Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 8
104
Salmanassar, sem unnu og eyddu Ísraelsríki. Úr suðrparti
dalsins kom Nebúkadnesar, sem lagði Jerúsalem í rústir. I
þeim dal voru Gyðingar í herleiðingar-útlegðinni i 70 ár.
Margt í sögu Gyðingaþjóðarinnar er því náknýtt við sögu
þjóðanna í Mesopotamíu-dalnum. Ef nú saga sú, sem biblí-
an hefir meðferðis, væri mjög óáreiðanleg, mætti að öllum
líkindum þarna fá áþreifanlegar sannanir, sem hefði vísinda-
legt gildi, fyrir því, að í henni sé svo eða svo margar söguleg-
ar villur. Auðvitað má vel segja, að þegar tvær bœkr liggja
fyrir manni og sín segir hvað um eitthvert ákveðið efni, þá
hljóti maðr og að vera í vafa um það, hvor segir satt. Maðr
hafi ekki meiri vissu fyrir því, að leirspjöldin í Babýlon segi
satt frá, fremr en hinar helgu bœkr Hebrea. Engu að síðr
verðr þó auðsætt, þegar allt er nákvæmlega borið saman, að
allmikið af því, sem fyrir liggr, hlýtr að vera óyggjandi sann-
leikr. Þetta er vísindaleg rannsókn. Ef biblían væri í sögu-
legu tilliti óáreiðanleg bók, myndi henni af þessu búin vera
hin mesta hætta. En hver hefir svo reyndin orðið ? Sú, að í
öllum verulegum atriðum hefir þessi rannsókn orðið söguleg-
um áreiðanleik biblíunnar til stuðnings. Hér skal bent að
eins á eitt dœmi í þessu sambandi. Það dœmi er reyndar
ekki úr Mesopotamíu-dalnum, heldr frá Egyptalandi. En það
stendr nákvæmlega eins á með Egyptaland í þessu tilliti eins
og Mesopotamíu-dalinn. Það land kemr við sögu Gyðinga-
þjóðarinnar, og það á jafnvel enn þýðingarmeiri hátt en
Mesopotamíu-dalrinn.
Fyrir árið 1887 var því haldið fram af fjölda lærðra
manna, sem voru að eiga við rannsókn biblíunnar, að Móses-
bœkrnar og Jósúabók (sexbóka-safnið, sem nú er kallað),
gæti ekki verið ritaðar af þeim, sem þær bœkr eru kenndar
við, fyrir þá sök, að ritlistin hafi þá ekki verið kunn á því
svæði. En það ár fannst í gryfju hjá Tel-el-amarna, þorpi
einu í Egyptalandi, heilt safn af leirspjöldum með samskonar
fleygletri og vér finnum hjá Mesopotamíu-mönnum. ÞeSsi
spjöld voru mestmegnis bréf frá konungum og landstjórum á
Sýrlandi, Fönisíu og Kanaanslandi til konunganna Amenophis
JII. og Amenophis IV., sem ríktu á Egyptalandi frá því hér