Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 3
147 Má aí því rá8a, hve mikiö þyki variö í greinina. Máliö, sem þar er rœtt um, er mikilvægt umhugsunarefni fyrir allt kristiö fólk, sérstaklega á þessari tíö, sem kemr meö jafn-meiri kröf- ur til lærisveina Jesú Krists en nokkur önnur tíö frá því á postulaöldinni. Og einkar vel á þaö viö, aö mál þetta sé lagt fram fyrir safnaöarfólk vort um jólaleytiö, þegar kirkjan meö hátíöarhöldum sínum minnir allan lýö svo sterklega á gjöfina óviöjafnanlegu og óumrœðilegu frá guöi til vor allra, synd- ugra manna. Skrifari kirkjufélagsins, séra Björn B. Jónsson, biör aö heilsa söfnuöum vorum öllum og skorar um leið á þá aö senda honum undir eins eftir nýár skýrslur fyrir áriö 1904. í því skyni gjöri embættismenn safnaöanna svo vel, aö skrifa til hans eftir eyöublööum undir skýrslurnar. í staöinn fyrir hr. Sigfús Blöndal, sem ekki gat tekiö kölluninni til íslenzka kennaraembættisins viö Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minn., hefir skólamálsnefnd sunnanmanna nú ráðiö til þeirrar stöðu hr. Gísla Skúlason, kandídat í guðfrœði frá Kaupmannahafnar-háskóla, nú í Reykjavík. Hann hefir allra beztu meðmæli frá öörum eins mönnum og séra Þórhalli Bjarnarsyni, lektor, og hr. Einari Hjörleifssyni, ritstjóra. En ekki stendr til, að hann geti kom- iö vestr fyrr en snemma á næsta sumri. Kirkja St. Páls safnaöar í Minneota, heima-kirkja séra Björns B. Jónssonar, hefir nýlega eignazt samkomusal ágæt- an. Þar verör sunnudagsskóli safnaöarins framvegis haldian. Salr sá er í kjallara undir kirkjunni. Þar er og hitunarvél, sem hitar upp húsiö allt. Til þessara umbóta á kirkjunni hefir söfnuðrinn variö sem næst tveim þúsundum dollara. Kirkja Vídalínssafnaöar í nánd við Akra-pósthús, í prestakalli séra Hans B. Thorgrímsens, hefir einnig á síöasta missiri mikiö verið endrbœtt, meöal annars fengið á sig turn, sem fer henni vel. Viögjörö sú hefir kostaö um 800 dollara. --------- .......................i

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.