Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 7
hjá hr. H. S. Bardal, Cor. Elgin og Nena, Winnipeg, Man. Verð io ct. fyrir 52 spjöld. Þeir, sem unnið hafa að sd.sk. starfi og annt hefir verið um þau mál, hafa fundið sárt til þess, hve lftið væri til af hjálparmeðulum viö kennslu í sd.sk. á íslenzku. Sérstaklega hafa margir kvartað yfir því, að ekkert væri til með myndum, sem nota mætti við kennsluna og gefa mætti börnunum, eink- um hinum yngstu. Oft hefir því verið talað um það, hvort ekki væri neinn vegr til þess að bœta úr þessu. Á síðasta kirkjuþingi skýrði sd.sk. nefndin frá því, að hún heföi verið að reyna að útvega sd.skólunum lexíu-spjöld með myndum og ísl. texta handa minnstu börnunum í sd,- skólunum, og að sér hefði telcizt að komast að viðunandi samningurn, svo nú gæti hún lofað því, að hafa til sölu svona löguð spjöld innan skamms. Nú hefir þá nefndin efnt loforð sitt, þótt lítið eitt sé seinna en búizt var við. Gjörir það raunar lítið til, hvort byrjað er með spjöldin mánuði fyrr eða seinna. En hitt skiftir miklu, að þau verði nú keypt og notuð. Lexíu-spjöld með myndum og ísl. texta er nýung á meðal vor. Að vísu eru það engin stórtíðindi, en góð tíðindi eru það. Og meira getr orðið úr þessari litlu byrjun, ef vel tekst. En það verðr undir því komiö, hvaða undirtektir hún fær. Sá, sem byrjar lag í því skyniað aðrir taki undir og syngi með, þreytist fljótt á að syngja, ef illa er tekið undir með honum. Eins fer lfklega með þessa byéjun, ef henni verðr illa tekið. Það verðr lftið úr henni. En þá verðr þeim um að kenna, sem heimta, að eitthvað sé gjört í þessa átt, en vilja svo ekki vera með, þegar byrjað er. Annars er nú ekki búizt viö því, að undirtektir verði daufar. Það er búizt við góöum undirtektum. Það er búizt við því, að fólki þyki nú vænt um að eiga kost á að eignast myndaspjöld eins og þessi, og fólk sýni það, með því aö kaupa þau og nota, og gefi svo þeim, sem byrjað hafa á þessu, hvöt til þess að gjöra meira. Það er stórum mun erviðara að gefanokkuð út á íslenzku

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.