Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 56
40 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR Jól og áramót eru yfirleitt ágætis tími til að skella sér í kvikmyndahús. Íslensk- ar unglingaraunir, tækni- brelluskrímsli og dansk- ir grínistar eru meðal þess sem rekur á fjörurnar. Kvikmyndin Gauragangur var frumsýnd í gær í Smárabíói en hún fer í almennar sýningar á annan í jólum. Þetta er önnur kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar í fullri lengd, sú fyrsta hét Astrópía og sló eftirminnilega í gegn. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símon- arsonar og segir frá raunum og ævintýrum hins unga Orms Óðinssonar og pælingum hans um lífið og tilveruna. Hópur ungra og upprennandi leikara fer með aðalhlutverkin í myndinni, þar fremst í flokki eru þau Alexand- er Briem sem leikur Orm, Hildur Berglind Arndal og Eygló Hilm- arsdóttir. Þau eru dyggilega studd af reynslu boltum á borð við Stein Ármann, Þorstein Bachman og Þrúði Vilhjálmsdóttur. Jeff Bridges leikur eitt aðalhlut- verkanna í tæknibrellurisanum Tron: Legacy sem verður frum- sýndur í kvikmyndahúsum um helgina. Bridges lék einmitt einnig aðalhlutverkið í samnefndri mynd sem Disney-fyrirtækið frumsýndi fyrir næstum þrjátíu árum. Tron segir frá hinum unga og rótlausa Sam Flynn, sem á erfitt með að sætta sig við hvarf föður síns fyrir tuttugu árum. Sá var einn fremsti stafræni hönnuður heims og hafði hannað heim sem hann taldi geta breytt vitundarstigi jarðarbúa. Flynn kemst á snoðir um hvar þessi heimur er geymd- ur og fyrr en varir er hann kom- inn á slóð síns horfna föður. Auk Bridges leika þau Garret Hedlund og Olivia Wilde aðalhlutverkin í fyrstu mynd leikstjórans Joseph Kosinski. Gamanmyndin Little Fockers verður frumsýnd á annan í jólum en hún er þriðja myndin um ansi skrautleg samskipti Gaylord Fock- er og tengdapabba hans Jacks. Að þessu sinni er það barnaafmæli sem er sögusviðið og Jack hefur eðlilega miklar áhyggjur af því að Gaylord sé ekki vandanum vax- inn. Aðalhlutverkin eru sem fyrr í höndum Bens Stiller og Roberts De Niro en meðal annarra leik- ara má nefna Jessicu Alba, Bar- böru Streisand, Dustin Hoffman og Owen Wilson. Og svo eru það dönsku trúð- arnir í Klovn, þeir Frank Hvam og Casper Christensen. Mynd- in hefur slegið rækilega í gegn í Danmörku og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu hér á landi enda nutu þættirnir gríðarlegra vinsælda. Myndin er vegasaga og segir frá því þegar Frank ákveður að taka á sig rögg og hyggst keppa í kanósiglingum ásamt ellefu ára gömlum frænda sínum. Því miður, fyrir Frank og frændann er Cas- per með í för og eins og áhorfend- um Klovn ætti að vera kunnugt nær heili Caspers aðeins utan um eitt atriði þegar hann er sloppinn frá frúnni; að eiga náin kynni við hitt kynið. Myndin verður frum- sýnd 1. janúar. freyrgigja@frettabladid.is Ágætis bíójól fram undan Ævintýramyndinni Avatar var oftast stolið á netinu árið 2010, samkvæmt upplýsingum frá skráaskiptabloggsíðunni Torr entFreak. Alls var mynd- inni halað niður 16,6 milljón sinnum. Í öðru sæti var hasar- myndin Kick-Ass með 11,4 millj- ónir niðurhala og í því þriðja lenti Inception með 9,7 milljón- ir. Sú mynd sem lenti í efsta sæti á síðasta ári var Star Trek sem var stolið ellefu milljón sinn- um. James Cameron, leikstjóri Avatar, hefur sagt að þrívíddar- myndir geti helst komið í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Það kom þó ekki í veg fyrir að milljónir næðu sér í Avatar á netinu. Avatar oftast stolið 2010 AVATAR Ævintýramyndinni Avatar var oftast stolið á netinu á þessu ári. Tónlist ★★★ Lúxus upplifun Hljómsveitin Ég Enginn brosir líkt og Ég Lúxus upplifun er þriðja plata Hljómsveitarinnar Ég, sem er Róbert Örn Hjálmtýsson ásamt aðstoðarmönnum, og sú fyrsta síðan hin stórskemmtilega Plata ársins kom út fyrir heil- um fimm árum. Ekki er hægt að segja að hljómsveitin Ég hafi tekið róttækum breyting- um á þeim tíma. Róbert fetar kunnuglegar slóðir í áheyri- legu furðupoppi og helst að stórskemmtilegir textarnir hafi þokast í eilítið persónulegri og einlægari átt, sem er vel. Einnig er engu líkara en Róbert hafi öðlast meira sjálfstraust í söngnum. Hann skrúfar betur frá en áður, en þó hættir enn til að gæta einhæfni í raddbeitingu. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að hlust- endur eigi enn eftir að heyra það besta frá Róberti í þeim efnum. Sjálfur leikur Róbert á langflest hljóðfæri. Þegar best lætur virkar það fínt og skilar sér í afar auðþekkjanlegum og notalegum stíl sem er vissulega hans eigin. Á einstaka stað virkar þó hljóðfæraleikurinn, og þá sérstaklega trommurnar sem eiga til að grautast áfram, heftandi fyrir lagasmíðar sem lofa góðu en eiga í erfiðleikum með að hefja sig til flugs. Góðu heilli er þau tilfelli þó undantekningin sem sannar regluna. Þá má ætla að litríkar lagasmíðarnar, sem fylgja fáum formúlum. byðu upp á örlítið meiri hugmyndaauðgi í útsetn- ingum, en þær dansa á mörkum þess að vera full keimlíkar frá lagi til lags. Að því sögðu er hér á ferð hin fínasta plata með listamanni sem fer sínar eigin leiðir í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þeir sem hingað til hafa kunnað að meta Hljómsveitina Ég verða fráleitt sviknir af Lúxus upplifun, en Róbert færi líka létt með að bæta fleiri aðdáendum í hópinn með fjölbreyttari áherslum. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Hljómsveitin Ég á kunnuglegum slóðum með sitt fína furðu- popp og sérstaka stíl. Frábær textagerð en einhæfni gætir á stöku stað í raddbeitingu og útsetningum. Kvikmyndin Tron þykir mikið augnakonfekt en hún skartar Óskars- verðlaunahafanum Jeff Bridges í aðalhlutverki. Kvikmyndin Gauragangur verður frumsýnd á annan í jólum eins og Little Fockers. Á nýársdag taka síðan trúðarnir Casper og Frank öll völd í íslenskum kvikmyndahúsum þegar Klovn: The Movie verður frumsýnd. SJÓNRÆNT EÐA ÍSLENSKT GLEÐILEG BÍÓJÓL SAMBÍÓIN ERU LOKUÐ Í DAG , ÞORLÁKSMESSU, OPNUM AFTUR 2. Í JÓLUM sýnd með íslensku og ensku tali FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA - BOXOFFICE MAGAZINE - HOLLYWOOD REPORTER ZENTROPA ENTERTAINMENTS10 APS OG JA-HATTEN PRÆSENTERER KLOVN THE MOVIE FRANK HVAM CASPER CHRISTENSEN MARCUZ JESS PETERSEN MIA LYHNE IBEN HJEJLE LARS HJORTSHØJ BØRNECASTER JETTE TERMANN CASTER ANDERS NYGAARD FOTOGRAF JACOB BANKE OLESEN, DFF KLIPPERE MARTIN SCHADE MORTEN EGHOLM PRODUKTIONSLEDER SILLE STERLL JAWORSKI SCENOGRAF RASMUS THJELLESEN STYLIST LOUISE HAUBERG MUSIK OG LYDDESIGN KRISTIAN EIDNES ANDERSEN TITELMELODI BENT FABRICIUS-BJERRE TONEMESTRE KASPER RASMUSSEN HENNING ZOLON MORTENSEN MANUSKRIPTFORFATTERE CASPER CHRISTENSEN FRANK HVAM PRODUCER LOUISE VESTH INSTRUKTØR MIKKEL NØRGAARD PRODUCERET AF ZENTROPA ENTERTAINMENTS10 APS OG JA - HATTEN I SAMARBEJDE MED TV2 OG MED STØTTE FRA DET DANSKE FILMINSTITUT VED 60/40 ORDNINGEN DISTRIBUERES AF NORDISK FILM BIOGRAFDISTRIBUTION A/S ET EGMONT SELSKAB. SALGSAGENT TRUST FILM SALES6 APS. ZENTROPA ENTERTAINMENTS10 © Copyright 2010 ZENTROPA ENTERTAINMENTS10 ApS Opið fyrir sölu á gjafabréfum í Álfabakka kl. 13-17 og í kringlunni 13-23 TR YG GIÐ YK KU R M IÐA Á WW W.S AM BIO .IS TR YG GIÐ YK KU R M IÐA Á WW W.S AM BIO .IS TR YG GIÐ YK KU R M IÐA Á WW W.S AM BIO .IS TR YG GIÐ YK KU R M IÐA Á WW W.S AM BIO .IS SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.isNánar á Miði.is MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 FASTER KL. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 KL. 10.10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 8 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL.4 - 6 L L 7 7 16 16 12 L NARNIA 3 3D kl. 6 - 9 FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR OPIÐ Í DAG ÞORLÁKSMESSU! ÍSL. TALT.V. - KVIKMYNDIR.IS MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D Í 3-D 5% NÝTT Í BÍÓ - bara lúxusSími: 553 2075

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.