Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.11.1900, Blaðsíða 5
149 þeir leggja í sölurnar. Tilslökunin frá þeirra hálfu er sann- kölluS fórn í kristilegum skilningi. Heiðr kristnu trúarinnar hjá forfeörum vorum vex, en minnkar ekki, viö það aö líta á kristnitökumálið eins og dr. Olsen gjörir í þessu merkilega minningarriti sínu. Sumar tilgátur höfundarins eru þó, að oss finnst, býsna djarfar, og hljóta víst að teljast all-vafasamar. Hann les stundum nokkuð mikið á milli línanna, en ávallt er það skarp- vitrlega gjört, og lang-oftast er rökfœrsla hans fullkomlega sannfœrandi. Höfundrinn telr líklegt, að Gizur hvíti hafi, þá er þeir Hjalti Skeggjason hétu Ólafi konungi Tryggvasyni því, að fara til Islands til þess að hjálpa málefni kristninnar þar við, áskilið sér yfirráð yfir landinu. En oss finnst það fremr ólík- legt. þessi getgáta er ekki nœgilega rökstudd.—Höfundrinn vefengir þann vitnisburð Kristnisögu, að enginn úr flokki heið- ingja hafi þorað að taka til ináls á alþingi til þess að andmæla þeim Gizuri og Hjalta, og styðr hann þá vefenging sína með því, að í Islendingabók Ara þorgilssonar sé svo að orði ko.mizt um þá Gizur, að ,,þat bar frá, hve vel þeir mæltu“, því í þessum tilfœrðu orðum liggi það, að þeir hafi talað langt um betr en aðrir. En oss finnst með þessu alls ekki vera gefið f skyn, að neinir aðrir hafi þá flutt rœður, og að þetta þurfi ekki neitt meira að merkja en að þeir félagar hafi talað frábœrlega vel. Dr. Ólsen segir (á bls. 95), að upp frá því, er kristni flokkrinn á alþingi 1000 hafði kosið sér Síðu-Hall fyrir lög- sögumann, virðist allt hafa orðið spakara, kyrrlátara, þeim megin. þetta er víst alveg rétt. En ef hann í raun og veru var sá, er lang-helzt hafði staðið fyrir málum hinna kristriu manna áðr, allt árið næsta á undan, sem höfundrinn líka heldr fram, og það all-sennilega, hví gætir þá svo lítið áhrifa hans þeim flokki til spektar fyrr en einmitt nú ? Áðr en samkomulagið um trúmál þjóðarinnar komst á á þinginu og meðan ákafinn var mestr hjá hinum tveim and- stœðu flokkum stofnuðu heiðingjar til mannblóts, í því skyni að styðja málstað sinn hjá goðum sínum og fá fulltingi þeirra

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.