Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1902, Blaðsíða 12
28 guöfrœöinga, sem kenndu óskeikulleik biblíunnar, verði lengr varin. Svo fáir eru nú orðnir lærðu mennirnir, sem halda þeirri skoðan. Hafi meiri hluti nútíðarguðfrœðinganna, sem nú eru orðnir ofan á, rangt fyrir sér, þá er það skylda hinna yngri að rannsaka rök þau, er menn bera fyrir sig, og leið- rétta ályktanirnar, sem út af þeim hafa verið leiddar. ‘ ‘ ,,Því muni allir vel eftir því sem algildri reglu, að sann- leikrinn er hættulaus, eftir að menn eitt sinn hafa fundið hann, og að ekkert annað er hættulaust. Og muni menn einnig vel eftir því, að allar tilraunir til að hindra leit eftir sann- leikanum hvort heldr er beinlínis eða óbeinlínis eru jafn- árangrslausar eins og það að vilja skrúfa lok ofan á eldfjall. “ Við þessi ummæli gjörir ,,Lutheran“ svo látandi at- hugasemd: Einhver kynni sennilega að spyrja: Hvernig víkr því við, að ýmsir mestu hœfileikamenn, sem nokkurn tíma hafa birzt í kirkjunni, hálærðir, guðhræddir leitendr sannleikans, voru þess fulltrúa, að þeir hefði fundið sannleikann, og hinu, að ,,sannleikrinn er hættulaus, eftir að menn eitt sinn hafa fundið hann“—svo framarlega sem nýja skoðanin á biblíunni er rétt ? Hvað er sannleikr ? Er það sannleikr, sem fær ,,meiri hlutann“ með sér? Annað brot úr ,,Independent“ hljóðar svo: ,,Með hverju móti verðr því komið til leiðar, að hætta sú •og tjón, er óhjákvæmilega hlýtr að leiða af breyting guð- frœðiskenninganna um þetta mál, verði sem minnst?“ Upp á þá spurning svarar sama blað þessu: ,,Vér vitum að eins eitt ráð til þessa, en það er í því fólgið, að menn hafi það vel hugfast, að það í trúarbrögðunum, sem snertir skynsemina, hlýtr æfinlega að þoka fyrir því, sem er algjörlega andlegs eðlis. Menn haldi sér fast við guð og muni eftir því, að guð er guð eins fyrir því, þótt sú eða sú sagan um það, að hann hafi í fornöld, nokkrum þúsundum ára fyrir vora tið, talað við menn, kynni að reynast að eins guðrœkileg þjóðsaga. Guð er guð og faðir vor framvegis og vér höfum heilaga skyldu til að elska hann, þjóna honum og biðja hann, þótt sanna megi, að hann hafi ekki varðveitt líf Jónasar í kviði hvalfiskjarins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.