Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1902, Page 10

Sameiningin - 01.11.1902, Page 10
133 frelsarann í biblíunni sem mann um leiö og hann er guS. Til þess þarf ekkert annað en lesa blátt áfram þaö, sem stendr í nýja testamentinu. Þar eru allar þær myndir af manndómi frelsarans, sem til eru. Nýja testamentis rannsóknin upp- götvaði ekki neinar lýsingar á hinni mannlegu hliö frelsarans fyrir utan ný'ja testamentið. Að séra Friðrik bendir ekki á neinn meira ávinning af nýja testamentis rannsókninni en þetta bendir heldr til þess, að hún hafi ekki orðið sigrsæl. Enda er það rétt. Nýja testamentið kom úr þessum hreinsunareldi hér um bil eins og það stóð áðr. Sömu höfundarnir voru almennt viðrkenndir eins og áðr en rannsóknin var hafin, og menn voru nú jafnvel enn sannfœrðari en áðr um það, að bœkrnar flestar hefði verið skrásettar á þeim tíma, sem kirkjan hafði almennt trúað. Vér, sem fylgjum gömlu skoðaninni, megum því vel una við það, að núverandi rannsókn gamla testamentisins sé líkt við nýja testamentis rannsóknina. En satt er það, að nýja testamentis rannsóknin hafði ýmislegt gott í för með sér. Hið sama höfum vér talið sjálf- sagt, að því er snertir hina núverandi ,,hærri kritík“; því drottinn framleiðir gott jafnvel af illu. Drottinn kallar. Prédikan eftir séra Björn B. Jónsson. (Flutt í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg, 21. Sept. 1902, og birt hér eftir áskoran frá ritstjóra ,,Sam. “). Texti: I. Samiíelsbók, 3. kap. Enginn þáttr mannkynssögunnar er eins lærdómsríkr og saga guðs útvöldu þjóðar, Gyðinga, í fornöld. Hvergi sést eins ljóslega samband orsaka og afleiðinga, eins og þar. Hvergi kemr guð almáttugr eins bersýnilega fram í sögu mannkynsins, eins og þar. Saga Gyðinga er undr marg- breytileg. Stundum rís þjóðin hátt upp yfir sjávarflöt þátíð- arinnar og gnæfir til himins, en stundum sígr hún niðr af hæð trúarlegra og siðferðislegra yfirburða sinna, niðr að jafnsléttu

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.