Fréttablaðið - 23.12.2010, Page 62

Fréttablaðið - 23.12.2010, Page 62
46 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR „Jú, ég er orðinn svolítið lúinn á aðfangadag. Ég reyni yfirleitt að leggja mig með börnunum í klukkutíma en ef það tekst ekki er ég orðinn eilítið þreyttur um kvöldið,“ segir Bubbi Morthens, sem hefur verið á þönum fyrir hver jól síðustu 26 ár. Í kvöld spilar Bubbi á sínum árlegu Þorláksmessutónleikum í Háskólabíói og í fyrramálið legg- ur hann af stað austur fyrir fjall og spilar fyrir fangana á Litla- Hrauni ásamt nokkrum vel völd- um listamönnum. Bubbi hefur farið á Hraunið síðan 1984 og hefur margoft lýst því yfir að jólin komi ekki fyrr en græna hliðið á Litla-Hrauni lokist fyrir aftan hann. „Þá fer maður heim, fullur þakklætis. Það er því bæði gott fyrir mig og gott fyrir fangana að við hittumst þarna á aðfangadag.“ Bubbi, sem varð 54 ára í ár, segist vera í góðu líkamlegu standi fyrir jólatörnina. „Ég verð að vera í góðu formi til að geta sungið, það er algjört lykilatriði,“ segir Bubbi, sem byrjaði í helj- arinnar átaki í september þegar hann var orðinn yfir hundrað kíló. Og fannst sú þyngd vera farin að bitna á röddinni. „Ég á það til að sleppa mér alveg en nú er ég kominn í 89, búinn að missa tólf kíló.“ Hann breytti mataræð- inu, tók út brauðmeti og byrjaði að gæða sér á ávaxtadrykkjum, eplum og döðlum. „Og svo vakna ég eldsnemma til að æfa á fast- andi maga, sem er síður en svo auðvelt. Brennslan verður hins vegar skilvirkari.“ Bubbi boxar þrisvar í viku og hefur þá hljóðbók í eyrunum, annað hvort Egilssögu eða Góða dátann Svejk, og svo horfir hann á heimildarmyndir á meðan hann hjólar í einn og hálfan tíma. Hann er með góða æfingaað- stöðu heima hjá sér, bílskúr og heilt fjall. „Ég er í sér- stökum hitagalla, hettupeysu yfir hann og svo húfu þannig að ég steiki mig alveg.“ Bubbi segist því líkamlega vera fertugur og finnst lítið mál að koma sér aftur í form. „Þetta snýst allt um aga. Ef maður á mínum aldri hreyfir sig ekki þá fitnar hann bara. Maður veit auð- vitað aldrei hvenær stóra kallið kemur en ég held að maður ráði helvíti miklu um hvað maður verð- ur gamall.“ freyrgigja@frettabladid.is „Við höfum verið saman í fjögur ár en þetta verða fyrstu jólin okkar saman,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar. Hann var á leiðinni norð- ur þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum og ætlaði að leigja sér bíl til að keyra. Friðrik Ómar og kær- asti hans, Ármann Skæringsson, ætla að eyða jólunum saman fyrir norðan hjá fjölskyldu Friðriks en söngvarinn hefur verið á ferð og flugi undanfarnar vikur með Frostrósum. „Ég er búinn að vera hérna á Íslandi í mánuð þannig að þetta er búin að vera ágætis törn,“ segir Friðrik en eins og margoft hefur komið fram eru þeir Friðrik og Ármann búsettir í Stokkhólmi. Friðrik eyðir jólunum yfirleitt fyrir norðan og hefur sína jóla- siði. Hann hyggst hitta sína dyggu aðdáendur í höfuðstað Norður- lands á Glerártorgi á Þorláks- messu og árita geisladiskinn sinn með Elvis-ábreiðunum sem nutu töluverðra vinsælda á árinu sem er að líða. „Við förum síðan út aftur eftir áramótin og slökum á, ætli við reynum ekki bara að fara í einhverja utanlandsferð.“ Friðrik verður síðan með tónleika í mars í Stokkhólmi í samvinnu við sendi- herra Íslands, Guðmund Árna Stef- ánsson. - fgg ÞORLÁKSMESSUSKATAN „Ég fór alltaf í skötu til lang- ömmu minnar en hún er ekki á lífi lengur þannig að amma hefur tekið við. Þetta er orðin pínu hefð því öll fjölskyldan er saman. Þetta er alltaf jafn- gaman.“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir, fegurðardrottning. SAMAN Friðrik Ómar og Ármann ætla að eyða jólunum saman fyrir norðan hjá fjölskyldu Friðriks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenska merkið E-label hefur hafið samstarf við vefverslunina Asos.com og verður fáan- legt á síðunni frá og með janúarmánuði. Asos er stærsta vefverslun Bretlands og á hverjum mánuði heimsækja yfir átta milljónir manna síðuna. „Þeir eru búnir að taka inn pöntun frá okkur sem ætti að vera komin í sölu einhvern tímann í janúar. Þeir byrja á því að taka inn línurnar sem komu út á þessu ári og svo bæt- ist vonandi við það í framtíðinni,“ útskýrir Ásta Kristjánsdóttir, sem rekur E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur. Undanfarið hafa þær unnið markvisst að því að koma merkinu að í verslunum í Bretlandi og Þýskalandi og virð- ist sú vinna vera að skila sér núna. „Netsala hefur aukist gífurlega alls staðar í heiminum og við erum því mjög ánægðar að hafa komist inn hjá Asos. Í gegnum þá náum við til markhóps sem við myndum kannski ekki hafa náð til annars, auk þess er það mjög góð auglýsing og kynning fyrir merkið að hafa fengið að tengjast Asos-síðunni.“ Ásta segir þær stöllur þó fara sér hægt þegar kemur að auknum markaðsyfirráðum. „Við tökum bara eitt spor í einu þegar kemur að því að stækka við okkur. Við höfum farið varlega og passað upp á að fara að engu óðs- lega, ætli það megi ekki segja að við séum mjög íhaldssamar þegar kemur að þessum málum,“ segir Ásta og hlær. Auk þess að sölsa Bretlandsmarkað undir sig hafa stúlkurnar haldið innreið sína á Þýskalandsmarkað, sem Ásta segir vera engu minna spennandi verk- efni. „Það eru spennandi tímar fram undan en í bili ætlum við að einbeita okkur að því að sinna þessu verkefni eins vel og við getum.“ - sm E-label selt í stærstu vefverslun Bretlands GÓÐUR ÁRANGUR Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristj- ánsdóttir gerðu nýverið samning við stærstu vefverslun Bretlands, Asos.com, um að taka inn vörur E-label. BUBBI MORTHENS: VERÐ AÐ VERA Í GÓÐU FORMI TIL AÐ GETA SUNGIÐ Tólf kíló fokin af kónginum Loksins saman um jólin Bubbi hefur tekið góða listamenn með sér á Litla-Hraun til að lesa upp úr verk- um sínum, spila og annað slíkt. Að þessu sinni fara þeir Ari Eldjárn, Jónas Sig- urðsson og Einar Kára- son á Litla- Hraun með Bubba. GESTIR BUBBA Á AÐFANGADEGI Á ÞÖNUM Jólin eru mikill annatími hjá Bubba Morthens, hann spilar á þorláksmessutónleikum í kvöld og svo á Litla-Hrauni á aðfangadag. Hann er búinn að missa tólf kíló síðan í september en honum fannst þyngdin þá vera farin að há sér í söngnum. STRÁKAR! JÓLAGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ EMAMI Verslanir EMAMI Kringlunni s: 5717070 Laugavegi 66 s: 5111880 Þar að auki fær hún aukapakka því frír bolur eða leggings fylgir með öllum kjólum til jóla. w w w .e m am i.i s Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 20:00 Sun 16.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Lau 22.1. Kl. 20:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 Fim 30.12. Kl. 16:00 Sun 2.1. Kl. 13:00 Sun 2.1. Kl. 15:00 Lau 8.1. Kl. 13:00 Lau 8.1. Kl. 15:00 Sun 9.1. Kl. 13:00 Sun 9.1. Kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Leitin að jólunum Þri 28.12. Kl. 14:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 14:00 Mið 29.12. Kl. 16:00U U Ö Ö Fim 30.12. Kl. 20:00 Frums. Mið 5.1. Kl. 20:00 Fim 6.1. Kl. 20:00 Fös 7.1. Kl. 20:00 Lau 8.1. Kl. 20:00 Kandíland (Kassinn) Ö Fim 6.1. Kl. 20:00 Mið 12.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö Hænuungarnir (Kassinn) U U U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö GEFÐU GÓÐAR STUNDIR Gjafakort Þjóðleikhússins á hátíðartilboði! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.