Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 9
io5 um bil ári'ö 1500—1430 f. K., e'öa meö öörum oröum rétt á sama tíma, sem þeir Móses og Jósúa voru uppi. Þetta sann- ar, aö fleygritun var þekkt í öllum þessum löndum, sem hér eru talin, á þeim tíma. Þetta sannar auðvitaö ekki, aö Móses og Jósúa hafi ritað bœkr þær, sem bera nöfn þeirra; en það sannar, aö þaö var ekki ómögulegt af þeim ástœðum, sem rannsóknarmennirnir báru fram. í ööru tilliti hefir einnig í seinni tíö staðið yfir veruleg vísindaleg rannsókn í sambandi viö biblíuna. þaö er hin svo kallaða texta-,,kritík“ (eða rannsókn á handritum biblíunnar). Orsök þeirra rannsókna er sú, að til eru um 2000 skrifuð hand- rit af nýja testamentinu frá fornöld. Þegar þau eruborin sam- an,koma í ljós ekki færri en 150,000 mismunandi lesmátar, ef allt er tekiö til greina, svo sem breytileg stafsetning og röð orða. Að komast að vissu um það, hver sé rétti lesmátinn er verk texta-, ,kritíkarinnar“. Þegar á þriðju og fjórðu öld eft- ir Krist unnu sumir kirkjufeðrnir að því, að fá sem réttastan biblíu-texta; því jafnvel þá var farið að bera á mismunandi lesmátum. A miðöldunum lá þetta í dái; þá var latnesk þýð- ing, Vulgata, almennt notuð í rómversku kirkjunni. Með siðbótinni vaknaði að nýju þrá til þess, að sjá biblíuna áfrum- tungunum með sem réttustum texta. Sá, sem gjörði mest í því tilliti fyrir gríska textann, var Erasmus. Hinn gríski texti nýja testamentisins, sem hann gaf út árið 1516, fékk almenna viðrkenning og var notaðr í öllum löndum prótestanta langa- lengi. En er menn loks fóru að bera þann texta saman við handritin, sem smámsaman fundust fleiri og fleiri, þá byrjaði texta-,,kritíkin“ í nútíðarmynd hennar. Englendingrinn John Mill má kallast hinn fyrsti, er vann að því rannsóknarverki. Hann undirbjó útgáfu af nýja testamentinu árið 1707 og dró þar fram 30,000 mismunandi lesmáta. Þýzki guðfrœðingrinn Bengel hélt svo því starfi áfram lengra. Mill setti fram dœm- ið; en Bengel byrjaði úrlausnina. Það gjörði hann með því að komast að nokkrum fastákveðnum grundvallarreglum fyrir því, hvern lesmáta, af mörgum mismunandi, skyldi álíta rétt- an. Margir hafa svo síðan varið mestöllu æfistarfi sínu til þess að ramnsaka handritin, bera þau nákvæmlega saman,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.