Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 7
ic>3 áttu heima á hverju þeirra út af fyrir sig—, meS öSrum orS- um: aS lesa meS fullkominni vissu, aS minnsta kosti í mörg- um meginatriöum, sköpunarsögu jaröarinnar út úr klett- unum. Þetta er sýnishorn af vísindalegri rannsókn í öllum grein- um vísindanna. Vísindamaörinn leggr hönd sína á eitthvaö, sem er fastákveSiö eSa áþreifanlegt, og hann sýnir heiminum þaS. Heimrinn trúir því, ef til vill, ekki undir eins. Hann verör líka aS rannsaka til þess aS vita, hvort þetta er víst eSa ekki; en sé þetta áreiöanlegt, þá má hann til aötrúa; og þessi uppgötvun tekr sér svo sæti í musteri vísindanna. Sé þetta aö eins tilgáta, tilheyrir þaö ekki vísindum, hversu margir vís- indamenn sem kunna aS fallast á, aö þaS sé rétt. ÞaS er t.d. meiri hluti nútíSar-vísindamanna, sem fellst á breytiþróun- arkenning Darwins í öllum aöalatriöum. Þó er hún ekki vís- indi,fyrir þá sök, aS hún er ekki sönnuö. Hún er enn aS eins tilgáta, sem mönnum yfir höfuö finnst meira eöa minna sennileg. ÞaS er langt frá því, aS allt starf vísindamanna sé oröiS aö vísindum. I sambandi viS þaö einmitt er allr ágreiningr- inn. Eölilega vilja allir menn halda því fram, aö þaö, sem þeir staShœfa, sé sannaö. Þess vegna er ósönnuöum tilgát- um oft haldiö aS oss og sagt: ,,Þetta er sannaS. Allir vís- indamenn NorSrálfunnar trúa þessu. Þú ert heimskingi og á eftir tímanum, ef þú ekki trúir líka. “ Mjög merkileg vísindaleg rannsókn snertandi biblíuna hefir átt sér staS í seinni tíö. Hún hefir veriö fólgin í því aö grafa upp úr rústum gamalla borga bókasöfn austrlanda- þjóöanna. Ógrynni af leirspjöldum meö letri á hefir fundizt austr í Mesopotamíu-dalnum. Þau spjöld hafa ómetanlegt gildi fyrir sögu þeirra þjóöa, sem þar bjuggu endr fyrir löngu; en jafnframt varpa þau miklu ljósi yfir sögu Gyöingaþjóöar- innar sökum sambands þess, sem var milli hennar og þjóö- anna austr í dalnum. Því Mesopotamíu-dalrinn var fyrsta heimkynni Abrahams. Austr í þann dal fór þjónn hans til aö leita ísak kvonfangs. Þangaö fór Jakob til aö flyja undan Esaú, Úr þeim dal norðanveröum komu þeir Sargon og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.