Freyja - 01.02.1903, Blaðsíða 32
íieed sagði nú vini sínuni samta 1 þeirra f'rúnna nm Uelenu «g frá
tillögum þeirra, ungfrú Bhaw og lögmannsfrúarinnar eftir að þær bætt'
ust í hópinn í skógarsætinu hjá vatninu í Lakeside-
Granger varð forviða. ,,Það er gamalt máltæki, að morð hljóti ad
komast upp. Eg bjóst ekki við að hafa sjálfur komið upp leyndarmáii
mínu og það sofandi“.
,,Ég held stundum að náttúruna værni svo við syndum mannanna
að hún sýkist og selji þeim upp aftur“.
Granger brosti að þessu einkennilega svari og sagði:. ,,.Það er tæp-
lega hægt að segja að þú hafir stolið þessari hugmynd, líeed, því sé hún,
ekki frumleg, þá veit ög ekki hvað er frumlegt- En ætli okkur sé nú.
ekki bezt að halda heim. Þær konurnar fara víst að halda að við söuni
ekki sérlega hrifnir af þeim“.
„Og þær gætu farið fjær sannleikanum", sagði Iieed og brosti.
Lögmannsfrúin var nú komin í stofuna, en enn var hún feimin eins.
og skólastúlka en þó náði hún sér smátt og smátt, það er að segja sín-
um meðfædda og upptekna tepruskap og hæversku. Nú var farið að
leika á hljóðfæri og að því búnu var talað um markleysu eiria eins og
oftast á sér stað í þess konar félagsskap.
Það var hægt að sjá að G'ranger gjörði sitt ítrasta tíl að lengja vök-
una, en hún kom samt á enda. Það væri óþarft að reyna að lýsa fyrir
lesöndunum, atlotunum sem biðu Grangers frá konunnar hálfu. En.
það er víst, að nú skildi hann glöggt mismuninn á því sem var, og því
sem hefði getað verið hefði hann haft drengskap og sjálfstæði til að
reynast Helenu trúr. Hann vissi líka vel að nú var hann að hyrja
uppskeruna af því er hann sjálfur hafði sáð til—uppskeru, sem hann sá.
engan mögulegan enda á hörna megin grafarinnar.
Y. KAP.
Eimaman.
Ég leit í kringum mig, en þar var enginn til að hjarga
þess vegna frelsaði mín eigin hönd mig. — Biblían.
Því forlögunum fá þar tveir ei mætt
á förnum vegi er leiðir grafar til,
né Bigurbrautum eólrík skýin við,
því ber ég alein þungan þrauta kross
að þiggi eg alein sœmd að loknu stríði'1. —Burleigb.
Reed kom á umsðmdum tíma til Lakeside að vitja einkamálanna
við Helenu. Þegar hann kom að heimili þeirra mæðgna sá hann þar
enga lífs-hreyfingu. Hann barði þá nokkrum sinnum, en það kom fyrir
sama, tekur hann þá í hurðina, finnur að húnerólæst oggengur þvíinn.