Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 4
148 Á kirkjuþingi voru síöasta var séra N. Steingrími Þor- lákssyni faliö á hendr aö tiltaka einn sunnudag á árinu til þess aö þá sé viö hinar opinberu guösþjónustur safnaöanna boriö fram offr til handa hinum nýstofnaöa heiöingja-missíónar- sjóöi kirkjufélagsins. Hann hefir nú í því skyni tiltekiö I. sd. e. þrett. (8. Jan. næstkomanda), og er þaö fyrir hans hönd hér með auglýst öllum hlutaöeigendum. Jafnframt gefr hann þá bending, aö vel fœri á því, að prestarnir hefði við það tœkifœri fyrir prédikunartexta epífaníu-guðspjallið gamla: Matt. 2, 1—12 (söguna um vitringana úr Austrlöndum). Samkvæmt ályktan sama kirkjuþings skyldi og einn sunnudagr á árinu tiltekinn til þess aö þá sérstaklega væri í prédikunum prestanna talað um bindindi, og sömuleiöis í sunnudagsskólunum vakin athygli nemenda og kennara að því máli. Sá dagr er nú einnig tiltekinn og hér með auglýstr: 2. sd. e. þrett. (15. Jan.). Þá gefst söfnuöunum tœkifœri til þess að hugsa vandlega um bindindismál nútíðarinnar í ljósi hinnar helgu sögu um kraftaverk frelsarans í brúðkaupssam- kvæminu í Kana, sem er hið fastákveðna guöspjall þess drott- insdags. Trúmálafimdir. í vikunni í miðjum Nóvember voru á fimm stöðum innan íslendinga-byggðarinnar í Pembina County, Norör-Dakota, haldnir trúarsamtalsfundir: í kirkju Vídalínssafnaðar þriðjud. 15. um hádegisbil; í kirkju Hallson-safnaðar undir kvöld sama dag; í kirkju Víkrsafnaðar á Mountain miövikud. 16. eftir há- degi; í kirkju Garðar-safnaöar fimtud. 17. á sama tíma; og á föstudag 18. aö kvöldi í'kirkju safnaðarins í bœnum Pembina. Á þremr fyrstu fundunum var umrœðuefni fermingin. Fundr- inn í kirkju Hallson-safnaðar var einnig fyrir Pétrssöfnuð. Á Garðar var rœtt um leikmanna-síarfsemi; sá fundr var ekki að eins fyrir Garöar-söfnuð, heldr og fyrir Þingvallasöfnuð. Á fundinum í Pembina var rœtt um keiffingfa-missíón. Sex af prestum kirkjufélagsins voru á hinum fjórum fyrstnefndu af fundum þessum—sunnanprestarnir allir þrír (séra Hans B.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.