Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 13
157 nefna sig þaö, þó sumum komi þaö líklega til hugar. Og engir fríkirkjuóvinir þurfa þeir menn að vera, sem efast um andleg- an ágóða af fríkirkjustarfinu á Islandi eins og það enn er þar unnið. Enda getr íríkirkjusicfna verið hin rétta almennt, þó fríkirkjustarfsemi á vissum stað sé, ef til vill, allt annað en holl, án þess þó að eg fullyrði, að hún sé án allrar blessunar á Islandi. Tvenn andmæli frá séra Oddi. I, Séra Jón Bjarnason, forseti kirkjufélags Islendinga í Vestrheimi, I nr. 8 af lð.árgangi ,,Sameiningarinnar‘-, Okt. 1900, verðr fyrir mér ,,Skýrsla“, sem þér höfðuð flutt á kirkjuþingi í sumar, meðan eg var fjarverandi, þær stundir, sem þér höfðuð sjálfr leyft. Skýrsla sú stendr auðsjáanlega í sambandi við frásögu Mr. 0. Þorgeirssonar í Almanaki ársins, 1899 bls. 45, og svo pésa sérá Hafsteins Pétrssonar ,,Tjaldbúðin“, auk annarra atriða í Nýja íslandi á tímabilinu frá 1898 til 1900. Skýrslan er hvorki nákvæm né rétt að öllu, sem ske kann að stafi af veikindum yðar eða minnisskorti. Eg vil þess vegna ekki leiða hjá mér að mótmæla þessari skýrslu yðar, sem villandi, úr því hún er komin fyrir almennings sjónir. Samtsemáðr, af því mörg kurl hljóta að koma hér til grafar, og staða okkar beggjr alvarleg, þá ræð eg af að fara fram á, að eg gefi skýrslu um komu mína til Ameríku og köllun t'l starfa í Brœðrasöfnuði og gegn vantrúnni og séra Magnúsi í Nýja Islandi“ á næsta kirkju- þingi að Gimli 1901. Bið eg yðr, herra forseti, sem ritstjóra ,,Sameiningarinnar“, að birta þetta bréf mitt í næsta blaði hennar í -\ óvember þ. ár. Icelandic River, 22. Okt. 1900. Bróðurlegast Oddr Vigpús Gíslason, II. Háttvirti ritstjóri! I síðasta blaði ,,Sameiningarinnar“, nr. 8., Okt. 1900, 15. ári, er stutt ágrip um Selkirk-söfnuð eftir Mr. Gest Jóhannsson, sem hann nefnir ,,Saga Selkirk-safnaðar". I ágiipi þessu er margs ógetið, og menn ógreindir, sem hlut eiga að sögu safnaðarins; og mín þar svo minnzt, að mishermt er og óljóst. Verð eg þess vegna auðmjúklega að leyfa mér að gjöra athugasemd og skýring við þetta litla, sem mín er getið. Eg hefi aldrei verið kallaðr sem prestr Selkirk-safnaðar, að því sem ,,köllun“ þýðir hér vc^tra, og það af þeirri einföldu ástœðu, að söfuuð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.