Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 15
III Mikleyjarkirkja er steinsteypt hús, laglegt, þótt lítiö sé. Hún stendr á fögrum staö, viö Mylnuvíkina norðaustan til í eynni. Eyjarbúar reistu hana árið 1890, en ágreiningr út af trúmálum olli því lengi lengi, að hún gat ekki orðið vígð. Til var ætlazt, að vígsla kirkjunnar yrði framkvæmd í Marz- mánuði síðastliðnum. En þá kom fyrir hindran sú, sem áðr hefir verið um getið í ,,Sam. “ (xvn, 2 — bls. 20—21). Prestr Mikleyjarsafnaðar, séra Rúnólfr, lýsti yfir því í lok kirkjuvígslu-guðsþjónustunnar, hvílíkt fagnaðarefni þessi atburðr væri söfnuðinum eftir hina löngu bið og sáru trúmála- baráttu. Þrautseigja og staðfesta þeirra manna, sem helzt hafa staðið fyrir málum safnaðarins í stríði liðinnar tíðar, er þeim til mikils sóma. Og sérstaklega eiga konurnar í Mikley þakkir skilið fyrir það, sem þær hafa gjört til þess að prýða kirkjuna. Áðr en mjög langt líðr mun séra Rúnólfr, ef guð lofar, koma með dálítið ágrip af sögu Mikleyjarsafnaðar í ,,Sam. “ Trúarsamtalsfundir þrír hafa nýlega haldnir verið hjá oss. Hinn fyrsti í kirkju Mikleyjarsafnaðar 14. Sept., sama daginn, sem kirkja sú var vígð, seinna um daginn. Annar í kirkju Selkirk-safnaðar að kvöldi hins 15. Og hinn þriðji í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg að kvöldi hins 18. Um- rœðu-efnið á öllum þessum fundum var: HvaS gjörir mann- inn sœlan? —• Málshefjandi á Mikleyjarfundinum var séra Jón Bjarnason, á fundinum í Selkirk séra Hans B. Thorgrímsen, og á fundinum í Winnipeg séra Rúnólfr Marteinsson. Allir fundirnir voru fremr vel sóttir og heppnuðust yfir höfuð vel. Á fyrsta fundinum voru þrír af prestum kirkjufélagsins, þeir sömu, sem tóku þátt í kirkjuvígslunni; á öðrum fundinum fimm, einn þeirra séra Friðrik J. Bergmann ; á hinum þriðja fjórir, þeir sömu sem voru á fundi Selkirk-safnaðar nema séra Friðrik, er þá var kominn út í Argyle-byggð í skólamáls- erindum. Séra Friðrik J. Bergmann hefir nú fyrir fullt og allt setzt að hér í Winnipeg, og byrjar kennslustarf sitt á Wesley Col- lege undir eins eftir lok þessa mánaðar. Hann er ráðinn af skólamálsnefnd kirkjufélags vors til kennaraembættisins upp á 1200 dollara árslaun. Þetta injög þýðingarmikla fyrirtœki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.