Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 12
6o Meö þessu á eg ekki viö tungumálið, sem talaö verör, heldr viö hugsunarhátt og starfs-aöferöir kirkjunnar í heilu lagi. Maörinn verör ekki aö amerískum manni hvorki fyrir fœöing né menntun, heldr vex maör smátt og smátt til aldrs- hæðar hins fullkomna borgara, bæöi að því er réttindi og skyldur snertir. Ef þetta er satt, þegar um einstaklinginn er að rœöa, þá er það líka satt meö tilliti til félaganna, sem ein- staklingarnir hafa myndað. Lúterska kirkjan í Ameríku hefir þrásinnis verið kölluö útlend kirkja. Hún hefir of oft átt það nafn skiliö. Vér höfum komiö hingað frá þýzkum og skandínaviskum löndum og enn fleiri löndum, og framan af hefir oss fundizt, aö vér værum útlendir og gestir á hinni nýju fóstrjörð vorri. Þús- undum saman höfum vér óskað oss heim aftr til ættjarðar- innar. En þetta ástand breytist algjörlega með annarri og þriðju kynslóðinni. Þess vegna spáum vér því, að það hætti með öllu á næstu fimmtíu árum. Kaþólska kirkjan og Meþodistar láta venjulega lang-mest til sín taka í þjóðlífinu hér í Ameríku. Hvers vegna ber svo mikið á þeim ? Af því að þeir hafa vakanda auga á því, sem fram fer. Þegar McKinley forseti var myrtr, varð Ireland erkibiskup einna fyrstr til aö taka opinberlega til máls út af þeim sorgar- atburði og fordœma hinn svívirðilega glœp. Þótt eg sé lút- erskr í húð og hár, tók eg engu að síðr með gleði og lotning í hönd hans nokkrum vikum seinna og þakkaði honum fyrir orð hans. Kaþólskir menn og Meþodistar eru allsstaðar ná- lægir og ávallt til þess búnir að þjóna öðrum og taka þátt í opinberum athöfnum. Hingað til hafa prestar kirkju vorrar dregið sig of mikið í hlé, hafa sýnt allt of mikla hógværð, hafa staðið langt í burtu og horft þegjandi á framfarir hins ameríska þjóðlífs. En þetta mun breytast og leiðréttast smámsaman. Synirnir munu ganga með dugnaði að því verki, sem feðrnir töldu sér óviðkomanda. Börnin munu ekki líta á sig sem útlendinga og gesti, heldr fullkomna borgara þéssa lands og óaðgreinan- legan part heildarinnar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.