Sameiningin - 01.11.1902, Síða 12
ráðvönd ogguShrædd. Maörinn heitir Elkana, en konan Anna.
Arlega koma þau til Síló til a5 fœra guöi fórnir. Á öllu sést,að
þau þau eru einkar bœnrœkin; en þau búa yfir mikilli sorg : þau
eiga ekkert barn. Anna tók sér þaö svo nærri, aö hún grét oftog
sinntiekki fœöu. Hennihefir, ef til vill, veriö storkaö ogskap-
raunaö af öörum konum, því meöal ísraelsfólks þótti þaö van-
viröa mikil aö vera óbyrja. Hún bar samt harm sinn í hljóöi.
En þegar hún var á bœn í guðs húsi, tjáði hún guði sorg sína.
Eitt sinn, er hún kom til Síló með fórnir sínar, fann Elí prestr
hana á bœn í bústaö drottins. Hún baðst fyrir á þessa leið :
, .Drottinn allsherjar ! ef þú lítr á eymd þinnar ambáttar og
minnist mín og gleymir ekki þinni ambátt, og gefr þinni am-
bátt son, þávileggefahann drottni alla hanslíf-
daga. “ Elí hughreysti hana og fullvissaði hana um, að
guö Israels myndi heyra bœn hennar. Og guð bœnheyrði
hana. Næsta ár kom Elkana einn að foera fórnir, en Anna
var heima, því nú hafði hún nýfœtt barn á brjósti, og kvaðst
eigi mundu fara til Síló fyrr en hún hefði vanið það af.
Hún nefndi son sinn Samúel, sem þýðir ,,guð heyrir“,—,,því
frá drottni hefi eg fengið hann með bœn“, sagði hún. Og er
hún síðar hafði vanið sveininn af brjósti, fór hún með hann til
Síló, að bera þar fram þakkarfórn sína. Hún fœrði Elí
sveininn og mælti: ,,Um þennan svein bað eg, og drottinn
veitti mér bœn mína, sem eg bað hann um; líka vil eg
ljá hann drottni; svo lengi sem hann lifir sé
hann guði léðr. “ Og svo söng hún hinn fagra lofsöng
sinn. — Þetta er frásagan um fœðing Samúels, þessa ágæta
manns. Hann var bœnarbarn. Hann fœddist í heirni bœn-
arinnar og ólst upp í þeim heimi frá fyrstu œsku. — En hvílík
móðir, hún Anna ! Hve marga presta, hve marga drottins
þjóna myndum vér hafa vor á meðal, ef margar væri
mœðrnar hjá oss Önnu líkar, guðelskandi og bœnheitar sem
hún !
Samúel átti góða foreldra, en svo fékk hann líka gott
uppeldi. Þegar í œsku var sveinninn látinn þjóna í ,,bústað
drottins“. Þar var hann látinn gjöra smávik þau, er drengir
geta gjört. Gæfa Samúels á rót sína að rekja til þessa upp-