Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 12
t$ó
sem allir aðrir ráðgjafar eru að gjöra að engu. Sorglega
lengi hefir það brunnið við á íslandi, að flestar umbœtr hafa
dáið í reifum og menn hafa misst málið af þögn. Hið bilaða
kirkju- og kristindóms-ástand hefir verið bundið saman með
lögum, ,,formum“ og venjum, svo fáir hafa þorað að snerta
við j?ví—nema þeir, er vildu brjóta það gjörsamlega, heldr
en brotnu verkfœri, sem enginn vinnr fullt verk með. þetta
vita nú eiginlega allir, þó enginn vilji segja það. það er svo
ríkt í eðli mannanna að sofa,-—liggja í andlegu dái og dreyma
um hlutina. Eg held það sé ekki fjarri sanni, að kirkjan sé
því eiginlega mörgum að eins nokkurs konar draumkona —
sumum fyrir illu og öðrum fyrir góðu í draumum sínum.
Pólitíkin, nú bráðlifandi, varð því víða œðri en kirkjan.
Alþing varð allt, en synodus ekkert, —jafnvel í augum prest-
anna. Kirkjulegir fundir, sem héraðsfundirnir, dóu út fyrir
þjóðminningar-hátíðum, sem ekkert þjóðlegt hafa í sér fólgið
nema nafnið. Kristnitökuhátíðin, haldin á sunnudag, þarf að
haldast með hesta-ati og dansi —fyrir fólkið. Stjórnartíð-
indin komu sumsstaðar í stað biblíunnar, ,,þyrnar“ þorsteins
hjá of mörgum fyrir Hallgríms-sálma, og blöðin, eins og þau
eru sum, voru höfð til húslestra í stað góðra guðsorðabóka.
Svo fór, að trúarhugsanir, tal margra og sumar kirkjuhreyf-
ingarnar lutu ekki að því, sem menn trúSu, heldr að því, sem
menn neituSu. Einnig fríkirkjuhreyfingin varð öfug á Islandi,
eins holl og rétt sem hún hefði getað orðið og hefir víðast
reynzt. Menn slitu sig úr þjóðkirkjunni eins og kunnugt er,
reiðir yfir embættaveitingum eða gjalda-fyrirkomulagi, af
uppreisn eða óánœgju gegn hinu ytra fyrirkomulagi kirkju-
málanna, en ekki fyrst og aðallega af kristilegri trúarhvöt,
lifandi löngun hjartnanna til að skilja sig frá þjóðkirkjufélag-
skapnum í því skyni, að geta lagt meira á sig fyrir kirkjuna
og unnið á einhvern hátt betr að lifandi trú og sáluhjálpar-
efnum sfnum og sinnar eigin þjóðar. þetta er sögulega þann-
ig, marg-ítrekað opinberlega í ritum og rœðum. Enda munu
allir leiðandi menn á íslandi skiija það nema einn maðr. Og
stundum eru hlutirnir of nœrri manni til að sjást vel og rétti-
lega. Kirkjan verör hvorki kirkja né fríkirkja af því einu, að