Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 16
16o
Biskupinn yfir Islandi, hr. Hallgrímr Sveinsson, hefir
meö einkar hlýju bréfi til skrifara kirkjufélags vors, séra
Björns B. Jónssonar, kvittaö fyrir kveöju-ávarpið til kirkj-
unnar á Islandi frá kirkjuþinginu í sumar, sem leið, út af níu
hundrað ára afmæli kristnitökunnar. þetta bréf frá biskupi
hefir séra Björn sent oss til birtingar f ,,Sam. “ og kemr það
væntanlega í næsta blaði. „Verði ljós!“ hefir þegar birt
Avarpið eftir ósk biskups — í Október-blaöi sínu. Avarpið
var skrautritað af hr. Frank Johnson í Minneota.
Hr. Sumarliði Sumarliðason, gullsmiðr, sem að undan-
förnu hefir átt heima í bœnum Milton, N.-D., en nú hefir ný-
flutt sig vestr að Kyrrahafi, gaf rétt áðr en hann hafði bú-
staðaskifti bókasafni kirkjufélagsins 24 bœkr, sumar í fleiri
bindum en einu, flestar á dönsku, allar nýtilegar, sumar
mjög mikils virði. Skrá yfir bœkr þessar kemr væntanlega í
næsta blaði ,,Sam. “ þær eru enn í vörzlum séra Friðriks J.
Bergmanns. —- Gefandinn á hjartanlega þökk skilið fyrir þessa
höfðinglegu gjöf. Vonanda, að ýmsir góðir menn verði til
þess að feta í hans fótspor.
Samskot til missíónarsjóðs kirkjufélagsins, tekin á guðs-
þjónustufundum til minningar reformazíóninni nálægt síðustu
inánaðamótum í prestakalli séra Björns B. Jónssonar, hafa
orðið helmingi meiri en árin á undan. það er gleðilegt og
gott til eftirdœmis fyrir aðra söfnuði vora.
Hjá ritstjóra „Sam.“ fást nú íslenzkar biblíur og nýja testament frá
brezka biblíufélaginu. Biblían kostar Sl.45, nýja testamentið 60cts.
,,EIMKEIÐIN“, eitt fjö'.b yttasta og skemmtilegasta tímai-itið á ís-
lenzku. Bitgjörðir, myuilir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert befti.
Fæst hjá H. S. Bardal, J. S. Bergmann o. íi.
,,ÍSAFOLD“, lang-mesta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar
i Ameríku $1.50. Iialldór S. Bardal, 557 Elgin Ave., Winnipeg, er útsölumaðr
„VERÐI LJÓS !“— hið kirkjulega mánaðarril |>eirra séra Jóns Helgasonar
og Ilarrlds Níelssonar í Reykjavik — til sólu í bókaverzlan Halldórs S. Bardals
i Winnipeg og kostir 60 cts.
,,KENNARINN“, mánaðarrit til notkunar við kri tindómsfrceðslu barna í sunnu-
dagsskólum og hei’nahúsum; kemr út í Minneota, Minn Argangrinn, 12 nt.,
kostar að eins 50 cts Ritstj >ri séra Björn B. Jónsson. Utg. S. Th. Westdal.
„SAMEINI VGIN“ kemr út mánaðarlega,l2 nr. á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00
arg.; greiðist fyrirfram. — Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba,
Canada. —otgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Jón A.Blöndal,
R 'nóllr Marteinsson og Jónas A. Sigurðsson.
PRENTSMIDJA LÖGBERGS — WINNIPEG.