Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 8
152
en á ensku, eins og allir skilja, sem um þaö vilja hugsa. Vér
Isl, erum svo fáir. Markaörinn hjá oss þess vegna svo lítill,
eins og smá-ey í samanburöi við heimsálfu, þegar um enska
markaðinn er að rœöa. Þetta gjörir þaö svo miklu dýrara
fyrir oss aö gefa nokkuð át.
Þó eiga ,,Ljósgeislar“ aö seljast fyrir sama verð hjá oss
eins og svipuð spjöld seljast á ensku, aö eins io cent fyrir 52
spjöld. Eitt spjald er ætlað hverjum sunnudegi á árinu.—
Það var ráðizt í að gefa út ekki svo lítið upplag, til þess unnt
væri að selja með þessu verði, í von um að salan yrði betri.
En þá ríðr á því, að spjöldin verði vel keypt. Annars verðr
útgáfan byrði fyrir kirkjufélagið.
Muni nú allir góðir menn þetta og sýni, að þeir kunni að
meta þetta, sem nefndin hefir ráðizt í.
Nafnið á spjöldunum—,,Ljósgeislar“—á að minna á, að
þau eiga að flytja geisla frá ljósinu, guðs orði, sem er ljósið á
vegum vorum, af því Jesús Kristr, ljós heimsins, er í því og
gjörir það að ljósinu. Þeim megín, sem nafnið er, er biblíu-
mynd (ekki lit-mynd) á hverju spjaldi með nafninu á mynd-
inni fyrir neðan og tilvitnun til kafla þess úr ritningunni, sem
myndin á að útskýra. Hinum megin er stuttr minnistexti,
lítil saga út af myndinni, spurningar út af sögunni með svör-
um, og svo fimm biblíusögu-spurningar með svörum. Lexí-
urnar á spjöldunum eru með áframhaldandi númerum,alls 52,
jafn-margar og sunnudagarnir á árinu. ,,Ljósgeislar“ eru
ofr lítil biblíusaga með myndum. Myndirnar eru góðar og
skýrar.
Ekki er ætlazt til, að ,,Ljósgeislar“ sé að eins fyrir sd.sk.,
heldr að þeir verði líka notaðir, þar sem engir sd.sk. eru, á
heimilunum við kristindóms-uppfrœðslu. Það má byrja að
kenna börnum kristindóminn með þeim. Líka má láta börn
œfa sig í að lesa á þeim.
Það er kostr kennslunnar vegna, að það eru spjöld.
Barnið fær að eins eitt spjald í einu. Hin eru geymd. Næsta
spjaldið fær barnið akki fyrr en það er búið með það, sem
það hefir. Þá er það líka geymt. Bæði geymast spjöldin
betr með þessu móti og svo lesa börnin og læra með meiri