Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.06.1903, Blaðsíða 15
63 haföi hann rétt upp undan sænginni. Hún tók í hana, en höndin var ísköld. Drengrinn var ekki sofandi, eins og hún hugsaöi, heldr var hann dauör. Þegar hann haföi farið að sofa, haföi hann rétt höndina upp undan sænginni, og studdi undir olnbogann með lófanum á hinni hendinni. Þannig hafði hann sofnað, og Jesús hafði tekið eftir honum, munað eftir bœnum hans og tekið hann með sér þangað, sem öll tár þorna. Þú, sem þetta lest! Þig langar, ef til vill, ekki til að deyja eins og litla drenginn, en vilt lifa niörg ár enn. En ef þú ert trúaðr kristinn maðr, er það þó innilegasta löngun þín, hjartans ósk þín og bœn, að fá á síðan að koma þangað, sem Jesús er, og fá að vera hjá honum eilíflega, þar sem engin synd og ekkert stríð er til, engin sorg né tár, ekki harmr né vein né mœða. Sál og sinni getr þó orðið svo þreytt af alls- konar stríði og mœðu, að menn af hjarta langi til að leysast héðan og hvílast í faðmi frelsarans. Látum oss þá gjöra eins og litli drengrinn. Látum oss í öllu stríði og baráttu lífsins, í synd og sorg rétta höndina — biðjandi hönd — upp til himins, til þess að Jesús geti séð hana og vitað, að oss langar að fá að koma til hans, burt frá þessari jörð, burt frá stríði og baráttu, synd og sorg, og fá að vera hjá honum, og eins og hann, lausir við synd og sorg, í heilagleika, friði og gleði. Það er sagt frá því í 2. bók Mósesar (17. kap.), er Isra- elslýðr átti í bardaga við Amalekíta, að Móses gekk upp á fjall og rétti upp hönd sína í bœn til guðs. ,,Þá gjörðist það, að alla þá stund, er Móses hélt upp hendi sinni, þá höfðu Israelsmenn betr, en þegar er hann lét síga höndina, þá veitti Amalekítum betr“ (11. v.). Kæri lesari ! í hverju stríði sem þú kant að eiga, þá gleymdu ekki að rétta höndina upp undan sænginni, þegar þú fer að sofa, til þess að minna Jesúm á þig. Því þú ert svo lítill, eins og veiki drengrinn. Gjafir til skólasjóðs kirkjufélagsins. Frá Winnipeg: Jón A. Blöndal og Árni Eggertsson, $10 hvor; Andrés Freeman, $5; Garffar: Stefán Eyjólfsón, $10; Ólafr Ólafsson, Oddr Johnson, Jón Hall, Björn B. Jónasson, Jón Brandsson, Friðbjörn Samson, $5 hver; Aðalmundr Guð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.