Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 4
i48
náiega ekki verið annað en nafnið tómt. Hér hafi að eins
verið um kristnitöku í orði kveðnu að rœða. Menn hafi hald-
ið áfram að lifa sem heiðingjar eins eftir sem áðr. Að eins
friðarins vegna eða til þess að hafa kristnu mennina— eða þá,
er svo kölluðu sig — góða hafi hinir mennirnir látið undan.
En dr. Björn Ólsen skýrir þetta mál á allt annan hátt. Hann
heldr því fram og fœrir til þess sterk rök, mjög miklar líkur
að minnsta kosti, að breytingin, sem varð á stjórnarskipan
landsins út af fjórðungaskiftunum og goðorða fyrirkomulag-
inu nýja, sem þórðr Gellir fékk í lög Jeitt árið 965, hafi haft
það í för með sér, að myndazt hafi í landinu flokkr manna,
óánœgðra höfðingja, sem hafi fundizt réttr sinn til hluttöku í
landstjórninni vera fyrir borð borinn. þegar kristnin á síð-
ustu áratugum aldarinnar tók að ryðja sér til rúms í landinu,
þá hafi þessir óánœgðu höfðingjar fyrst til muna farið að láta
á sér bera. því auðsætt var þegar undir eins, að hin nýja trú
gat ekki með neinu móti samrímzt við hina þá verandi stjórn-
arskipan, sem í undirstöðu sinni var fastbundin við heiðnu
trúarbrögðin. þessir tveir flokkar, nýkristnuðu mennirnir og
hinir óánœgðu höfðingjar, hafi þá eðlilega runnið saman í
eitt. Og margir hinna síðar nefndu líka í raun og veru orðið
kristnir í hjartans alvöru. Svona lítr dr. Ólsen á, og þetta
leitast hann við að sanna með góðum og gildum rökum. Og
í aðal-efninu hefir hann víst alveg rétt fyrir sér, hvað sem um
einstöku auka-atriði í málsvörn hans kann að mega segja.
Samkomulagið frá hálfu heiðingja á alþingi stafar þá af því,
að hinn flokkrinn, sem augsýnilega fór óðum vaxandi, var
meðfram pólitiskr byltingaflokkr, er hrífa vildi völdin til land-
stjórnar til sín, úr höndum andstœðinga sinna. Til þess að
afstýra þeirri hættu slaka heiðnu höfðingjarnir til að því, er
trúmálin snertir. þeir vilja heldr samþykkja það, að kristnin
sé gjörð að landstrú, en eiga það á hættu, að þeir missi hið
veraldlega vald sitt, einkum þar sem enginn var með inn-
leiðslu hinnar nýju trúar sviftr samvizkufrelsi. En í annan
stað slakar flokkr kristnu mannanna eigi síðr til. þeir kasta
frá sér öllum þeim kröfum til þólitiskra valda, sem þeir höfðu
gengið með í huga sínum að undanförnu. Svo mikið vildu