Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 4
Sunnudagsskólakennararnir í Minneota hafa eina undirbún-
ingsaöferö, sem eg vildi leyfa mér að mæla með, ekki vegna
þess, að hún er til orðin þar og eg álíti hana betri fyrir það,
heldr vegna þess, að árangrinn er auðséðr í skólanum.
Kennslan, sem auðvitað er að mörgu leyti enn ábótavant,
heíir þó tekið miklum framförum síðan þessi kennsluaðferð
var upp tekin. En hún er í því fólgin, að kennararnir koma
saman á fund einu sinni í hverri viku til að búa sig undir
kennsluna næsta sunnudag ; hafa þeir þá reglulegan skóla, og
kennir einn af kennurunum þá hinum, svo annar á næsta
fundi, o.s. frv. Búizt er við, að allir kennararnir sé vel kunn-
ugir lexíunni; sé búnir að lesa hana, og þær útskýringar, sem
fyrir hendi eru, áðr en þeir koma á fundinn, en þó einkum sá,
sem í það skifti á að kenna. Hann verðr að vera sérstaklega
vel undirbúinn. Það, sem mælir með þessari aðferð, er það,
að sá, sem á að kenna í það og það skifti, verðr að leggja
mikið á sig við að læra lexíuna svo vel, að hann geti komið
fram, ekki að eins fyrir kennarana, sem hann ef til vill veit
að eru honum fremri að einhverju leyti, annaðhvort vegna
lengri reynslu í kennslustarfmu, eða vegna meiri hœfileika,
heldr líka fram fyrir prestinn, sem ætíð er viðstaddur og
hlustar á og þá oft gefr leiðbeiningar á eftir, ef honum finnst
einhverju ábótavant við kennsluna, annaðhvort ekki nógu vel
útskýrt, eða spurningarnar ekki nógu skýrar, eða það, að
kennarinn hafi ekki getað dregið fram hina andlegu hlið lexí-
unnar eins og hina sögulegu. Það er ekki áreynslulaust fyrir
þá menn, sem aldrei hafa gengið í skóla sjálfir, að koma
svona fram til að kenna öðrum, ef til vill langtum foerari
mönnum. En einmitt við áreynsluna aukast kraftarnir ; og
kennarinn, sem í fyrsta sinn kemr fram með hálfum huga og
hugsanina á víð og dreif, fær við œfinguna meira hugrekki, og
lærir að hugsa og kenna miklu skipulegar, og þá auðvitað
kemr fram í skólanum miklu hœfari en annars. Þessir
kennslufundir hafa líka það gott í för með sér, að hœgra er
fyrir prestinn og formann sunnudagsskólans að komast eftir
hœfileikum hvers kennara, og hvar hver einn sé líklegastr
til að gjöra mest gagn í skólanum ; því einn kennari getr