Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 12
io8 fööursins yfir látnu barni; um þann sálm þykir mér líka, og eg hugsa mörgum öðrum, einna vænzt af öllum frumorktu sálmunum hans. Og í þessum prédikunum verðr ósjaldan vart við hjartað, sem titrar, þó miklu meira beri á hinni ró- legu skynsemi, sem leggr niðr lífsins veg fyrir ungum og göml- um, varar við hinum vonda vegi og brýnir fyrir lesendunum hvert heilræðið úr guðs orði á fœtr öðru. Þessar prédikanir séra Helga hafa marga kosti, og skal eg í fám orðum benda á hina helztu þeirra. Þær eru allar um ákveSiS efni, sem haldið er fast viS. Enginn er í vafa um, hvað verið sé um að tala. Þar er ekki sitt orðið úr hverri áttinni, eins og of oft mun hafa átt sér stað í ísl. rœðugjörð. Þetta efni er ávallt liðað sundr, oftast í þrjá eða fjóra liði, með hinni mestu nákvæmni. Hver rœða er látin byrja með hœfilega löngum inngangsorðum. — Ekki er laust við, að þessi nákvæmni verði stundum of mikil og þ^ssi tilbreytingalitla niðrskifting ofr lítið þreytandi. Henni er hætt við að gjöra rœðuna fremr þurra og draga nokkuð úr því andríki, sem ávallt verðr eitt hið göfugasta einkenni pré- dikarans. Þess vegna hafa menn nú víðast hvar lagt þetta rœðusnið niðr. En það hefir þann kost, að einlægt er talað um efnið og enginn útúrdúr tekinn. Rœðurnar eru allar Ijósar og einfaldar og lausar viS alla fotdild. Engin tilhneiging hjá höf. að vekja þá tilfinning hjá öðrum: Þetta er falleg rœða! Þar er blátt áfram verið að flytja guðs orð, einfaldlega og óbrotið. Og prédikarinn dylr sjálfan sig á bak við drottin, til að draga ei úr dýrðinni hans. — Þessi einfaldleiki í rœðugjörð hefir ávallt verið álitinn eiu hennar göfugasta einkunn. En allir góðir hlutir hafa oftast nær einhvern ókost í för með sér hjá oss mönnunum. Það er svo hætt við, að rœðan verði eitthvað litlaus og áhrifalítil, þegar persóna prédikarans dylst mönnum;—honum er þá gjarnt til að tala í almennum orðatiltœkjum og hugsanirnar slá mann ekki með því afli, sem œskilegt er. Tilheyrendrnir heimta með réttu, að fá að skyggnast inn í sálarlíf þess manns, s :m guðs orð boðar, og fá eitthvað að vita um, hvað það hefir cstað hann að eignast þessi sannindi og með hverjumóti þau

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.