Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 9
153
3yst, af því þau eiga von á nýju spjaldi meö nýrri mynd á,
þegar þau hafa lokiö viö spjaldið, sem þau hafa. En muna
'verðr að láta börnin aö eins fá eitt spjald í einu og ekki sjá
hin fyrr en að þeim kemr.
Næsta ólíklegt er, að ,,Ljósgeislar“ nái ekki hylli ís-
lenzku mœðranna kristnu. Þær langar til þess að kenna
börnunum sfnum kristindóminn, en kvarta yfir því svo oft, að
þeim gangi illa; því bæði kunni þærekki að kenna og svo sé
lystin svo lítil hjá börnunum. Spjöld þessi verða þeim vafa-
laust ljósgeislar.
N. Steingrímr Þorláksson.
----♦— —/'A/V>——♦—*—
Kvöldsálmr
eftir Ingemann, þýddr af hr. Jóni Kunólfssyni.
(Meö sínu lagi.)
1. Af klukknahljómi kirkna er
nú kvöldró þýðum rofin,
og brátt und væng sér fuglinn fer
að fela höfuð sofinn.
Nú finnast börn og fylkja sér
sem fuglar smáir á greinum;
en sá, sern engati aö á hér,
ber angr í hugar leynum.
2. Og blæju-skugga blíðnótt fer
nú bráðum heim að klæða:
en sá, sem engan að á hér,
fær augum lyft til hæða;
og alskyggnt drottins auga sér
og englaskarinn fríðr
í náö til hvers, sem einn hér er
og angr og sorgir líðr.
3. Hann bœtir sinna barna mein,
hann blessar háa og lága
og fugl, er hvílir hljótt á grein
með höfuð una vængnumsmáa;
hjá hvílu vorri vakir hann
og vaggar fugli á hlyni
og yfirgefr aldrei þann,
sem engum styðst hér vini.