Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 3
99 Ánnaö skilyröiS er þaö, að kennarinn sé nœgilega vel að sér, sé vel upplýstr í guös orði,—haíi fengiö góöa krist- indómsuppfrœðslu, svo aö hann skilji öll höfuöatriði vorrar lútersku trúar. Þriöja skilyrðiö er, aS hann haji nœgan og góSan vilja, aö niálefni kristindómsins sé honum áhugamál, aö hann vilji leggja mikið í sölurnar fyrir þaö mál. Kennar- inn þarf aö leggja mikið á sig. Hann verðr aö hafa mikla umhyggju og mikinn undirbúning, ef kennslan á aö veröa aö tilætluðum notum. Fjóröa skilyrðið er, að kennarinn kunni aff kenna. Þaö eru margir menn vel að sér, er þó ekki kunna að kenna öör- um. Og aö sjálfsögðu standa þeir þar enn verr aö vígi, sem aldrei hafa sjálfir gengið í skóla. Því kennsluaðferðin ætti að vera lík því, er viðgengst í hinum almennu barnaskólum hér. Kennarinn ætti sem allra mest að kenna meö því að spyrja börnin út úr lexíunni; og verðr hann þá að gæta þess, að spurningarnar sé stuttar, en skýrar, svo að þær krefjist sem allra mest beins svars. Hann ætti að varast allar þær spurn- ingar, sem mætti svara á marga vegu, því þær ekki að eins rugla skilning nemendanna, heldr eru þær líka oft bein orsök í því, aö börnin ekki þora aö svara, af því þau vita ekki, hvort kennarinn á við þetta eða hitt; en við það, aö geta ekki svarað spurningum kennarans, missa þau álit á honum sem kennara og virðing fyrir skólanum. Spurningarnar ætti aö vera sem mest þannig, að þær skýrði hver af annarri sam- hengið í lexíunni, sem oft er tekin úr mörgum mismunandi köflum í biblíunni, en hafa þó ætíð eitthvað sameiginlegt. Enginn skyldi hafa mikil rœöuhöld eöa prédikunaraöferð við börnin, og varast skyldi allar margbrotnar og flóknar útskýr- ingar. Betra er, að barniö fari heim úr skólanum með eina hugsun vel skýra, en meö alla lexíuna hálfskilda. Fimmta skilyrðið er, að kennarinn sé vel undirbúinn. Enginn er svo vel aö sér, að hann ekki þurfi undirbún- ings við. Undirbúningr getr verið margskonar, og allr undir- búningr er víst til nokkurs gagns; en þó má ganga að því vísu, aö ein aðferð geti verið betri og hentugri en önnur^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.