Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 1
amcimngin. Múnaðarrit til stuðnings kirlcju og kristindómi íslendinga. í,efið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. i Vestrloeimi. RITST.TÓRI JÓN B.TAHNASON. IS- árg. WINNIPEG, NÓVEMBER 1900. Nr. 9. Samtalsfundir voru haldnir á fjórum stööum í prestaköllum þeirra séra Friö- r>ks J. Bergmanns og séra Jónasar A. Sigurössonar í Október- mánuði. Hinn fyrsti þeirra funda var að Mountain, N.-D., í kirkju Víkrsafnaðar, laugardaginn 20. þess mán.; annar að Garðar, í kirkju safnaðarins þar, mánud. 22.; þriðji í kirkju Pétrssafnaðar, þriðjud. 23.; fjórði í kirkju Vídalínssafnaðar, miðvikud. 24. Umrœðuefnið var hið sama á ölium þessum fundum : Kristnitaka forfeðra vorra á Islandi fyrir poo árum. Og hóf séra Jón Bjarnason umrœðurnar á öllurn stöðunum. Auk heimaprestanna í j?eim söfnuðum sótti líka séra N. Steingrímr þorláksson fundahöld þessi, en hindraðist þó, j?egar til kom, frá að vera viðstaddr nema á fyrsta og síðasta fundinum. Enginn af fundum þessum var vel fjölmennr, sem varla varð heldr búizt við sökum hinna óvanalega miklu haustanna al- mennings á þeim tíma eftir hið erviða tíðarfar á sumrinu liðna. Eina þýðing hafa þessir fundir alveg víst haft. þeir rifjuðu upp fyrir fólki í þeim söfnuðum fornsögurnar íslenzku, sem skýra frá upphafi kristninnar á ættjörð vorri og þeim atburð- um, sem í nánustu sambandi standa við kristnitökuna. Og væntanlega aðra þýðing líka, þá þýðing, að gjöra mönnum Ijóst, hve fjarri öllum sanni er sú staðhœfing, sem svo oft

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.