Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1903, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.03.1903, Qupperneq 13
9 þannig að skilja þessa gömlu sögu um glímu Jakobs. Hann nefndi staðinn Pníel, sem merkir auglit guðs,— ,,því“, sagði hann, ,,eg hefi séð guð bersýnilega, og líf mitt er frels- að. “ Og í því hann um morguninn eftir hina miklu andlegu baráttu alla nóttina, bœnina, glímuna við guð, lagði á stað til þess að halda áfram ferð sinni, rann sólin upp. Kæru vinir ! I andlegum skilningi rennr sólin upp yfir yðr alla, þegar þér í bœnarbaráttu yðar eruð komnir svo langt.að þér hafið beygt yðr undir vilja guðs. En þetta getum vér hvergi til fullnustu lært nema hjá þeim eina—Jesú frelsara vorum í Getsemane. Bœnin — auðmjúk, heit, sterk, dýrðleg bœn—er sam- tvinnuð við sálarkvöl Jesú í Getsemane. Þetta tvennt — kvölin og bœnin — er þar svo fast saman vafið, að það verðr með engu móti rakið sundr. Gegn um bœnina streymir kvölin, angistarhugsanin, fram úr djúpi sálarinnar; en hins vegar fær sál hans út af þeirri bœn, innan skamms, þegar tíminn — guðs tími — er kominn, fullkominn frið. Ó, brœðr og systr! Hér sjáið þér svo vel, — hvergi eins vel og einmitt hér, — hvílík lífsnauðsyn það er fyrir alla að kunna að biðja, hve óendanlega dýrmætt það er að geta á þann hátt leitað á náðir himnaföðursins, þegar þár,syndugir, veikir, ósjálfbjarga menn, eruð í einhverjum sárum nauðum staddir. Ef til vill amar ekkert verulegt að þér, vinr minn, nú sem stendr. Ef til vill þekkir þú ekki mótlæti, sorg og kross, nema af af- spurn. En enginn dagr er í því tilliti til enda tryggr. Það getr áðr en minnst varir runnið upp yfir þig biksvart hörmungar- ský. Það er eins líklegt og nokkuð annað, að þú sért nú á leiðinni til Getsemane og verðir þangað kominn innan mjög skamms tíma. Þar er öllum að sjálfsögðu búin kvöl og sorg, sem enginn náttúrlegr mannskraftr fær rekið burt eða neitt við ráðið. Ó, að þú sért þá algóðum og almáttugum guði svo handgenginn, að þú kunnir að biðja hann með sanntrú- aðri, iðrandi, auðmjúkri bœn í Jesú nafni! Það getr tekizt að ná til guðs á bœnarinnar leið eftir að til Getsemane er komið, þótt aldrei hafi menn haft reynslu fyrir þeim sam- fundum áðr. En það er mjög hæpið og heyrir vissulega til undantekninga frá því, er vanalegt getr talizt. Það má

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.