Freyja - 01.02.1903, Blaðsíða 6

Freyja - 01.02.1903, Blaðsíða 6
70 <tna eíns og g'eisla kórónu um fagra ancllitið hcnnar, snortið af nærvera dauðans, berandi röttarkröfur inæðranna fram ;í bænarörinum sinnar málsnjöllu tungu fyrir ímynduðum áheyröndum sona og feðra þeirra, sem með henni hafa misst sína áhrifamestu og snjöllustu rödd og sann- asta vin. I sannleika heíir heimurinn misst með henni sína beztu konu, göfg- ustu móður og skarpasta hugsanfræðing, Undir móðurarma sína safn- aði hún öllum sem ánauðugir voru. Hún hugsaði fyrir þá hugsunar- iausu, án tillits til kyns. Hún var hreinskilin við sjálfa sig eins og aðra, og fylgdi æíinlega sannleikanum hispurslaúst og í því stóð hún næst- um ein síns liðs. E. C. Stanton stóð ein—óviðjafnanleg eining síns eigindóms. Hún bar sig ein3 og drottning, heimspekingur og vitringur. Vera má að nokkrar konur haíi fylgst með henni í sumum greinum, svo sem glæsilegu orðfæri, og þjóðmegunarfræði. Páar konur, sem hafa geiið sig við lögfræði,hafa náð henni i lögfræðislegri þekkir.gu og skarp- skyggni. Fáar hafa jafnast á við hana sem kennarar, ritstjórar og mannvinir [philanthropists). Einstöku hafa náð henni í náttúruvísindum og félagsfræði. En engin kona liefir haft eins víðan og glöggan sjóndeildarhring og hún, og engin kona liefir haft eins yfirgripsmikla hæfiieika eða andlegt sjálfstæði, né.þckkt og skilið út í yztu æsar öll fö- lagsfræðisleg og stjórnfræðisleg spursmál á dagskrá samtíðar sinnareins og þessi kona, sem háð hefir liálfrar aldar uppihaldslaust stríð fyriross, svo vér mættum landið erfa og ná þeirri viðurkenningu að álítast skyn' semi gæddar sjálfstjórnandi verur. Hughraust lagði hún út á djúpið ó- kunna, óskandi og vonandi þess eins, að liið sama Ijós sem lýsti henni og' gjörði lífsferil hennar bjartan og dýrðlegan, lýsi einnig framtíð vora og krýni mcnn og konur þqirri blcssun, sem lagalegt jafnrétti og sam- eiginleg virðing hefir í för mcð sér, þar sem báðir málspartar biðja um það eitt, sein hvorirtveggja fúslega geta veitt—ótakmarkað jafnrétti. Og svo er hún þá farin frá oss, þessi fyrjrtaks kona, sem mætti ofsóknum, misskilningi og fyrirlitningu með þeirri sálarró er þcir einir geta sýnt, sem fundið hafa lífsins dýpstu þýðingu, klifrað upp á hæðstu sjónarhæðina og kannað fjarlægustu miðin, og náð þeirri heimspekilegri þekkingu, er þær sálir einar gjöra er fundið hafa ráðningu náttúrufræð- innar dujarfyllstu leyndardóma. Iíeiðri hlaðin og södd lífdaga ieið svo þessi mikla, göfuga sál frú oss inn í eillfu þögnina, með hinu sama ein. falda hugrekki og hún hafði lifað, og vér getum ekki annað en saknað og blessað minningu hennar og hljóðlcga sagt: Far þú vel. IIei.e.v H. Gardener. — — Æfi hennar, svo full af andlegri starfsemi í mahnanna þarfir, ó-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.