Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 2
50 4. í blænum, sem um loftið líðr og leikr milt um kinn, er andi guðs svo unaðs-blíðr rneð allan kærleik sinn. Hann þíðir, vermir, mildar, mýkir og meinum eyðir, þar sem sorgin ríkir. Hann fœrir hingað frið á jörð; ó, fœrum honum þakkargjörð. 5. Ó, lof sé þér, þú líf og andi, sem lífgar hjörtu dauð ög fœrir hingað lffs af landi oss líf og himnabrauð. Ó, hallelúja, hósíanna ! Það himnabrauð, það sáluhjálpar-, ,manna“ er drottins orð um elsku’ og líkn, það orð, er segir: Þú ert sýkn. Tuttugasti og þriðji sálmr Davíðs. (Hirðissálmrinn.) Drottinn er minn hirfiir; mig mun ekkert bresta. í grœnu haglendi lœtr hann mig hvílast; afi hœgt rennanda vatni leidir hann mig. Hann hressir mína sál; ha?tti leiðir mig á réttan veg fyrir síns nafns sakir. þó eg œtti að ganga um dauðans skugga dal, skyldi eg samt enga ógæfu hrœðast, því þú ert með mér; þín hrísla og stafr hugga mig. þú til- reiðir mér matborð fyrir minna óvina augsýn; þéi smyrð mitt höfuð með viðsmjöri; út af mínum bikar rennr. Sannarlega fylgja mér þín góðgirni og miskunn alla daga míns lífs, og cefitilega skal eg btia í drottins húsi. Um engan af Davíðs sálmum þykir að líkindum kristnu fólki almennt eins vænt og þennan, og enginn annar er því vissulega eins vel kunnr. Allt, sem orðið getr til þess að varpa aúkinni ljósbirtu yfir þann dýrmæta, guðinnblásna skáldskap, ætti því að verða vel þegið. Hér kemr grein um þennan Dav/ðs sálm, sem nýlega birtist í aðal-kirkjublaði General Council-manna, ,,The Luth-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.