að popparana Helga Björnsson og Justin Bieber eiga þeir það sam- eiginlegt að eiga vinsælustu plötur ársins í innlenda og erlenda geir- anum hér á landi með samanlagt um fjórtán þúsund ein- taka sölu. Helgi og Reið- menn vindanna eiga la ngsölu- hæstu plötu ársins, Þú komst í hlað- ið, sem hefur selst í um ellefu þúsund eintökum. Söluhæsta erlenda platan er síðan My World 2.0 úr smiðju sextán ára ungstirnis- ins Biebers. Hún hefur farið í um þrjú þúsund eintökum og er sú tala í takt við hrapandi sölu á erlendum plötum und- anfarin tíu ár. Aðspurður segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, að velgengni Helga Björns hafi að hluta til komið honum á óvart. „Við gerðum svipaða plötu með honum í hittiðfyrra, Ríðum sem fjandinn. Henni gekk gríðarlega vel og er komin í kringum tíu þúsund ein- tök. Það má segja að það hafi komið á óvart að þessi skyldi gera betur,“ segir Eiður og bætir við að sér finnist nýjan platan betri en sú gamla. Samkvæmt nýjasta Tónlist- anum er plata Justins Bieber í níunda sæti yfir þær vinsælustu hér á landi og er þar með fyrsta erlenda platan í manna minnum til að komast inn á topp tíu list- ann. „Hún stefnir í þrjú þúsund og það er lang, langsöluhæsta erlenda plata ársins. Bieber er svakalega vinsæll og er fyrst og fremst að höfða til unglinga og jafnvel barna. Þessum hópi er kannski ekkert allt of mikið sinnt á plötumark- aðnum,“ segir Eiður. Næstmest selda plata árs- ins og sú langsöluhæsta fyrir jólin er Næstu jól með gröllur- unum í Baggalúti. Hún mun að öllum líkindum enda í um átta þúsund eintökum eftir að jólavertíðinni lýkur, miðað við ágisk- un Eiðs. Síð- asta jólaplata Bagga lúts, Jól og blíða, seldist einnig eins og heitar lummur fyrir fjórum árum, í níu þúsund eintökum. Um þús - und eintök hafa bæst við síðan þá. Á e f t i r Baggalúti eru nokkrar plötur í kringum fimm þúsund eintök, en það eru safnplötur Bubba, Ellýjar Vil- hjálms og Manna- korna, auk þess sem plötur Blazroca, Sig- urðar Guðmundsson- ar, Diskóeyjunnar, Hjálma og Björg- vins Halldórssonar eru á meðal þeirra sem eru skammt undan. Ef litið er á sölu- lista vekur athygli að nýjasta plata Sálarinnar, Upp og niður stigann, og tónleikaplata Hjaltalín og Sinfó, Alpanon, hafa ekki náð flugi fyrir jólin. Báðar hafa þær selst í um tvö þúsund eintökum. Síðasta plata Hjaltalín, sem reyndar var hljóðversplata, hefur selst í hátt í sjö þúsund eintökum, og síðasta hljóðversplata Sálarinnar, Undir þínum áhrifum, sem kom út fyrir fimm árum, seldist í yfir fimm þúsund eintökum. Síðan þá hefur safnpakki Sálarinnar selst í á sjöunda þús- und eintaka og gospel-tón- leikaplata sveitarinn- ar er komin langleiðina í tíu þúsund stykki. freyr@fretta- bladid.is ÞJÓÐIN ELSKAR HELGA BJÖRNS OG JUSTIN BIEBER Árið sem Justin Bieber fæddist kom út síðasta hljóðversplata Síðan skein sól, Blóð. Þar söng Helgi af mikilli innlifun lög á borð við Lof mér að lifa, Einmana, Saklaus og Sleiktu mig upp. Sex flytjendur fengu Kraums- verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í gær, en það voru App- arat Organ Quartet, Ég, Nolo, Ólöf Arnalds, Daníel Bjarnason og Jónas Sigurðsson. Alls voru tuttugu plötur sem gefnar voru út á þessu ári í pottinum. Þetta var þriðja árið í röð sem Kraumsverðlaunin voru afhent. Þau eru veitt þeim verk- um í íslenskri plötuútgáfu sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi á árinu. Þeir sem fá verðlaunin hljóta stuðning frá Kraumi í formi plötukaupa og kynningu á verðlaunaplötunum á erlendum vettvangi. Á meðal þeirra sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í ár voru Agent Fresco, Amiina, Retro Stefson og Seabear. Öll þrjú árin sem Kraums- verðlaunin hafa verið afhent hafa plöturnar verið sex í stað- inn fyrir fimm, eins og lagt var upp með til að byrja með. Samkvæmt reglum Kraumslist- ans hefur dómnefnd leyfi til að fjölga verðlaunaplötum ef sér- stakt tilefni þykir til. Þær sex plötur sem urðu fyrir valinu í fyrra voru með þeim Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur, Bloodgroup, Helga Hrafni Jónssyni, Hildi Guðna- dóttur, Hjaltalín og Morðingjunum. Kraumur gaf sex verðlaun VERÐLAUNAHAFAR Sex flytjendur hlutu Kraumsverðlaunin árið 2010 fyrir plötur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Apparat Organ Quartet - Pólýfónía Daníel Bjarnason - Processions Ég - Lúxus upplifun Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað Nolo - No-Lo-Fi Ólöf Arnalds - Innundir skinni KRAUMSVERÐ- LAUNAHAFAR 2010 1994 HELGI BJÖRNSSON Helgi Björnsson hefur slegið í gegn með hestamanna- plötum sínum tveimur. JUSTIN BIEBER Ungstirnið á söluhæstu erlendu plötuna á þessu ári. ÞÆTTIR hafa komið út um hina geysivinsælu Simpson-fjölskyldu, en fyrsti þátturinn fór í loftið hinn 17. desember 1989.473 www.ring.is / m.ring.is www.facebook.com/ringjarar Jólakaupauki Flottur hátalari fylgir GSM tilboði á meðan birgðir endast. Vertu með bindis- hnútinn í símanum Jólainneign 1.000 kr. á mánuði í 12 mánuði fylgir. Samsung Galaxy 5 0 kr. útborgun m.v. 12 mánaða greiðsludreifingu eða 12x3.325 kr.* *Dreifingargjald 250 kr. á mánuði. E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 8 7

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.