Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 11
59 A8 fimmtíu árutn liönum ætti einkenni Lúters-trúarinnar hér í álfu aö vera: óyggjandi evangeliskr rétttrúnaðr, fögr og sögulega rétt guösþjónustuform, óþreytandi eljusemi og hiblíuleg andagift. Bandalögin (Luther Leagues) eiga aö kenna oss aö meta þýöing samkvæmislífsins mnan kirkjunnar. Þótt bandalögin ekkert annað gjöröi en þetta eitt, þá leysti þau þó af hendi þýðingarmikið verk. Náinn kunningskapr á aö vera milli allra meölima safnaðarins. Og ekki má vera til nein stétta- greining innan safnaöarins. Milíóna-eigandinn og daglauna- maðrinn eiga aö búa þar saman sem brœör á heimili fööur síns. Þennan sannleika á hin lúterska hjörö kirkju vorrar aö hugleiöa og framkvæma á næstu fimmtíu árum. Ef henni auðnast það, þá vinnr hún mannfélaginu hiö mesta gagn. Lúterska kirkjan á aö halda fast við trú feöranna, en forðast trúarlega nýgjörvinga vorra tíma. Eg er sannfœrðr um, aö sumar ályktanir vorar, t.a.m. ályktanir Ágústana-sýnódunnar um leynifélög, hafa verið óvitrlegar og óheppilegar. Afstaöa vor við meölitni leyni- félaga utan kirkju og innan ætti aö vera alveg eins og við aöra menn. Aö semja sérstök lög og reglugjörðir þeim viövíkj- andi, sem þó samkvæmt hlutarins eðli er ómögulegt að fram- fylgja eins og stendr á fyrir oss, finnst mér vera bæöi óamer- ískt og ólúterskt og algjörlega óframkvæmilegt. Með sjálfum mér finnst mér, aö allt fyrirkomulag leyni- legra og eiösvarinna félaga geti verið hættulegt, ekki aö eins fyrir kirkjuna, heldr líka fyrir þjóðfrelsi vort, þótt ekki þurfi það nauðsynlega að vera. En það hlýtr aö vera auðveldara að lækna sjúkdóminn, ef það er sjúkdómr, meö sjúklinginn á spítalanum, en ekki úti á götunni. Guös orð eitt getr upp- lýst mann. Ef maör ekki lætr sannfœrast af guös orði, munu mannlegar fyrirskipanir aldrei geta það, — og öll stefna bæði hjarta vors og höfuös á að miöa að því að frelsa eins marga og unnt er. Lúterska kirkjan í Ameríku verðr að sníða sig meir eftir hérlendum háttum á næstu fimmtíu árum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.