Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 2
9« og þaö verör ei í sögum sagt, því slíku vér ekki náum. En grátstafr okkar heftir hrós, og hvergi vér gleöi sjáum. 5. Nú þegir hin skæra skáldsins rödd, er skrýöist þú dauðans hjúpi, því þú ert úr vorri veröld kvödd — og von er þó landið drúpi. Það harmanna svarta sorgarský nú sitr á Stóranúpi. 6. En mannanna börn, hvað viljum vér um vizkuna drottins tala ? Hann ræðr og setr allt, sem er, og annast um blómið dala. Hann vekr og slökkvir lífsins ljós og leiðir til œðri sala. Skilyi’ðin fyrir J>ví, að maðr sé hœfr sunnudagsskólakennari. RitgjörS eftir hr. Ólaf G. Anderson, lesin af honum á sunnudagsskóla- þingi að Garðar, N.-D., 27. Júní 1902. Eg vil leitast við að nefna fá af þeim mörgu skilyrðum, sem maðr þarf að hafa til þess að geta verið hœfr sunnudags- skólakennari. Fyrsta skilyrðið tel eg það, aS kennarinn sé viaSr vel kristinn. Oss kemr víst öllum saman um, að tilgangr og verkefni sunnudagsskólans sé það að kenna börnunum krist- indóminn, gjöra þau kristin, leiða þau til Krists. Sé það markmið sunnudagsskólans, þá skilst oss það víst líka, að þeir, sem það takast á hendr, þurfa sjálfir að vera vel kristnir, þurfa sjálfir að þekkja veginn. Líferni þeirra utan skóla verðr að vera í íamrœmi við það, sem þeir kenna á sunnudögunum. Annars geta þeir ekki kennt með þeirri alvöru og einlægni, sem þó er svo nauðsynleg við kennsluna. Og svo hefir það mjög skaðleg áhrif á nemendrna, ef kennarinn ekki leitast við að lifa eins og hann kennir, og það dregr úr þeim góðu á- hrifum, sem sunnudagsskólinn ætti að hafa á ceskulýðinn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.