Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 7
helzt eftir þessum, er nú koma fram, fyrir þá sök, aö þeir hafa frá upphafi veriö máttarstólpar hinnar byrjandi íslenzku kristni. Önnur ástœða dr. Ólsens fyrir |7ví að telja söguna um fórnargjörðarheit hinna kristnu manna grunsama er sú, að Hjalti Skeggjason hafi sýnt sig sem mikinn „veraldar- mann“, þá er hann, eftir því sem segir í sögu Ólafs helga, nokkuð löngu seinna dvaldi utan lands við hirðir þeirra nafna, Ólafs Haraldssonar í Norvegi og Ólafs Eiríkssonar í Svíþjóð. En í þeim kapítulum sögunnar, sem vitnað er til þessu til sönnunar, getum vér ekkert fundið, sem varpi þeirri rýrð á framkomu Hjalta, er sýni, að hann hafi „annaðhvort aldrei unnið það heit að helga lifnað sinn guði eða þá svikið það“. Vér verðum að muna eftir því, að kristni þeirrar aldar var í mjög ófullkomnum umbúðum, og margt í framkomu manna, sem nú réttilega er talið ósamrímanlegt sannkristinni trú, hneykslaði þá engan. Yfir höfuð finnst oss dr. Ólsen dœma Hjalta harðar en hann á skilið, þó það vafalaust ekki sé af ásettu ráði. Og að því, er snertir spaugyrðið, sem haft er eftir Hjalta, þá er Runólfr í Dal Úlfsson rétt eftir þingið var skírðr — ,,Gömlum kennum vér nú goðanum að geifla á salt- inu“—, þá sanna þau að ætlan vorri að eins það, að maðrinn var merkilega fyndinn í orðum, jafnvel meinfyndinn, sem vel gat og getr enn verið einkenni á sannkristnum manni. En annars eru allar þessar aðfinningar vorar smámunir, sem vér ekki viljum leggja neina verulega áherzlu á. I aðal- efninu er minningarrit þetta prýðilega af hendi leyst og mik- illar þakkar vert. Og allir góðir Islendingar ætti að eignast það, lesa það vandlega og styðja sem mest að útbreiðslu þess. r Frá Islandi. Eftir séra Jónas A. SiRiirdsson* XI. Síðasti kaflinn endaði á athugasemdum um hina óhollu íslenzku blaðamennsku, sem Reykjavík minnti mig á, í sam- bandi við hina öfugu og til þessa tíma að ýmsu leyti óhollu skólamenntan,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.