Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 13
157 þeim eða þeim til, sem hann er skyldr að annast. Gyðingar töldu aldrei íórnir þær, er þeir báru íiam í musterinu í nafni sjálfra sín eða fjölskyldu sinnar, sem partaf tíundargjörð sinni. Ekki heldr töldu Gyðingar nokkurn tíma ölmusugjafir sín- ar með í tíundargjaldi sínu, og var þó ávallt meðal þess fólks litið á það að gefa ölmusu sem heilaga skyldu. Tíundin varð ætíð hjá þeim að sitja í fyrirrúmi fyrir ölmusugjöfum. Það, sem þeir lögðu fram í góðgjörða skyni, varð að vera tekið af þ.úm níu tíundu pörtum af tekjum þeirra, sem heyrðu þeim sjálfum til, en ekki af þeim tíunda partinum, sem v ir drott- ins. Hver getr þá látið sér til hugar koma, að þegar í nýja testamentinu er boðið að gefa á reglubundinn hátt og örlát- lega, þá sé þar ætlazt til, að þau útlát öll samanlögð skulí vera neðan við það, sein allra minnst var ætlazt til meðal Gyðinga og heiðingja að gefið væri af trúarlegum hvötum ? Það nær engri átt að ímynda sér slíkt. ,,Ókeypis meðtókuð þér; ókeypis skuluð þér láta út. “ ,,SeIjið eigur yðar og gefið ölmusu. “ ,,Hver yðar leggi afsíðis heima Iijá sér á fyrsta degi vikunnar og geymi í einum sjóði það, sem honum heppn- ast (að spara). “ ,,Hver gefi eftir sinni hugarlund, ekki með hryggu geði eðr nauðung; því guð elskar glaðan gjafara. “ ,,Minnizt orða drottins Jesú, því hann sagði: Sælla er að gefa. en þiggja. “ ,,Ef þér því ekki hafið verið trúir yfir hinum rangláta mammoni, hver mun þá trúa yðr fyrir sannarlegri auðlegð?“ Menn lesi þessar og þvílíkar áminningar í nýja testamentinu í ljósi þess, er ritað stendr í gamla testamentinu, og segi svo, ef þeir sjá sér fœrt, að kristinn maðr geti frammi fyrir augliti guðs haldið heiðri sínum, þó aðhann gefi ekki svo mikið sem tíunda partinn af tekjum sínum málefni drottins til stuðnings. En einhver kann að segja: ,, Allt, sem vér höfum, er drottins. Hvernig verðr þá sagt, að vér séum skyldir til að gefa drottni einn tíunda part fremr en tvo tíundu parta? Vér erum kristnir uwiboðsmenn að því er snertir meðferð alls þess, sem oss hefir verið trúað fyrir. “ Nei, þetta er ekki að fara vel með málið, sem nú er um að rœða. Umboðið kristilega snertir að eins níu tíundu partana af því, er vér fáum í tekjur.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.