Fréttablaðið - 23.12.2010, Page 52

Fréttablaðið - 23.12.2010, Page 52
36 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR Leikkonan Nicole Kidman á erf- itt með að sætta sig við að börnin tvö sem hún ættleiddi með Tom Cruise kjósi frekar að búa með föður sínum og konu hans Katie Holmes. Kidman og Cruise ólu upp hina átján ára Isabellu og hinn fimmt- án ára Conn- or þangað til þau skildu árið 2001. Þá ákváðu börnin að búa með Cruise og gera enn. „Þau búa hjá Tom en það var þeirra ákvörðun. Það yrði frá- bært ef þau myndu búa hjá okkur en hvað getur maður gert?“ sagði Kidman, sem býr með eigin- manni sínum, sveitasöngvaranum Keith Urban. „Þau eru heilbrigð og geta verið saman. Þau eru frá- bærar manneskjur.“ Kidman á einnig dótturina Sunday Rose með eiginmanni sínum. „Það er yndislegt að vera 43 ára og eiga eina tveggja og hálfs árs,“ sagði hún. Vill fá börnin heim NICOLE KIDMAN Leikkonan Reese Witherspoon stendur í stórræðum þessa dag- ana en hún er að byggja skýli við húsið sitt. With- erspoon er for- fallinn dýraað- dáandi og var í raun knúin til að byggja yfir skepnurn- ar sínar, geitur, asna, svín og hænur. „Mér finnst mjög töff að vera með hlöðu í garðin- um enda eru dýrin vinir mínir og eiga skilið almennilegt húsnæði,“ segir Witherspoon í viðtali. Hún á tvö börn með leikaran- um Ryan Philippe en er nú í sam- bandi með umboðsmanninum Jim Toth og ætla þau að eyða sínum fyrstu jólum saman. Byggir hlöðu fyrir svín REESE WITHERSPOON „Það eru komnar hátt í 600 húfur og svo fékk ég líka sjö teppi og eitt- hvað af sokkapörum,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins handprjónaðar húfur handa fyrirburum deildarinnar á morgun, aðfangadag. Fréttablaðið sagði frá því í byrj- un nóvember að Hafdís Priscilla hefði í hyggju að prjóna húfur fyrir vökudeildina. Hún setti prjónaviðburðinn inn á sam- skiptasíðuna Facebook, fyrir vini og vandamenn, en átakið vatt upp á sig og um 850 manns skráðu sig á síðuna. Hún segir hins vegar að fleiri hafi haft samband eftir að fréttin birtist. „Það eru ekki allir á Facebook og eldri konur sem lásu fréttina höfðu samband og vildu endilega vera með,“ segir Hafdís, en hún er sjálf búin að prjóna fjórar húfur og sú fimmta er á leiðinni. Hafdís segir misjafnt hversu margar húfur hver og einn geti prjónað. „Sumar prjóna eina húfu en aðrar kannski fimm. Það var ein sem prjónaði 35 húfur. En að halda utan um allar þessar 600 húfur var aðeins meira en ég bjóst við,“ segir Hafdís og hlær. Húfurn- ar verða afhentar á morgun, en þá ætlar hún að ferja þær frá heimili sínu og niður á Barnaspítala. „Við keyptum plastkassa í Rúmfatala- gernum og röðuðum húfunum ofan í eftir stærð, og þannig ætlum við að ferja þetta allt saman,“ segir Hafdís, en hún vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við prjónaskapinn. - ka Vökudeildin fær hundruð húfa BJÓST EKKI VIÐ 600 HÚFUM Hafdís Priscilla afhendir vökudeild Barnaspítala Hringsins um 600 prjónaðar fyrirbura- húfur á aðfangadag, mun fleiri húfur en hún bjóst við að fá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mér fannst vanta hressandi spil þar sem enginn þarf að svara sér- hæfðum spurningum, ráða í orð eða leika hlutverk,“ segir Arn- aldur Gauti Johnson, sem gefur út spilið Fjör til enda nú fyrir jól. Fréttablaðið fjallaði um helg- ina um aragrúa íslenskra spila sem koma út í ár en gleymdi að minnast á spil Arnaldar. Spilið segir hann að sé í anda Hættu- spilsins sem kom út fyrir rúmum tólf árum, en það spil sló ræki- lega í gegn hjá landanum. „Mitt markmið var að búa til fjörugt spil fullt af húmor og óvæntum uppákomum.“ Arnaldur segir það mikilvægt að þeir sem spili þurfi ekki að eyða miklum tíma í leið- beiningar og þess vegna sé spilið ekki mjög flókið. - ka Enn bætir í borðspilin SVIPAÐ HÆTTUSPILINU Arnaldur Gauti samdi spilið Fjör til enda nú fyrir jólin en það er í anda Hættuspilsins sem kom út 1998. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikararnir Ryan Reynolds og Scarlett Johansson tilkynntu í byrjun mánaðarins að þau væru að skilja eftir rúmlega tveggja ára hjónaband. Samkvæmt tíma- ritinu US Weekly var það Johans- son sem átti frumkvæðið að skilnaðinum og situr Reynolds því eftir með sárt ennið. Samkvæmt heimildarmönn- um var Reynolds ófeiminn við að deila hjónabandsvandræðunum með mótleikurum sínum í kvik- myndinni The Green Lantern. „Hann var mjög opinn um vandræði þeirra og sagði að hann og Scarlett væru að glíma við ýmis vandamál,“ sagði heimildarmað- urinn. „Hann sagði meðal annars að hún kæmi illa fram við hann og að hún hefði aldrei tíma aflögu til að eyða með honum.“ Kvartaði und- an Scarlett SORG Ryan Reyn- olds var ófeiminn við að tala um vandræði þeirra Scarlett. Þrjú ár eru liðin síðan skemmtistaðnum Sirkus var lokað á Klapparstíg þar eð rífa átti húsið. Nú dúkkar þar upp verslun með tölvu- vörur. „Ég sagði upp vinnunni þremur vikum fyrir jól og hófst þá handa við að gera húsnæðið upp. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva,“ segir Hörður Ágústson, framkvæmdastjóri Macland, en hann er búinn að opna verslun á Klapparstíg 30 þar sem skemmti- staðurinn sálugi var til húsa. Tæp þrjú ár eru síðan skemmti- staðnum var lokað vegna þess að til stóð að rífa húsið og hafa eflaust margir velt framtíð litla hússins á Klapparstíg fyrir sér, enda hefur það verið heldur grátt og guggið ásýndar. „Húsnæðið kom fyrir stuttu aftur á leigu- markaðinn og þá höfðu Hemmi og Valdi sem reka kaffihúsið hér fyrir ofan samband við mig en við eigum búðina til helminga.“ Macland er, eins og nafn- ið gefur til kynna, verslun sem sérhæfir sig í tölvum og tækj- um tengdum Apple ásamt því að bjóða upp á viðgerðarþjón- ustu og sérfræðiaðstoð. „Ég er örugglega Apple-lúði aldarinnar og hef verið í um tíu ár svo það má kannski segja að ég hafi tekið að mér að breiða út boðskapinn,“ segir Hörður. Hann hefur rekið verslunina á netinu í tæp ár og var í raun ekki með neina stóra drauma varðandi fyrir tækið en ákvað að taka stökkið þegar hús- næðið bauðst. Hörður skrifaði undir leigu- samning í byrjun desember og hafði þá hraðar hendur við endur- bætur á húsnæðinu enda var tak- markið að opna fyrir jól. „Þetta er búið að vera mikið stress og við höfum átt margar svefnlausar nætur til að koma þessu heim og saman,“ segir Hörður en verslun- in var opnuð í fyrradag og hefur verið reynt að tapa ekki tenging- unni við Sirkusbarinn með endur- bótunum. „Við erum eina verslunin með raftæki í miðbænum og sérhæf- um okkur í að gefa góða og per- sónulega þjónustu,“ segir Hörður og hlakkar til að takast á við versl- unarbransann í miðbænum. alfrun@frettabladid.is Aftur líf í Sirkushúsinu Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Þorláksmessa frá kl. 10-23 Aðfangadag frá kl. 10-13 Frábærar jólagjafir! 6.980,- 2 pör He ils ui nn is kó r s em lag ar sig að fætinum - einstök þæ gindi 3.900,- 1 par 9.990,- 3 pör Memory Foam heilsuinniskór. Heilsusamleg jólagjöf á frábæru verði! sængurverasett - einbreið og tvíbreið 3.900,- 20-30% afsláttur af jóla- fylgihlutum MAC-AÐDÁANDI NÚMER EITT Hörður Ágústsson telur sig vera að breiða út Mac-boðskapinn en Macland er eina verslunin í mið- bænum sem sérhæfir sig í raftækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.