Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 10
154
4. Því barni mest, sem einstœtt er,
guös armr hjúkrar mætr;
hann sendir engla helgan her
til hauörs í friöi nætr;
og þegar sérhver blundar brá,
þeir breiöa’ út vængi glaöir,
en vöggu alheims vakir hjá
hinn voldugi himnafaðir.
•----->-o«-c=—«---
Tíundarskyldan.
Sumar eru þær skyldur, sem biblían virðist kannast vi5
að legiö hafi mönnum í augum uppi frá öndverðu. Það er
ekkert minnzt þar á upphaf þeirra eöa það, er þær fyrst voru
gjöröar mönnum kunnar. Þess er öðru hverju getið í hinni
helgu sögu, að á móti þeim hafi verið brotiö, eöa að þær hafi
verið rœktar,löngu áðr en frá því er skýrt.að þær hafi sérstak-
lega verið fyrirskipaöar. Það lítr svo út sem það sé gengið
að því einsog vísu, að mönnum hafi veriö kunnugt um það,
að slíkt væri skyldur, frá því fyrst er mannkynssagan hér í
heimi hófst.
Það er þannig t. a. m. ekki skýrt írá neinu lögmáli gegrt
manr.drápi fyrr en eftir flóöiö; en ekki varð Kain sýknaðr af
glœp sínum fyrir það, að honum hafði aldrei verið sagt, aö
hann mætti ekki lífláta bróður sinn. Ekki er neitt boöorð til
f neinni af hinum fyrri eða eldri bókum ritningarinnar um
bœnina—hvorki opinbera bœn né bœn í einrúmi; en skýrt
sést það, aö flestir forfeðranna, sem nákvæmar sögur fara af.
hafa haft þann sið að biðja. Og þó að ekki sé sérstaklega
brýnd fyrir mönnum bœnarskyldan í hinum tíu boðorðum, þá
var og er þó sú skylda viðrkennd sem hafandi almennt gildi.
Ein skyldna þeirra, sem óþarft sýnist hafa þótt að skýra frá
að fyrirskipaðar hafi verið í upphafi, er tíundarskyldan—sú
skylda manna að gefa drottni tíunda part af öllum tekjum sín-
um. Eins og bœnarskyldunni var tíundarskyldunni verklega
framfylgt af forfeðrunum löngu áðr en lögmálið, sem kennt er
við Móses, var út gefið. Og þó að tíundarskyldan, alveg eins
og bœnarskyldan,sé ekki sérstaklega tekin fram í boðorðunum