Freyja - 01.02.1903, Blaðsíða 13

Freyja - 01.02.1903, Blaðsíða 13
93 „HANN SKAPAÐI ÞAU KARLMANN OG KVENNMANN." ENGINN grundvöllur er fyrir þeirri trú, að almáttugur guð hafl ætlað konunni lægri eða þýðingarminni stöðu í heiminum en manninum. Tlún var ekki sköpuð til að vera þræll hans, heldur til að vera jafn. ingi hans. Ekki til þess einungis að hugga hann í raunum hans, lield- ur til að taka þátt í þeim mcð honurn. Ekki til þess að þiggja af hon- um ölmusu, heldur til að vera honum samhoðin aðstoð og liluttakari í hans mikileik. I veraldarsögunni cr mjög glögglega sýnt á hvað lágu stigi menn- ingin liefir staðið á ýmsum tímum, þegar litið er á afstöðu konunnar sözt það eins glöggt og veðurbreyting á loftinu, við að athuga gráðustigann, Ætíð skal maður reka sig á það, að karlmaðurinn er harðstjóri að meiru eða minna leytí 1 réttum hlutföllum við undirokun konunnar. Niður- staðan verður því óumflýjanlega sú, að karlmaðurinn verður aldrei al- fullkominn maður, nema með samOiginlegri fuilkomnun konunnar. Mikil og betrandi áhrif hefði það á manninn, ef hleypidómunum gegn konunni yrði útrýmt, svo hún nyti hindrunarlaust hæflleika sinna. Siðferði karlmannsins er æflnlega undir því komið, hvernig siðferði þeirrar konu er, sem hann mest umgengst. Eigi siðferði mannsins að taka bótum, verður siðferði konunnar fyrst að taka sér fram, eins og það í sannleika ætíð gjörir. Það er gamalt viðkvæði hjá karlmanninum, að löstunum sé lítt saman jafnandi, og hefir hann þá nógar afsakanir fyrir sjálfan sig. Ilrasi hann, þá er það fyrirgefanleg yfirsjón, sem engan vegin má hon- um.til lýta leggja, lieldur skoðist sem meðskapaður brestur. Aftur á hinn bóginn ef konan hrasar, þá er það einungis Kristur sjálfur, með því að koma í annað sinn til jarðríkis, sem getur fyrirgeflð henni. Þessi lög, sem karlmaðurinn hefir ekki einungis skrásett á pappírnum, held- ur og gróðursett í hjörtu alls mannkynsins, hafa verið og eru enn þá sveigjanleg, þegar um sekt hans sjálfs er að ræða, en æfinlega hörð og ósveigjanleg þegar konan á í hlut. Það sakar migekkiþóég sé sið. ferðislega löttúðugur, segir karlmaðurinn, og þó álítur hann að k o n a n fremji glæp undir sömu atvikum. Orsökina til þessarar hlutdrægu og skökku skoðunar á afstöðu kon- unnar gagnvart manninum, cr næsta auðvelt að útlista. Til skamms tíma hefir heimurinn verið orustuvöllur að eins. Sagan sýnir óslítanlega

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.