Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 58
 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is 21 DAGUR ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ hefur aðeins einu sinni náð bestum árangri Norðurlandaþjóða á HM í handbolta en það var þegar liðið náði 7. sætinu á HM í Portúgal 2003. Strákarnir voru þá ofar en bæði Danir (9. sæti) og Svíar (13. sæti). Svíar hafa tólf sinnum verið efstir, Danir sjö sinnum og Norðmenn einu sinni. ALEXANDER PETERSSON 30 ára handknattleiksmaður. HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR 19 ára sundkona. HLYNUR BÆRINGSSON 28 ára körfuknattleiksmaður. ARON PÁLMARSSON 20 ára handknattleiksmaður. ARNÓR ATLASON 26 ára handknattleiksmaður. GYLFI SIGURÐSSON 20 ára knattspyrnumaður. ÍÞRÓTTIR Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2010. Fjórir af íþrótta- mönnunum eru 21 árs eða yngri, sex þeirra hafa aldrei komist svona ofarlega í kjörinu áður, aðeins tveir eru orðnir þrítugir og meðalaldur listans er „bara“ 24,9 ár. Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem fjórir íþróttamenn sem eru 21 árs eða yngri eru á topp tíu. Árið 1998 voru einnig fjórir íþrótta- menn á listanum sem höfðu ekki náð 22 ára aldri en þar á meðal var sundmaðurinn Örn Arnarson sem var þá kosinn Íþróttamaður ársins aðeins 17 ára gamall. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfn- um tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. 21 félags- maður er í Samtök- um íþróttafrétta- manna og nýttu allir þeirra atkvæð- isrétt sinn í kjörinu. 26 íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni. Handboltamenn eru fjölmennastir á listanum að þessu sinni en fjórir liðs- menn úr bronsliði Íslands frá EM eru á listanum. Hópíþrótta- menn eru áfram í aðalhlutverki en aðeins tveir ein- staklingsíþrótta- menn komast inn á topp tíu listann að þessu sinni, frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteins- dóttir og sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hópfimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er fyrsta fimleikakonan á topp tíu í fjögur ár og fyrsta fimleikakona Gerplu sem kemst inn á topp tíu listann síðan 1983. Ólafur Stefánsson, íþróttamað- ur ársins tvö síðustu ár, er sá eini á listanum sem hefur verið kosinn íþróttamaður ársins. Ólafur er nú meðal tíu efstu í tólfta sinn en hann hefur verið á listanum allar götur frá og með árinu 1997 að árunum 1998 og 2005 undanskildum. Ólaf- ur er þriðji íþróttamaðurinn í sögu kjörsins sem nær að komast meðal tíu efstu í tólf skipti eða fleiri en hinir eru sundmaðurinn Guðmund- ur Gíslason (15) og júdómaðurinn Bjarni Friðriksson (12.) Auk Ólafs hafa þau Alex- ander Petersson, Helga Mar- grét Þorsteinsdóttir og Hólm- fríður Magnúsdóttir komist áður inn á topp tíu listann. Helga Mar- grét og Hólmfríður eru meðal tíu efstu annað árið í röð og Alexander var líka á listanum árið 2008. Hinir sex íþróttamenn- irnir í tíu efstu sætun- um eru nýir á listan- um. Þetta kjör markar líka ákveðin tímamót hjá knattspyrnumann- inum Eiði Smára Guð- johnsen, sem hafði verið meðal tíu efstu í kjörinu tíu ár í röð (frá og með árinu 2000) en kemst ekki á list- ann að þessu sinni. Kjörinu verður lýst á Grand Hóteli í Reykjavík hinn 5. jan- úar næstkomandi. ooj@frettabladid.is Ný andlit á listanum SÍ hefur gefið út hvaða íþróttamenn eru í tíu efstu sætunum í kjörinu á Íþrótta- manni ársins 2010. Sex af tíu efstu hafa ekki verið á topp tíu listanum áður. ÓLAFUR STEFÁNSSON 37 ára handknattleiksmaður. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR 26 ára knattspyrnukona. ÍRIS MIST MAGNÚSDÓTTIR 23 ára fimleikakona. HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR 19 ára frjálsíþróttakona. Ert þú á leiðinni til Abu Dhabi? Fótboltamót áhugamanna, Vodafone Cup, verður haldið 7.-8. jan. í Fífunni. Sigurliðið vinnur ferð til Abu Dhabi og VIP miða á verðlaunahátíð Laureus samtakanna. Skráning og nánari upplýsingar um mótið eru á vodafone.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.