Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 10
58 sinn skerf, svo þessu marg-þráöa takmarki veröi náð. Ekk- ert hefir jafn-mikil áhrif eins og skólalífiö í Ameríku á náms- manninn. Þaö eyöir þröngsýni hans, stœkkar sjóndeildar- hring hans, fær honum yfirgripsmeira ætlunarverk; og sé skólinn rétt valinn, gjörir hann nemandann tryggan, íhalds- saman, staöfastan starfsmann sinnar eigin kirkju. Hinar lútersku menntastofnanir vorar í Ameríku tala ensku, og anda að sér lofti frelsisins og brœöralagsins, sem er grundvöllr þjóðlífsins í Vestrheimi, og þar lifir og ríkir ætt- jaröarástin í blóma. Hver maör, sem frá hinum lútersku skólum landsins kemr, gengr með þessa ósk í hjarta sínu : Ein sameinuð lútersk kirkja í öllurn Vestrheimi. Guö gefi, að sú ósk nái bráðlega að rætast. Lúters-trúarmenn hér í landi greinir á um margt, er lýtr að ytra fyrirkomulagi og hegðun. Meðal þeirra eru sumir strangir kirkjusiða- og ,,hákirkju“-menn með prestaskrúða og tíðareglur; aðrir eru oftrúar- og ,,lágkirkju“-menn með sterka tilhneiging í trúarofsa-áttina. Milli þessara öfga eru margar ,,stefnur“ og skoðanir, margskonar mismunandi skiln- ingr á lúterskum kenningum um bæði trú og líferni. Hvernig fer um allt þetta ? Mun ,,hákirkjumaðrinn“ verða að tómum siðamanni ? Mun ,,lágkirkjumaðrinn“ snú- ast í ofstækismann? Guð forði oss frá því! Er ekki skynsamlegt að ætla, að hið göfugasta, sannasta og bezta í hvorri stefnunni um sig nái saman og gjöri eitt úr báðum ? Lúters-trúarmaðrinn, sem flytr guðsþjónustur sínar eftir fögrum, líkingarfullum, sögulega réttum tíðareglum, — mun hann ekki minnast þess, að þegar allt kemr til alls, er það hinn lífgandi andi, sem er hið eina nauðsynlega ? Trúin er líf, andleg tilvera sköpuð af guði. Og Lúters-trúarmaðrinn, sem svo mikla áherzlu leggr á auka-guðsþjónustur og ákafa starfsemi, — mun hann ekki með tímanum auðmýkja sig og kannast við, að allr kraftr kemr frá guði einum, og að náðar- meðulin eru verkfœri guðs, sem hann vinnr með hin dásam- legu verk sín meðal mannanna, og að ,,ekki er allt gull, sem glóir“, ekki heldr í starfs-ákafa trúarlífsins hér í Vestrheimi?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.